Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 14:06 Hjólahvíslarinn. Hiti virðist vera að færast í leikinn hjá honum og hjólaþjófum borgarinnar. vísir Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. Barátta Bjartmars gegn hjólaþjófunum náði líklega hámarki sínu í síðustu viku þegar hann mætti fylktu liði heim til manns sem Bjartmar segist viss um að sé alræmdur hjólaþjófur. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Og svo virðist sem hjólaþjófar borgarinnar hafi nú svarað fyrir sig. Þegar Bjartmar vaknaði í morgun og ætlaði að halda af stað hjólandi út í daginn var hans eigið hjól horfið úr anddyri heimilis hans. Hann greinir frá þessu á vinsælum Facebook-hópi sem hann heldur utan um. „Þetta er auðvitað bara mjög leiðinlegt. Ég gaf sem sagt vini mínum, sem var að fá sér rándýrt rafmagnshlaupahjól, lásinn af hjólinu mínu um daginn,“ segir Bjartmar. „Það stóð auðvitað til að kaupa nýjan lás en það hafði dregist aðeins. En hjólið mitt var samt læst með svona áföstum lás þannig sá sem hefur stolið því hefur þurft að halda á því í burtu eða klippa lásinn af með vírklippum.“ Hjól Bjartmars sem hvarf í nótt.aðsend Sá manninn fyrir utan hjá sér í gær Hann er spurður hvort honum þyki tímasetningin nokkuð grunsamleg; mættur í kvöldfréttirnar í gær þar sem sýnt var frá því þegar hann mætti heim til hjólaþjófs og degi síðar er hans eigið hjól horfið. „Jú tímasetningin er sérstök. Gæinn sem við heimsóttum var líka fyrir utan húsið mitt í gær. Hann var hérna hinum megin við götuna. Það gæti alveg hafa verið tilviljun en af einhverju ástæðum var maðurinn nálægt húsinu mínu í gær og í morgun var hjólið mitt horfið,“ segir Bjartmar. Hann mun nú að sjálfsögðu setja sama kraft í að leita að eigin hjóli og hann hefur lagt í leit sína að hjólum annarra síðustu tvö árin. „Já, það eru alltaf ákveðnir staðir í bænum þar sem stolnu hjólin eru ítrekað að finnast og ég á eftir að fara og kíkja á þessa staði.“ Hann segist þá hafa fengið ábendingu um að sést hafi til manns á eins hjóli og hann saknar nú í Hlíðunum klukkan fimm í nótt. Bjartmar er búsettur í Hlíðunum. Fréttastofa tók ítarlegt viðtal við Bjartmar í gær um hjólaþjófnafaraldur í borginni. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan: Hjólreiðar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Barátta Bjartmars gegn hjólaþjófunum náði líklega hámarki sínu í síðustu viku þegar hann mætti fylktu liði heim til manns sem Bjartmar segist viss um að sé alræmdur hjólaþjófur. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Og svo virðist sem hjólaþjófar borgarinnar hafi nú svarað fyrir sig. Þegar Bjartmar vaknaði í morgun og ætlaði að halda af stað hjólandi út í daginn var hans eigið hjól horfið úr anddyri heimilis hans. Hann greinir frá þessu á vinsælum Facebook-hópi sem hann heldur utan um. „Þetta er auðvitað bara mjög leiðinlegt. Ég gaf sem sagt vini mínum, sem var að fá sér rándýrt rafmagnshlaupahjól, lásinn af hjólinu mínu um daginn,“ segir Bjartmar. „Það stóð auðvitað til að kaupa nýjan lás en það hafði dregist aðeins. En hjólið mitt var samt læst með svona áföstum lás þannig sá sem hefur stolið því hefur þurft að halda á því í burtu eða klippa lásinn af með vírklippum.“ Hjól Bjartmars sem hvarf í nótt.aðsend Sá manninn fyrir utan hjá sér í gær Hann er spurður hvort honum þyki tímasetningin nokkuð grunsamleg; mættur í kvöldfréttirnar í gær þar sem sýnt var frá því þegar hann mætti heim til hjólaþjófs og degi síðar er hans eigið hjól horfið. „Jú tímasetningin er sérstök. Gæinn sem við heimsóttum var líka fyrir utan húsið mitt í gær. Hann var hérna hinum megin við götuna. Það gæti alveg hafa verið tilviljun en af einhverju ástæðum var maðurinn nálægt húsinu mínu í gær og í morgun var hjólið mitt horfið,“ segir Bjartmar. Hann mun nú að sjálfsögðu setja sama kraft í að leita að eigin hjóli og hann hefur lagt í leit sína að hjólum annarra síðustu tvö árin. „Já, það eru alltaf ákveðnir staðir í bænum þar sem stolnu hjólin eru ítrekað að finnast og ég á eftir að fara og kíkja á þessa staði.“ Hann segist þá hafa fengið ábendingu um að sést hafi til manns á eins hjóli og hann saknar nú í Hlíðunum klukkan fimm í nótt. Bjartmar er búsettur í Hlíðunum. Fréttastofa tók ítarlegt viðtal við Bjartmar í gær um hjólaþjófnafaraldur í borginni. Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan:
Hjólreiðar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira