Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. júní 2021 10:01 Eyþór Guðjónsson. „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. Og Eyþór bætir við: „Lífið er líka þannig að það má breyta, svona eins og í Ólsen Ólsen. Ég reyni að minnsta kosti að fylgja sannfæringu minni um hvað mér finnst vanta og geri tilraun til að fara í það.“ Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Yfirleitt klukkan sjö en stundum fyrr og einstaka sinnum aðeins seinna ef ég hef vakið of lengi frameftir. Finnst best að byrja daginn snemma og hætta snemma. Einstaka sinnum hefur mér tekist að fara að sofa tíu og vakna sex, það er frábært að eiga rólega og góða morgna áður en flestir vakna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég var að fá mér Golden Retriver hvolp sem heitir Herkúles og hann þarf heldur betur að pissa á morgnana og því hefst mikið kapphlaup að ná honum út áður en gusan kemur! Svo eru það jóga morgunteygjurnar sem ein kattliðug kenndi mér, svo sturta og svo af stað út í bíl. Það fyrsta sem ég geri þegar ég sest upp í bílinn og hef gert í að minnsta kosti fimmtán ár er að hringja á hverjum morgni í Jón Halldórsson vin minn og eiganda KVAN þar sem við ákveðum saman hvernig dagurinn á að vera. Það eru alltaf þrír valkostir: Frábær dagur Geggjaður dagur Extremely great day! Að sjálfsögðu ákveðum við alltaf valkost númer þrjú, það er að segja að þetta verði Extremely great day. Stundum syngjum við fyrir hvor annan, stundum tölum við saman á ensku, segjum kannski aula sögur af sjálfum okkur, hlægjum svo að allri vitleysunni í okkur en aðallega erum við að veita hvorum öðrum innblástur fyrir daginn. Svo endum við á að segja hvorum öðrum að við elskum hvor annan skilyrðislaust. Eftir svona símtal þar sem við erum búnir að KVAN-a hvor annan, er ekki annað hægt en að fara glaður og brosandi inn í daginn.“ Hvort myndir þú lýsa þér sem sveitamanni eða borgarbarni? „Þó að mér líði vel í borginni, þá líður mér allra best í sveitinni. Ég eignaðist jörðina Gilsbakka rétt hjá Hellu fyrir rúmu ári síðan og er þar eins mikið og ég get og kem endurnærður til baka. Það er svo mikil heilun í náttúrunni. Þar næ ég að jarðtengja mig, horfa út um gluggann á fjallahringinn, dáðst að skógræktinni sem fylgdi jörðinni og setjast niður við lækinn sem mig hefur alltaf dreymt um að eignast, hlusta á hann og hugleiða endrum og eins. Ég er einn þeirra sem er í stanslausum slag við hugann minn og því hjálpar það mér mikið þau fáu skipti sem ég næ að fara inn í kyrrðina. Stundum hef ég velt því fyrir mér að vera með sumarbúðir fyrir börn á Gilsbakka og fá inn aðila til að kenna þeim hugleiðslu sem og hvernig umgangast eigi náttúruna. Að minnsta kosti þá hef ég hugsað mér að vera með einhvers konar jákvæða starfsemi þar í framtíðinni. Ég ætla að vera á Gilsbakka eins mikið og ég get í sumar.“ Eyþór og Herkúles búa á jörðinni Gilsbakka rétt hjá Hellu. Eyþóri líður vel í borginni en best í sveitinni, enda segir hann náttúruna hafa svo mikinn heilunarmátt. Litli Herkúles stýrir morgnunum í sveitinni þessa dagana. Enda vaknar hann í spreng og það snemma! Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég sit í stjórn alþjóðlegra samtaka sem heita Spirit of Humanity Forum og við erum í dag að klára þriggja daga ráðstefnu en ráðstefnan er nú haldin í fimmta sinn og hefði átt að fara fram á Íslandi eins og í hin fjögur skiptin en var að þessu sinni á netinu og send út frá Hörpu. Ráðstefnan og samtökin eru ætluð leiðtogum og hugsjónafólki allstaðar að úr heiminum frá ýmsum sviðum samfélagsins sem eiga það sameiginlegt að hafa einlæga löngun til þess að bæta heiminn út frá þeirri nálgun að innri umbreyting hjá okkur sjálfum leiði til umbreytingar samfélagsins. Þemað í ár var Towards a Loving World-Leadership and Governance for Well-Being. Þarna hef ég kynnst mögnuðu fólki allstaðar að úr heiminum sem vinnur hörðum höndum að því að bæta samfélagið alls staðar sem þau koma. Sannar fyrirmyndir. Eftir því sem tíminn líður þá langar mig meira og meira að einbeita mér að því að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og eitt