Fótbolti

Arnór og Hörður Björgvin fá nýjan þjálfara

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ivica Olic er hættur sem þjálfari CSKA Moskvu.
Ivica Olic er hættur sem þjálfari CSKA Moskvu. Mikhail Tereshchenko/Getty Images

Ivica Olic, þjálfari rússneska knattspyrnuliðsins CSKA Moskvu, hefur sagt starfi sínu lausu. Íslensku landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með liðinu.

Olic, sem er 41 árs gamall Króati, lék með CSKA frá árunum 2003 til 2007. Hann lék einnig með Herthu Berlín, Dinamo Zagreb, Wolfsburg og Bayern Munchen á ferli sínum.

Eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins frá 2017 tók hann við stjórnartaumum CSKA Moskvu í mars á þessu ári. Hann kláraði tímabilið með liðinu en nú er ljóst að hann mun ekki vera á hliðarlínunni þegar tímabilið 2021/2022 hefst í Rússlandi þann 24. júlí næstkomandi.

Hörður Björgvin er sem stendur meiddur eftir að hafa slitið hásin og verður að öllum líkindum ekki meira með á þessu ári.

Þá eru alltaf orðrómar á kreiki um að Arnór gæti verið á leið frá Moskvu en hann er sem stendur leikmaður liðsins og stefnir eflaust á að vera í byrjunarliðinu þegar deildin fer af stað í næsta mánuði.

Aleksey Berezutskiy mun stýra CSKA á meðan félagið leitar að nýjum þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×