Fótbolti

Sæ­var skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Atli Magnússon skoraði gott mark í frábærum sigri í dag.
Sævar Atli Magnússon skoraði gott mark í frábærum sigri í dag. @LyngbyBoldklub

Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby unnu í dag mikilvægan sigur í fallbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Lyngby komst upp úr fallsæti með 2-0 sigri á Silkeborg á heimavelli. Silkeborg er í efsta sæti neðri hlutans og þetta var því frábær sigur.

Sævar Atli skoraði seinna mark liðsins á 67. mínútu og var síðan tekinn af velli fórum mínútum síðar.

Jesper Cornelius skoraði fyrra markið strax á 19. mínútu.

Þetta var fyrsti sigur Lyngby síðan 16. mars en liðið hafði spilað fimm deildarleiki í röð án sigurs.

Sævar Atli var þarna að skora sitt fjórða deildarmark á tímabilinu en tvö þeirra hafa komið í úrslitakeppnishlutanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×