af því sem ég hef verið að undirbúa innra með sjálfum mér er að byggja byggingu hér á landi sem inniheldur bara jákvæða starfsemi. Allt enn í þróun en þetta gerist auðvitað eins og áður, með góðu og rétt þenkjandi fólki. Svo er ég að ganga frá lausum endum í framkvæmdum og uppgjörum fyrir Sky Lagoon baðlónið eftir nokkurra ára langhlaup. Ég er einnig byrjaður að undirbúa næstu verkefni og ef þau heppnast vel, þá munu þau vonandi auðga menningu landsins og gera Ísland að enn áhugaverðari áfangastað fyrir ferðamenn. Það er mjög áhugavert að geta blandað saman verkefnum á þann hátt að þau höfði bæði til Íslendinga og ferðamanna. Við eigum að vera stolt af menningu okkar og sögu og tefla því fram á metnaðarfullan hátt eins og ég ber von um að okkur hafi tekist í Sky Lagoon á Kársnesi. Að lokum er það hin margrómaða andlega vegferð sem er eilífðarverkefni sem ég veit að ég verð í til þar til að sólin sest.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Þó að ég sé frekar „out of the box“ týpa þá finnst mér mjög þægilegt að skipuleggja mig vel og vita hvað er í gangi, hvenær og með hverjum og nota því Google Calendar og gæti ekki án þess snilldarforrits verið. Oftar en ekki þá skipulegg ég nokkra daga og vikur fram í tímann. Stundum finnst mér ég þó aðeins of fastur í dagbókinni og að þurfa að klára allt sem þar er og mætti þess vegna vera kærulausari stundum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Stefnan er sú að vera komin upp í rúm klukkan tíu en það heppnast sjaldnast. Ég er samt yfirleitt kominn upp í fyrir klukkan ellefu nema þegar spillikötturinn hún Hekla dóttir mín er hjá mér, þá breytist ég í Netflix/Disney + vökuvampíru með henni.“ Kaffispjallið Sky Lagoon Tengdar fréttir Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01 Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. 22. maí 2021 10:00 Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. 15. maí 2021 10:00 Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Og Eyþór bætir við: „Lífið er líka þannig að það má breyta, svona eins og í Ólsen Ólsen. Ég reyni að minnsta kosti að fylgja sannfæringu minni um hvað mér finnst vanta og geri tilraun til að fara í það.“ Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Yfirleitt klukkan sjö en stundum fyrr og einstaka sinnum aðeins seinna ef ég hef vakið of lengi frameftir. Finnst best að byrja daginn snemma og hætta snemma. Einstaka sinnum hefur mér tekist að fara að sofa tíu og vakna sex, það er frábært að eiga rólega og góða morgna áður en flestir vakna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég var að fá mér Golden Retriver hvolp sem heitir Herkúles og hann þarf heldur betur að pissa á morgnana og því hefst mikið kapphlaup að ná honum út áður en gusan kemur! Svo eru það jóga morgunteygjurnar sem ein kattliðug kenndi mér, svo sturta og svo af stað út í bíl. Það fyrsta sem ég geri þegar ég sest upp í bílinn og hef gert í að minnsta kosti fimmtán ár er að hringja á hverjum morgni í Jón Halldórsson vin minn og eiganda KVAN þar sem við ákveðum saman hvernig dagurinn á að vera. Það eru alltaf þrír valkostir: Frábær dagur Geggjaður dagur Extremely great day! Að sjálfsögðu ákveðum við alltaf valkost númer þrjú, það er að segja að þetta verði Extremely great day. Stundum syngjum við fyrir hvor annan, stundum tölum við saman á ensku, segjum kannski aula sögur af sjálfum okkur, hlægjum svo að allri vitleysunni í okkur en aðallega erum við að veita hvorum öðrum innblástur fyrir daginn. Svo endum við á að segja hvorum öðrum að við elskum hvor annan skilyrðislaust. Eftir svona símtal þar sem við erum búnir að KVAN-a hvor annan, er ekki annað hægt en að fara glaður og brosandi inn í daginn.