Leggur til að öryggismyndavélar verði settar upp á leikvöllum borgarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2021 14:08 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur lagt til að öryggismyndavélar verði settar upp við leikvelli á höfuðborgarsvæðinu. Aðsend Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði það til á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar í síðustu viku að settar verði upp myndavélar á öllum leikvöllum borgarinnar. Þetta lagði hún til í kjölfar fregna um að tilraun hafi verið gerð til að nema unga stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í síðustu viku. „Það heyrir til mannréttinda að tryggja börnum fyllsta öryggis í borginni hvar sem það er. Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem tryggt má vera að finna börn,“ segir í tillögu Kolbrúnar, sem hún lagði fram á fundi ráðsins þann 10. júní síðastliðinn. „Vissulega kemur myndavél ekki í veg fyrir að glæpur sé framinn en myndavél hefur fælingarmátt og gerist eitthvað er hægt að skoða atburðarrás í myndavél og hver var aðili/aðilar að málinu,“ segir í tillögu Kolbrúnar. Telur uppsetningu öryggismyndavéla varhugaverða Mikil umræða um eftirlitsmyndavélar á leikvöllum fór af stað í kjölfar brottnámstilraunar á sjö ára stúlku í Grafarvogi í síðustu viku. Sérstaklega vaknaði upp umræða um málið meðal íbúa hverfisins, en þeir höfðu samþykkt í íbúakosningu árið 2019 að settar yrðu upp myndavélar við innkeyrslur í hverfið. Borginn stendur nú í viðræðum við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínuna um rekstur slíkra myndavéla og eru þær komnar langt á leið. Vonast er til þess að myndavélarnar verði settar upp á næstu mánuðum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, hefur hins vegar varað við uppsetningu slíkra myndavéla á leikvöllum. Hún telur það varhugavert og bendir á að öryggismyndavélar komi ekki í veg fyrir glæpi, heldur eigi til að færa þá á aðra staði og gefa fólki falskt öryggi. „Notkun eftirlitsmyndavéla virðist hins vegar almennt ekki endilega koma í veg fyrir ofbeldisglæpi heldur frekar á minni glæpi og þá flytja þá út fyrir sjónarsvið myndavélanna frekar en endilega að koma í veg fyrir þá. Til dæmis í Lundúnum, sem er eftirlitsmyndavéla-væddasta borg heims, þá fækkaði ekki glæpum en þeir færðust,“ sagði Dóra Björt í samtali við Vísi. Hún segir slíkar myndavélar vissulega geta nýst lögreglu við rannsókn mála en notkun upplýsinga úr myndavélunum geti skapað annan vanda. Hægt sé að misgreina fólk auðveldlega af eftirlitsupptökum og leitt til sakfellinga á saklausu fólki. „Kostirnir margfalt fleiri en gallarnir“ Kolbrún segist hafa hugsað oft til þess að setja þyrfti upp öryggismyndavélar en málið í síðustu viku hafi ýtt henni af stað. „Við sjáum það alltaf betur og betur að við þurfum að stíga þessi skref. Mér finnst komið að því að horfast í augu við það af fullri alvöru,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Hún segist ósammála Dóru Björt varðandi ýmislegt hvað þetta mál varðar. Hún telji Dóru horfa frekar á neikvæðu hliðarnar en þær jákvæðu. „Það er ekkert í heiminum fullkomið en kostirnir eru margfalt fleiri en gallarnir og mér finnst hún í þessu tilfelli horfa á glasið hálftómt á meðan ég vil horfa á það hálffullt. Þetta getur auðvitað skipt ótrúlega miklu máli, auðvitað eru engin mál eins og ef einhver hefur skýran ásetning um að skaða barn hvort sem er á leikvelli eða annars staðar þá bjargar „myndavél“ því ekki en hjálpar sannarlega við að upplýsa mál,“ segir Kolbrún. „En eins og kom fram hjá lögreglunni, þá eins og í þessu tilfelli kemst aðilinn á brott og það eru svo mörg önnur tilvik sem gætu verið svipuð. Þetta er svo mikið öryggi að hafa þetta, þetta hefur líka ákveðinn fælingarmátt, alveg hellings, sérstaklega ef þær væru alls staðar. Þetta væri líka hjálplegt varðandi skemmdarverk og við höfum rétt myndavélar í því samhengi áður í borgarstjórn.“ Sammála því að gera þurfi heildræna stefnu um öryggismyndavélar Hún segir kostina við uppsetningu slíkra myndavéla margfalt fleiri en gallana. Svona myndskeið geti skipt miklu máli, sérstaklega ef fara þarf með mál fyrir dómstólar. „Kostirnir eru margfalt fleiri og svo má auðvitað horfa á ákveðna galla eins og að þetta gæti gefið falskt öryggi en ég held að það hljóti allir að sjá að þar sem hægt er að ná myndskeiði af atvikum sem lítið barn getur ekki alveg útskýrt, eins og það að lýsa manneskju, ná bílnúmeri, litir, klæðnaður, þá eru myndavélar ótrúlega sterkt atriði, ég tala nú ekki um ef kemur að mögulegu dómsmáli. „Einn af ókostunum sem Dóra Björt nefnir er að hætta sé á misgreiningu. En ég tel það hljóta að vera afar litlar líkur á því og er þá eitthvað sem við sem samfélag þurfum að skoða í okkar dómskerfi. Við viljum öll að dómskerfið virki og að það gerist aldrei að dæmdur verði rangur einstaklingur,“ segir Kolbrún. Læra þurfi inn á ókostina, hvernig þurfi að vinna með þá og passa að svona öryggistæki séu ekki misnotuð. Hún tekur þó undir með Dóru að þetta þurfi að vera hluti af einhverri heildrænni stefnu. „Ég er sammála henni í því að það eigi ekki bara að setja myndavélar upp á einhverja einstaka staði. Þetta þarf að vera liður í ákveðinni stefnu. En svo ef ákveðið yrði að gera það tekur allt í borginni alveg rosalega langan tíma. Við erum að tala um að það tæki tvö ár að koma þessu á ef þetta yrði loksins ákveðið,“ segir Kolbrún. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Telur uppsetningu öryggismyndavéla á leikvöllum varhugaverða 47 tælingarmál hafa verið tilkynnt til lögreglu frá árinu 2019 til dagsins í dag. Deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við skoðun á alvarleika þessara mála í gegnum tíðina hafi innan við 10% málanna verið flokkuð sem miðlungs alvarleg eða alvarleg. 14. júní 2021 07:01 Foreldrar kenni börnum sjálfsvörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karlmannsins“ Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur hjá Lotu ráðgjöf, hvetur foreldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt viðbrögð við því ef einhver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðlilegt að börnum sé kennd einhver sjálfsvörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karlmannsins“. 8. júní 2021 22:25 Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Það heyrir til mannréttinda að tryggja börnum fyllsta öryggis í borginni hvar sem það er. Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem tryggt má vera að finna börn,“ segir í tillögu Kolbrúnar, sem hún lagði fram á fundi ráðsins þann 10. júní síðastliðinn. „Vissulega kemur myndavél ekki í veg fyrir að glæpur sé framinn en myndavél hefur fælingarmátt og gerist eitthvað er hægt að skoða atburðarrás í myndavél og hver var aðili/aðilar að málinu,“ segir í tillögu Kolbrúnar. Telur uppsetningu öryggismyndavéla varhugaverða Mikil umræða um eftirlitsmyndavélar á leikvöllum fór af stað í kjölfar brottnámstilraunar á sjö ára stúlku í Grafarvogi í síðustu viku. Sérstaklega vaknaði upp umræða um málið meðal íbúa hverfisins, en þeir höfðu samþykkt í íbúakosningu árið 2019 að settar yrðu upp myndavélar við innkeyrslur í hverfið. Borginn stendur nú í viðræðum við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínuna um rekstur slíkra myndavéla og eru þær komnar langt á leið. Vonast er til þess að myndavélarnar verði settar upp á næstu mánuðum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, hefur hins vegar varað við uppsetningu slíkra myndavéla á leikvöllum. Hún telur það varhugavert og bendir á að öryggismyndavélar komi ekki í veg fyrir glæpi, heldur eigi til að færa þá á aðra staði og gefa fólki falskt öryggi. „Notkun eftirlitsmyndavéla virðist hins vegar almennt ekki endilega koma í veg fyrir ofbeldisglæpi heldur frekar á minni glæpi og þá flytja þá út fyrir sjónarsvið myndavélanna frekar en endilega að koma í veg fyrir þá. Til dæmis í Lundúnum, sem er eftirlitsmyndavéla-væddasta borg heims, þá fækkaði ekki glæpum en þeir færðust,“ sagði Dóra Björt í samtali við Vísi. Hún segir slíkar myndavélar vissulega geta nýst lögreglu við rannsókn mála en notkun upplýsinga úr myndavélunum geti skapað annan vanda. Hægt sé að misgreina fólk auðveldlega af eftirlitsupptökum og leitt til sakfellinga á saklausu fólki. „Kostirnir margfalt fleiri en gallarnir“ Kolbrún segist hafa hugsað oft til þess að setja þyrfti upp öryggismyndavélar en málið í síðustu viku hafi ýtt henni af stað. „Við sjáum það alltaf betur og betur að við þurfum að stíga þessi skref. Mér finnst komið að því að horfast í augu við það af fullri alvöru,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Hún segist ósammála Dóru Björt varðandi ýmislegt hvað þetta mál varðar. Hún telji Dóru horfa frekar á neikvæðu hliðarnar en þær jákvæðu. „Það er ekkert í heiminum fullkomið en kostirnir eru margfalt fleiri en gallarnir og mér finnst hún í þessu tilfelli horfa á glasið hálftómt á meðan ég vil horfa á það hálffullt. Þetta getur auðvitað skipt ótrúlega miklu máli, auðvitað eru engin mál eins og ef einhver hefur skýran ásetning um að skaða barn hvort sem er á leikvelli eða annars staðar þá bjargar „myndavél“ því ekki en hjálpar sannarlega við að upplýsa mál,“ segir Kolbrún. „En eins og kom fram hjá lögreglunni, þá eins og í þessu tilfelli kemst aðilinn á brott og það eru svo mörg önnur tilvik sem gætu verið svipuð. Þetta er svo mikið öryggi að hafa þetta, þetta hefur líka ákveðinn fælingarmátt, alveg hellings, sérstaklega ef þær væru alls staðar. Þetta væri líka hjálplegt varðandi skemmdarverk og við höfum rétt myndavélar í því samhengi áður í borgarstjórn.“ Sammála því að gera þurfi heildræna stefnu um öryggismyndavélar Hún segir kostina við uppsetningu slíkra myndavéla margfalt fleiri en gallana. Svona myndskeið geti skipt miklu máli, sérstaklega ef fara þarf með mál fyrir dómstólar. „Kostirnir eru margfalt fleiri og svo má auðvitað horfa á ákveðna galla eins og að þetta gæti gefið falskt öryggi en ég held að það hljóti allir að sjá að þar sem hægt er að ná myndskeiði af atvikum sem lítið barn getur ekki alveg útskýrt, eins og það að lýsa manneskju, ná bílnúmeri, litir, klæðnaður, þá eru myndavélar ótrúlega sterkt atriði, ég tala nú ekki um ef kemur að mögulegu dómsmáli. „Einn af ókostunum sem Dóra Björt nefnir er að hætta sé á misgreiningu. En ég tel það hljóta að vera afar litlar líkur á því og er þá eitthvað sem við sem samfélag þurfum að skoða í okkar dómskerfi. Við viljum öll að dómskerfið virki og að það gerist aldrei að dæmdur verði rangur einstaklingur,“ segir Kolbrún. Læra þurfi inn á ókostina, hvernig þurfi að vinna með þá og passa að svona öryggistæki séu ekki misnotuð. Hún tekur þó undir með Dóru að þetta þurfi að vera hluti af einhverri heildrænni stefnu. „Ég er sammála henni í því að það eigi ekki bara að setja myndavélar upp á einhverja einstaka staði. Þetta þarf að vera liður í ákveðinni stefnu. En svo ef ákveðið yrði að gera það tekur allt í borginni alveg rosalega langan tíma. Við erum að tala um að það tæki tvö ár að koma þessu á ef þetta yrði loksins ákveðið,“ segir Kolbrún.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Telur uppsetningu öryggismyndavéla á leikvöllum varhugaverða 47 tælingarmál hafa verið tilkynnt til lögreglu frá árinu 2019 til dagsins í dag. Deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við skoðun á alvarleika þessara mála í gegnum tíðina hafi innan við 10% málanna verið flokkuð sem miðlungs alvarleg eða alvarleg. 14. júní 2021 07:01 Foreldrar kenni börnum sjálfsvörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karlmannsins“ Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur hjá Lotu ráðgjöf, hvetur foreldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt viðbrögð við því ef einhver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðlilegt að börnum sé kennd einhver sjálfsvörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karlmannsins“. 8. júní 2021 22:25 Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Telur uppsetningu öryggismyndavéla á leikvöllum varhugaverða 47 tælingarmál hafa verið tilkynnt til lögreglu frá árinu 2019 til dagsins í dag. Deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við skoðun á alvarleika þessara mála í gegnum tíðina hafi innan við 10% málanna verið flokkuð sem miðlungs alvarleg eða alvarleg. 14. júní 2021 07:01
Foreldrar kenni börnum sjálfsvörn og kynni þau fyrir „veikum punktum karlmannsins“ Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur hjá Lotu ráðgjöf, hvetur foreldra til að ræða við börnin sín og kenna þeim rétt viðbrögð við því ef einhver reynir að nema þau á brott. Hann segir eðlilegt að börnum sé kennd einhver sjálfsvörn og þau kynnt fyrir „veikum punktum karlmannsins“. 8. júní 2021 22:25
Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. 8. júní 2021 19:17