Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Óttar Kolbeinsson Proppé og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 7. júlí 2021 15:25 Frá vinstri: Fjölnir Geir Bragason, Árni H. Kristjánsson og Tómas V. Albertsson. vísir/arnar Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. Fimmmenningarnir eru þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Viðar Eggertsson og Tómas V. Albertsson. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og flestir sem voru vistaðir á stofnununum og hafa komið þá eftir að málið varð opinbert. „Það er fjöldi manns búinn að tala við okkur og það eru svona þrjár setningar sem endurtaka sig alltaf; brotið sjálfsmat, gríðarlegur höfnunarótti og einræna,“ sagði Fjölnir eftir fundinn. Árni tekur í sama streng: „Það blasir við að ef barn skortir ást og umhyggju þá verður það fyrir skaða. Mismiklum auðvitað en svo sannarlega fyrir skaða. Ég hef til dæmis alla ævi verið félagsfælinn, ég vil helst vera einn með sjálfum mér en ég hef lært að vera innan um fólk,“ segir hann. Líkamlegum þörfum sinnt en andlegar þarfir hunsaðar Á vöggustofunum voru tugir barna vistuð á hverju ári. Það voru börn fátækra, ungra, einhleypra eða veikra mæðra sem gert var ráð fyrir að gætu ekki alið börnin sín hjálparlaust. Mennirnir lýsa því hvernig yfirlýst uppeldisstefna borgarinnar var á þessum tíma: „Eingöngu átti að sinna líkamlegum þörfum. Ef börn grétu þá átti að láta þau gráta nema það væri rökstuddur grunur um líkamlega kvilla. Sem sagt líkamlegum þörfum barna var eingöngu sinnt en alls ekki andlegum þörfum,“ segir Árni. „Og náttúrulega snertingin,“ segir Tómas og á þá við skort á henni: „Það er til mynd af mér tekinni bara í gegn um rúðu. Móðir mín fékk ekkert að snerta mig. Við erum bara sýnd í glugganum eins og hver annar sýningargripur.“ Hvað varð um börnin sem dóu? Fjölnir segir ljóst að mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum og vill fá nákvæma úttekt á því hve mörg þau voru. Á stöðunum voru bæði kapella og líkhús. „Börn dóu þarna… hve mörg börn dóu þarna? Hvað varð um þessi börn? Við þurfum bara að vita það,“ segir Fjölnir. „Þú getur ímyndað þér að ef skaðinn er það mikill að börn eru að deyja þarna og við, hinir þessir sterku sem lifðum af, erum stórskaddaðir af þessu.“ Spurðir hvað hafi farið fram á fundinum með borgarstjóra segjast þeir vilja viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. „Við viljum að það verðu farið í saumana á þessari starfsemi, hún verði rannsökuð og gerð á henni úttekt,“ segir Árni. „Við viljum fyrir hönd okkar og allra annarra barnanna sem voru í vistun þarna, mæðra okkar að þetta verði viðurkennt að þetta var skaðleg uppeldisstefna.“ Borgarstjóri sagði eftir fundinn að málið yrði opnað.vísir/nadine Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að borgin ætli að rannsaka starfsemi vöggustofanna. „Ég held að miðað við það sem fram hefur komið þá muni borgin bregðast við því og skoða hvernig best verði að því staðið þannig að bæði rannsóknin og niðurstaða hennar njóti trausts,“ segir Dagur. Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Fimmmenningarnir eru þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Viðar Eggertsson og Tómas V. Albertsson. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og flestir sem voru vistaðir á stofnununum og hafa komið þá eftir að málið varð opinbert. „Það er fjöldi manns búinn að tala við okkur og það eru svona þrjár setningar sem endurtaka sig alltaf; brotið sjálfsmat, gríðarlegur höfnunarótti og einræna,“ sagði Fjölnir eftir fundinn. Árni tekur í sama streng: „Það blasir við að ef barn skortir ást og umhyggju þá verður það fyrir skaða. Mismiklum auðvitað en svo sannarlega fyrir skaða. Ég hef til dæmis alla ævi verið félagsfælinn, ég vil helst vera einn með sjálfum mér en ég hef lært að vera innan um fólk,“ segir hann. Líkamlegum þörfum sinnt en andlegar þarfir hunsaðar Á vöggustofunum voru tugir barna vistuð á hverju ári. Það voru börn fátækra, ungra, einhleypra eða veikra mæðra sem gert var ráð fyrir að gætu ekki alið börnin sín hjálparlaust. Mennirnir lýsa því hvernig yfirlýst uppeldisstefna borgarinnar var á þessum tíma: „Eingöngu átti að sinna líkamlegum þörfum. Ef börn grétu þá átti að láta þau gráta nema það væri rökstuddur grunur um líkamlega kvilla. Sem sagt líkamlegum þörfum barna var eingöngu sinnt en alls ekki andlegum þörfum,“ segir Árni. „Og náttúrulega snertingin,“ segir Tómas og á þá við skort á henni: „Það er til mynd af mér tekinni bara í gegn um rúðu. Móðir mín fékk ekkert að snerta mig. Við erum bara sýnd í glugganum eins og hver annar sýningargripur.“ Hvað varð um börnin sem dóu? Fjölnir segir ljóst að mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum og vill fá nákvæma úttekt á því hve mörg þau voru. Á stöðunum voru bæði kapella og líkhús. „Börn dóu þarna… hve mörg börn dóu þarna? Hvað varð um þessi börn? Við þurfum bara að vita það,“ segir Fjölnir. „Þú getur ímyndað þér að ef skaðinn er það mikill að börn eru að deyja þarna og við, hinir þessir sterku sem lifðum af, erum stórskaddaðir af þessu.“ Spurðir hvað hafi farið fram á fundinum með borgarstjóra segjast þeir vilja viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. „Við viljum að það verðu farið í saumana á þessari starfsemi, hún verði rannsökuð og gerð á henni úttekt,“ segir Árni. „Við viljum fyrir hönd okkar og allra annarra barnanna sem voru í vistun þarna, mæðra okkar að þetta verði viðurkennt að þetta var skaðleg uppeldisstefna.“ Borgarstjóri sagði eftir fundinn að málið yrði opnað.vísir/nadine Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að borgin ætli að rannsaka starfsemi vöggustofanna. „Ég held að miðað við það sem fram hefur komið þá muni borgin bregðast við því og skoða hvernig best verði að því staðið þannig að bæði rannsóknin og niðurstaða hennar njóti trausts,“ segir Dagur.
Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent