„Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. maí 2021 07:01 Fv: Sigrún Ósk Jakobsdóttir, Ella Sigga Guðlaugsdóttir og Ketill Berg Magnússon. Vísir/Vilhelm Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. Í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins fjallar Atvinnulífið á Vísi um það helsta framundan í mannauðsmálum vinnustaða í kjölfar Covid og bólusetninga. Í gær var rætt við formann Mannauðs, Ásdísi Eiri Símonardóttur, en í dag heyrum við í þremur mannauðstjórum um hvað þeir telja að verði mest áberandi breytingin í mannauðsmálum, í samanburði við fyrir Covid. Spurningin sem mannauðstjórarnir voru beðnir um að svara er svohljóðandi: Hvað telur þú að verði öðruvísi í mannauðsmálum til framtíðar, í samanburði við fyrir Covid? Sveigjanleg kerfi fyrir starfsfólk Ella Sigga Guðlaugsdóttir. Ella Sigga Guðlaugsdóttir, mannauðstjóri Alvotech: „Mannauðsstjórar hafa verið leiðandi í stórum umbreytingaverkefnum innan fyrirtækja undanfarin ár. Sem dæmi má nefna persónuverndarlöggjöf (GDPR), Jafnlaunavottun og verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð. Töluvert hefur verið fjallað um framtíð starfa, fjórðu iðnbyltinguna og mismunandi kynslóðir á vinnumarkaði. Þetta eru áskoranir sem við sem störfum í mannauðsmálum höfum verið að undirbúa okkur og okkar fyrirtæki undir. Covid hefur hraðar þeim umbreytingum. Covid hefur einnig sýnt okkur hversu mikla aðlögunarhæfni við höfum og hvað er hægt að gera þegar mikið er í húfi. Flest okkar sem starfa við mannauðsmál fórum skyndilega að leiða einhverskonar Covid teymi og vorum lykilaðilar í að vernda öryggi og heilsu starfsmanna. En hvað gerist þegar öryggi og heilsu er ekki lengur ógnað? Einhverjir hafa bent á það að framleiðni í Covid hefur ekki minnkað og í einhverjum tilfellum jafnvel aukist og spurningar vakna af hverju höldum við þá ekki bara áfram með alla í fjarvinnu? Það er mikilvægt að halda til haga að ástæða þess að vel gekk í Covid var hversu tilbúin við vorum að standa saman sem samfélag og það sama á við um vinnustaði. Vinnustaðir eru samfélög þar sem byggja þarf upp menningu og það gerist ekki af sjálfu sér. Það má kannski orða það svo að við gengum á það sem við höfðum byggt upp og það má ekki gleymast að margir þurftu að leggja mikið á sig til að halda öllu gangandi í heimsfaraldri. Það er margt jákvætt og gott sem við tökum með okkur inn í nýjan veruleika ég tel að mannauðsfólk sé nú þegar leiðandi í þeirri vinnu; velta upp nýjum aðferðum, bjóða upp á fjarvinnu að hluta til eða að fullu. Hanna sveigjanlegri kerfi sem hver einn starfsmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Huga að jafnvægi milli vinnu og einkalífs, sem óneitanlega verður flóknara þegar unnið er að heiman. Ræða mikilvægi þess að virkja flæði hugmynda sem verða til í óformlegum samskiptum við kaffivélina eða í matartímum og velta því upp hvernig kynnumst, vinnum og stöndum saman ef við erum sjaldnar í sama rými. Ég er þeirrar skoðunar að til þess að fyrirtæki og starfsmenn geti blómstrað til framtíðar þarf markvisst að vinna í því að skapa menningu sem einkennist af fjölbreytileika, samvinnu, virðingu, samkennd og trausti. Umhverfi þar sem hugmyndir eru ræddar og áhersla á að allir hafi tækifæri til að koma með eitthvað að borðinu. Slíkt umhverfi verður ekki til af sjálfu sér og hér þurfum við mannauðsfólk að vera leiðandi.“ Þetta snýst fyrst um fólk Ketill Berg Magnússon. Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og Rússlandi: „Ef við prófum að horfa framhjá öllu því slæma við Kórónavírusinn þá held ég að við getum lært mjög margt af faraldrinum. Það má líta á þetta ár sem stóra félagslega tilraun um vinnuumhverfi fólks. Í einni svipan voru teknir í burtu þættir sem við höfum hingað til talið nauðsynleg skilyrði til þess að starfsfólk nái árangri í starfi og því settar mun þrengri skorður til að athafna sig og eiga samskipti. Grundvallarþættir eins og að geta hitt viðskiptavininn augliti til auglitis, geta farið og sett upp eða gert við lausn í vinnslu, vera á sama tíma í sama rými og vinnufélagarnir, nota líkamstjáningu í ríkum mæli til að leggja áherslu á orð sín, fá vinnufélagann til að koma og handleika prótótýpu eða hönnunarhlut. Allt þetta var tekið í burtu, en í staðinn fengum við tækifæri til að sjá hvernig einstaklingar og teymi virka án þessara þátta. Með mannlega nálgun og góðri mannauðsstjórnun hefur mörgum fyrirtækjum tekist að lágmarka skaðann sem faraldurinn hefur valdið. Fyrir okkur mannauðsfólk var faraldurinn áminning um að fyrirtæki og viðskipta snúast fyrst um starfsfólk. Á krísutímum í rekstri er eðlilegt að hafa áhyggjur af tímasetningum, verkferlum og fjárhagslegum hagnaði. Stundum gera stjórnendur þau mistök að forgangsraða verkefnum og horfa framhjá líðan starfsfólks. Covid tíminn hefur kennt okkur að setja heilsu og öryggi starfsfólks í fyrsta forgang. Ef framtíðarsýnin fyrirtækisins er skýr og búið er að sameinast um grunngildi fyrirtæksins þá mun starfsfólk sem finnur stuðning frá fyrirtækinu gera allt sem það getur til að fyrirtækið nái árangri og standist skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum. Sumir stjórnendur höfðu áhyggjur af því að geta ekki fylgst nægjanlega vel með starfsfólki sem gat og þurfti að vinna heima. Kórónafaraldurinn hefur kennt þessum stjórnendum að ef verkefnin eru vel skilgreind, væntingar um árangur eru skýrar og samskiptin eru í góðum farvegi þá skiptir engu máli hvar og hvenær starfsmaðurinn vinnur verkefnin sín. Fyrir Covid vorum voru fyrirtæki að byrja að styðja við andlega vellíðan starfsfólks eins og líkamlega vellíðan. Breyttar vinnuaðstæður og aukið álag starfsfólk í faraldrinum hefur undirstrikað mikilvægi andlegs heilbrigðis. Það var ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð. Mannauðsfólk og stjórnendur eru nú óhræddari að ræða tengsl árangurs í starfi við þætti eins og sálfræðilegt öryggi í teymum, vinnuálag, einmanaleika og jafnvægi vinnu og einkalífs. Áður litum við á það sem staðreynd að vinnan tæki toll af einkalífinu okkar. Nú held ég að við höfum séð að vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku sem getur stutt við aðra þætti í okkar lífi. Á svipaðan hátt og þú ferð í fjallgöngu til að njóta lífsins og sækja kraft úr náttúrunni, þá hlakkar þú til næsta verkefnis í vinnunni því það gefur þér sjálfstraust, jákvæð samskipti og orku sem þú tekur með þér í aðra þætti lífsins.“ Starfsmannaleit og ráðningar að breytast Sigrún Ósk Jakobsdóttir. Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðstjóri Advania: „Það hefur ýmislegt breyst síðastliðið ár en ég held það sé óhætt að segja að það sem hefur tekið langmestum breytingum er fyrirkomulag vinnu. Út um allan heim var fólk neytt til að vinna heima og hafði það ýmiskonar áhrif, bæði jákvæð og neikvæð. Tel ég alveg ljóst að vinnustaðir fari aldrei aftur í fyrra horf. Vinnustaður framtíðarinnar verður blandaður þar sem sumir verða alfarið í fjarvinnu, aðrir með viðveru á vinnustöðinni en flestir blanda þessu tvennu saman. Að auki verður meiri sveigjanleiki á vinnutíma, verkefnaskilum og vinnufyrirkomulagi. Sveigjanleikanum fylgja ótal áskoranir í stjórnun. Það er talsvert auðveldara að stjórna hópi og halda yfirsýn þegar allir eru á sömu vinnustöðinni átta tíma á dag, fimm daga vikunnar. Það er auðveldara að átta sig á stemmingunni í hópnum, hvernig fólki líður, hvenær er þörf á stuðningi eða spjalli. Verkefni okkar mannauðsfólksins verður því einnig að styðja við stjórnendur í því að stjórna hópi sem mögulega hittist aldrei. Þetta gerum við með því að skapa umgjörð, nýta réttu tæknina, stilla upp ferlum og miðla upplýsingum og fræðslu. Að auki þurfum við að temja okkur leiðir til að meta afköst starfsfólks með öðrum hætti en klukkutímum og mínútum, því hver mælir tímann þegar fólk vinnur utan vinnustaðarins? Ef fólk getur unnið hvar sem er, hefur það óhjákvæmilega þau áhrif að framboð mögulegs starfsfólks mun aukast til muna. Þegar fyrirtæki auglýsir lausar stöður kemur fleira fólk til greina en þeir með búsetu í sama landshluta. Við hjá Advania sjáum nú þegar breytingar á þessu. Í auknu mæli fáum við umsóknir víðsvegar að af landinu og jafnvel frá fólki sem er búsett í öðrum löndum. Rannsóknir hafa sýnt að stór hluti fólks sér fyrir sér flutninga milli landshluta eða landa verði fjarvinna í boði til frambúðar. Starfsmannaleit og ráðningar framtíðarinnar munu því einnig breytast. Það er okkar mannauðsfólks að styðja við þessar breytingar. Við þurfum að vera leiðandi í að skapa vinnuumhverfi sem styður nýtt fyrirkomulag. Það merkir að tryggja að rétta tæknin sé til staðar en einnig að menningin, ferlarnir og stefnan styðji við þennan nýja veruleika.