Ramos svo gott sem kominn til Parísar og Varane talinn á leið til Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2021 16:01 Þessir tveir gætu orðið samherjar á nýjan leik þó það virðist sem Ramos sé að fara til Parísar á meðan Varane vill til Manchester. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er miðvörðurinn Sergio Ramos á leið til París-Saint Germain og kollegi hans Raphaël Varane ku vera á leið til Manchester United þó PSG hafi einnig áhuga. Sky Sports telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að enska knattspyrnufélagið Manchester United sé á höttunum á eftir franska miðverðinum Raphaël Varane sem leikur með Real Madrid. BREAKING: Manchester United are interested in signing Real Madrid defender Raphael Varane.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 1, 2021 Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Madrídarliðið virðist vera leita sér að nýrri áskorun. Ole Gunnar Solskjær vill styrkja varnarlínu sína og er að leita að miðverði sem mun spila við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar. Stóra spurningin er hvort félögin nái saman þar sem Man United er ekki tilbúið að borga himinháar upphæðir fyrir leikmann sem verður samningslaus næsta sumar. Ef Man Utd myndi fjárfesta í franska miðverðinum yrði hann annað stóra nafnið til að semja við liðið en Jadon Sancho, vængmaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, gengur til liðs við félagið fyrir 73 milljónir punda á næstu dögum. Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2011 og leikið yfir 350 leiki fyrir Real. Þá hefur hann spilað 79 leiki fyrir franska landsliðið og varð til að mynda heimsmeistari 2018. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir ótrúlegt tap Frakklands gegn Sviss í 16-liða úrslitum EM á dögunum. Fari svo að Man United sé ekki tilbúið að kaupa leikmanninn gæti hann haldið heim á leið og samið við stórlið PSG. Þar myndi hann að öllum líkindum hitta fyrrum samherja sinn hjá Real en Sergio Ramos er í þann mund að semja við franska félagið. Sergio Ramos is set to join Paris Saint-Germain in the next days, as @mohamedbouhafsi reported! He s expected to undergo his medical in the next few days as new PSG player. #PSG #Ramos— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2021 Ramos varð samningslaus á dögunum og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. ESPN segir samningaviðræður langt komnar. Samkvæmt heimildum þeirra styttist í að blek verði sett á blað og Ramos verði leikmaður PSG. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Sjá meira
Sky Sports telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að enska knattspyrnufélagið Manchester United sé á höttunum á eftir franska miðverðinum Raphaël Varane sem leikur með Real Madrid. BREAKING: Manchester United are interested in signing Real Madrid defender Raphael Varane.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 1, 2021 Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Madrídarliðið virðist vera leita sér að nýrri áskorun. Ole Gunnar Solskjær vill styrkja varnarlínu sína og er að leita að miðverði sem mun spila við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar. Stóra spurningin er hvort félögin nái saman þar sem Man United er ekki tilbúið að borga himinháar upphæðir fyrir leikmann sem verður samningslaus næsta sumar. Ef Man Utd myndi fjárfesta í franska miðverðinum yrði hann annað stóra nafnið til að semja við liðið en Jadon Sancho, vængmaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, gengur til liðs við félagið fyrir 73 milljónir punda á næstu dögum. Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2011 og leikið yfir 350 leiki fyrir Real. Þá hefur hann spilað 79 leiki fyrir franska landsliðið og varð til að mynda heimsmeistari 2018. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir ótrúlegt tap Frakklands gegn Sviss í 16-liða úrslitum EM á dögunum. Fari svo að Man United sé ekki tilbúið að kaupa leikmanninn gæti hann haldið heim á leið og samið við stórlið PSG. Þar myndi hann að öllum líkindum hitta fyrrum samherja sinn hjá Real en Sergio Ramos er í þann mund að semja við franska félagið. Sergio Ramos is set to join Paris Saint-Germain in the next days, as @mohamedbouhafsi reported! He s expected to undergo his medical in the next few days as new PSG player. #PSG #Ramos— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2021 Ramos varð samningslaus á dögunum og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. ESPN segir samningaviðræður langt komnar. Samkvæmt heimildum þeirra styttist í að blek verði sett á blað og Ramos verði leikmaður PSG.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Sjá meira