“ Hvort myndir þú lýsa þér sem sveitamanni eða borgarbarni? „Þó að mér líði vel í borginni, þá líður mér allra best í sveitinni. Ég eignaðist jörðina Gilsbakka rétt hjá Hellu fyrir rúmu ári síðan og er þar eins mikið og ég get og kem endurnærður til baka. Það er svo mikil heilun í náttúrunni. Þar næ ég að jarðtengja mig, horfa út um gluggann á fjallahringinn, dáðst að skógræktinni sem fylgdi jörðinni og setjast niður við lækinn sem mig hefur alltaf dreymt um að eignast, hlusta á hann og hugleiða endrum og eins. Ég er einn þeirra sem er í stanslausum slag við hugann minn og því hjálpar það mér mikið þau fáu skipti sem ég næ að fara inn í kyrrðina. Stundum hef ég velt því fyrir mér að vera með sumarbúðir fyrir börn á Gilsbakka og fá inn aðila til að kenna þeim hugleiðslu sem og hvernig umgangast eigi náttúruna. Að minnsta kosti þá hef ég hugsað mér að vera með einhvers konar jákvæða starfsemi þar í framtíðinni. Ég ætla að vera á Gilsbakka eins mikið og ég get í sumar.“ Eyþór og Herkúles búa á jörðinni Gilsbakka rétt hjá Hellu. Eyþóri líður vel í borginni en best í sveitinni, enda segir hann náttúruna hafa svo mikinn heilunarmátt. Litli Herkúles stýrir morgnunum í sveitinni þessa dagana. Enda vaknar hann í spreng og það snemma! Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég sit í stjórn alþjóðlegra samtaka sem heita Spirit of Humanity Forum og við erum í dag að klára þriggja daga ráðstefnu en ráðstefnan er nú haldin í fimmta sinn og hefði átt að fara fram á Íslandi eins og í hin fjögur skiptin en var að þessu sinni á netinu og send út frá Hörpu. Ráðstefnan og samtökin eru ætluð leiðtogum og hugsjónafólki allstaðar að úr heiminum frá ýmsum sviðum samfélagsins sem eiga það sameiginlegt að hafa einlæga löngun til þess að bæta heiminn út frá þeirri nálgun að innri umbreyting hjá okkur sjálfum leiði til umbreytingar samfélagsins. Þemað í ár var Towards a Loving World-Leadership and Governance for Well-Being. Þarna hef ég kynnst mögnuðu fólki allstaðar að úr heiminum sem vinnur hörðum höndum að því að bæta samfélagið alls staðar sem þau koma. Sannar fyrirmyndir. Eftir því sem tíminn líður þá langar mig meira og meira að einbeita mér að því að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og eitt af því sem ég hef verið að undirbúa innra með sjálfum mér er að byggja byggingu hér á landi sem inniheldur bara jákvæða starfsemi. Allt enn í þróun en þetta gerist auðvitað eins og áður, með góðu og rétt þenkjandi fólki. Svo er ég að ganga frá lausum endum í framkvæmdum og uppgjörum fyrir Sky Lagoon baðlónið eftir nokkurra ára langhlaup. Ég er einnig byrjaður að undirbúa næstu verkefni og ef þau heppnast vel, þá munu þau vonandi auðga menningu landsins og gera Ísland að enn áhugaverðari áfangastað fyrir ferðamenn. Það er mjög áhugavert að geta blandað saman verkefnum á þann hátt að þau höfði bæði til Íslendinga og ferðamanna. Við eigum að vera stolt af menningu okkar og sögu og tefla því fram á metnaðarfullan hátt eins og ég ber von um að okkur hafi tekist í Sky Lagoon á Kársnesi. Að lokum er það hin margrómaða andlega vegferð sem er eilífðarverkefni sem ég veit að ég verð í til þar til að sólin sest.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Þó að ég sé frekar „out of the box“ týpa þá finnst mér mjög þægilegt að skipuleggja mig vel og vita hvað er í gangi, hvenær og með hverjum og nota því Google Calendar og gæti ekki án þess snilldarforrits verið. Oftar en ekki þá skipulegg ég nokkra daga og vikur fram í tímann. Stundum finnst mér ég þó aðeins of fastur í dagbókinni og að þurfa að klára allt sem þar er og mætti þess vegna vera kærulausari stundum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Stefnan er sú að vera komin upp í rúm klukkan tíu en það heppnast sjaldnast. Ég er samt yfirleitt kominn upp í fyrir klukkan ellefu nema þegar spillikötturinn hún Hekla dóttir mín er hjá mér, þá breytist ég í Netflix/Disney + vökuvampíru með henni.“
Kaffispjallið Sky Lagoon Tengdar fréttir Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01 Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. 22. maí 2021 10:00 Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. 15. maí 2021 10:00 Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01
Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. 22. maí 2021 10:00
Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. 15. maí 2021 10:00
Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01
Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1. maí 2021 10:00