Fótbolti

Haraldur Biering spáir Belgíu á­fram og Bjarni gröfu­maður reiknar með spænskum sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haraldur er viss um að Belgía fari áfram.
Haraldur er viss um að Belgía fari áfram. Skjáskot

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson spáði spilin fyrir leiki dagsins í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu.

„Belgía og Ítalía – ég og kærastan mín, Sylvía, vorum bara ´ómægad´ þetta eru svo flott lönd. Þetta eru svo ógeðslega flott lönd og okkur langar svo að heimsækja þau en þau eru aðeins of ´commercial´ fyrir okkur svo við ætlum að fara núna til Hvíta-Rússlands að gista í litlum bæ þar, þekkir hann enginn og við ætlum að drekka bjór sem enginn þekkir og vera með fólki sem enginn veit um … ég verð bara að segja Belgarnir vinna þetta,“ sagði Haraldur Biering um leik Belgíu og Ítalíu sem hefst klukkan 19.00 í kvöld.

Anna B. Laxdal spáir einnig Belgíu áfram, Bjarni gröfumaður spáði 0-0 þó hann ætli sér ekki að horfa á leikinn. Bjössi Sigurbjörnsson spáir einnig jafntefli.

Klippa: Hjammi spáir í leik Belgíu og Ítalíu

Bjarni gröfumaður er mikill aðdáandi Spánar og reiknar með 2-0 sigri þeirra. Aðallega vegna þess að hann og konan fara þangað og maturinn er ódýr. Bjössi reiknar með sigri Sviss því það er með bestu ostana. Haraldur reiknar með sigri Spánverja, 2-1 lokatölur. 

Anna B. var aðallega ánægð með að lífið væri núna en þar sem Granit Xhaka er í banni reiknar hún með sigri Spánverja þar sem Alvaro Morata skorar sigurmarkið.

Klippa: Hjammi spáir í leik Spánar og Sviss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×