Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 13:01 Hluti þeirra hermanna sem flúðu frá Afganistan til Tadsíkistan. AP/Landamæraeftirlit Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. Talibönum hefur vaxið ásmegin samhliða því að hermenn Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins eru að yfirgefa landið. Reuters vitnar í landamæraverði Tadsíkistan sem segja 1.037 hermenn hafa flúið yfir landamæri ríkjanna en Talibanar tóku yfir sex lykilhéruð á landamærum ríkjanna tveggja og Kína. Emomali Rakhmon, forseti Tadsíkistan, ræddi að Ashraf Ghani, forseta Afganistans, í gær og lýsti yfir áhyggjum af því að hermennirnir hefðu rutt sér leið yfir landamærin. Þá hefur fréttaveitan eftir þjóðaröryggisráðgjafa Afganistans að forsvarsmenn stjórnarhersins ætli sér að gera gagnárás gegn Talibönum í norðri. Frá því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í apríl að hann ætlaði að flytja bandaríska hermenn heim frá Afganistan hafa Talibanar sótt í sig veðrið víða um landið. Þeir hafa forðast það að ráðast á hermenn NATO en gengið hart fram gegn stjórnarhernum. Yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan varaði nýverið við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulegri borgarastyrjöld. Talibanar hafa náð tökum á stórum svæðum í norðurhluta landsins en þeim svæðum hefur verið stýrt af stríðsherrum sem hafa stutt Bandaríkin og hjálpuðu til við að velta Talibönum úr sessi í innrás Bandaríkjanna í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana 2001. AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni í norðurhluta landsins að til fárra bardaga hafi komið og hermenn hafi að mestu flúið undan sókn Talibana. Þeir hafi yfirgefið stöður sína og sagði viðkomandi að andrúmsloftið meðal hermanna væri mjög þrungið. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök AP segir Talibana hafa náð tökum á um þriðjungi héraða landsins. Sérstaklega á landamærum Afganistan og annarra ríkja í Mið-Asíu. Afganistan Tadsíkistan Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Donald Rumsfeld er dáinn Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. 30. júní 2021 20:29 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. 7. júní 2021 23:18 Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. 12. maí 2021 14:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Talibönum hefur vaxið ásmegin samhliða því að hermenn Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins eru að yfirgefa landið. Reuters vitnar í landamæraverði Tadsíkistan sem segja 1.037 hermenn hafa flúið yfir landamæri ríkjanna en Talibanar tóku yfir sex lykilhéruð á landamærum ríkjanna tveggja og Kína. Emomali Rakhmon, forseti Tadsíkistan, ræddi að Ashraf Ghani, forseta Afganistans, í gær og lýsti yfir áhyggjum af því að hermennirnir hefðu rutt sér leið yfir landamærin. Þá hefur fréttaveitan eftir þjóðaröryggisráðgjafa Afganistans að forsvarsmenn stjórnarhersins ætli sér að gera gagnárás gegn Talibönum í norðri. Frá því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í apríl að hann ætlaði að flytja bandaríska hermenn heim frá Afganistan hafa Talibanar sótt í sig veðrið víða um landið. Þeir hafa forðast það að ráðast á hermenn NATO en gengið hart fram gegn stjórnarhernum. Yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan varaði nýverið við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulegri borgarastyrjöld. Talibanar hafa náð tökum á stórum svæðum í norðurhluta landsins en þeim svæðum hefur verið stýrt af stríðsherrum sem hafa stutt Bandaríkin og hjálpuðu til við að velta Talibönum úr sessi í innrás Bandaríkjanna í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana 2001. AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni í norðurhluta landsins að til fárra bardaga hafi komið og hermenn hafi að mestu flúið undan sókn Talibana. Þeir hafi yfirgefið stöður sína og sagði viðkomandi að andrúmsloftið meðal hermanna væri mjög þrungið. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök AP segir Talibana hafa náð tökum á um þriðjungi héraða landsins. Sérstaklega á landamærum Afganistan og annarra ríkja í Mið-Asíu.
Afganistan Tadsíkistan Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Donald Rumsfeld er dáinn Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. 30. júní 2021 20:29 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. 7. júní 2021 23:18 Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. 12. maí 2021 14:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43
Donald Rumsfeld er dáinn Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. 30. júní 2021 20:29
Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56
Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. 7. júní 2021 23:18
Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. 12. maí 2021 14:01