Fótbolti

Lið Gunn­hildar Yrsu heldur topp­sætinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Orlando Pride gerði jafntefli í höfuðborginni í kvöld.
Orlando Pride gerði jafntefli í höfuðborginni í kvöld. Jeremy Reper/Getty Images

Orlandi Pride gerði 1-1 jafntefli við Washington Spirit á útivelli í NWSL-deildinni í knattspyrnu í Bandaríkjunum í kvöld. Orlando heldur þar með toppsæti deildarinnar en landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Sigurðardóttir leikur með liðinu.

Gunnhildur Yrsa var á sínum stað á miðju liðsins í leik dagsins, ék hún allan leikinn.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komst heimaliðið yfir á 64. mínútu þegar Ashley Hatch kom Spirits yfir. Taylor Kornieck jafnaði metin fyrir Pride aðeins þremur mínútum síðar og staðan því orðin 1-1.

Reyndust það lokatölur leiksins og heldur Orlando þar með toppsæti deildarinnar. Liðið með 11 stig að loknum fimm leikjum og þar af leiðandi tveggja stiga forystu á Portland Thorns sem situr í öðru sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×