“ Stjórnun Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Góðu ráðin Tengdar fréttir 35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. 7. maí 2021 07:01 Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. 5. maí 2021 07:01 Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30. apríl 2021 07:01 „Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01 Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins fjallar Atvinnulífið á Vísi um það helsta framundan í mannauðsmálum vinnustaða í kjölfar Covid og bólusetninga. Í gær var rætt við formann Mannauðs, Ásdísi Eiri Símonardóttur, en í dag heyrum við í þremur mannauðstjórum um hvað þeir telja að verði mest áberandi breytingin í mannauðsmálum, í samanburði við fyrir Covid. Spurningin sem mannauðstjórarnir voru beðnir um að svara er svohljóðandi: Hvað telur þú að verði öðruvísi í mannauðsmálum til framtíðar, í samanburði við fyrir Covid? Sveigjanleg kerfi fyrir starfsfólk Ella Sigga Guðlaugsdóttir. Ella Sigga Guðlaugsdóttir, mannauðstjóri Alvotech: „Mannauðsstjórar hafa verið leiðandi í stórum umbreytingaverkefnum innan fyrirtækja undanfarin ár. Sem dæmi má nefna persónuverndarlöggjöf (GDPR), Jafnlaunavottun og verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð. Töluvert hefur verið fjallað um framtíð starfa, fjórðu iðnbyltinguna og mismunandi kynslóðir á vinnumarkaði. Þetta eru áskoranir sem við sem störfum í mannauðsmálum höfum verið að undirbúa okkur og okkar fyrirtæki undir. Covid hefur hraðar þeim umbreytingum. Covid hefur einnig sýnt okkur hversu mikla aðlögunarhæfni við höfum og hvað er hægt að gera þegar mikið er í húfi. Flest okkar sem starfa við mannauðsmál fórum skyndilega að leiða einhverskonar Covid teymi og vorum lykilaðilar í að vernda öryggi og heilsu starfsmanna. En hvað gerist þegar öryggi og heilsu er ekki lengur ógnað? Einhverjir hafa bent á það að framleiðni í Covid hefur ekki minnkað og í einhverjum tilfellum jafnvel aukist og spurningar vakna af hverju höldum við þá ekki bara áfram með alla í fjarvinnu? Það er mikilvægt að halda til haga að ástæða þess að vel gekk í Covid var hversu tilbúin við vorum að standa saman sem samfélag og það sama á við um vinnustaði. Vinnustaðir eru samfélög þar sem byggja þarf upp menningu og það gerist ekki af sjálfu sér. Það má kannski orða það svo að við gengum á það sem við höfðum byggt upp og það má ekki gleymast að margir þurftu að leggja mikið á sig til að halda öllu gangandi í heimsfaraldri. Það er margt jákvætt og gott sem við tökum með okkur inn í nýjan veruleika ég tel að mannauðsfólk sé nú þegar leiðandi í þeirri vinnu; velta upp nýjum aðferðum, bjóða upp á fjarvinnu að hluta til eða að fullu. Hanna sveigjanlegri kerfi sem hver einn starfsmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Huga að jafnvægi milli vinnu og einkalífs, sem óneitanlega verður flóknara þegar unnið er að heiman. Ræða mikilvægi þess að virkja flæði hugmynda sem verða til í óformlegum samskiptum við kaffivélina eða í matartímum og velta því upp hvernig kynnumst, vinnum og stöndum saman ef við erum sjaldnar í sama rými. Ég er þeirrar skoðunar að til þess að fyrirtæki og starfsmenn geti blómstrað til framtíðar þarf markvisst að vinna í því að skapa menningu sem einkennist af fjölbreytileika, samvinnu, virðingu, samkennd og trausti. Umhverfi þar sem hugmyndir eru ræddar og áhersla á að allir hafi tækifæri til að koma með eitthvað að borðinu. Slíkt umhverfi verður ekki til af sjálfu sér og hér þurfum við mannauðsfólk að vera leiðandi.“ Þetta snýst fyrst um fólk Ketill Berg Magnússon. Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og Rússlandi: „Ef við prófum að horfa framhjá öllu því slæma við Kórónavírusinn þá held ég að við getum lært mjög margt af faraldrinum. Það má líta á þetta ár sem stóra félagslega tilraun um vinnuumhverfi fólks. Í einni svipan voru teknir í burtu þættir sem við höfum hingað til talið nauðsynleg skilyrði til þess að starfsfólk nái árangri í starfi og því settar mun þrengri skorður til að athafna sig og eiga samskipti. Grundvallarþættir eins og að geta hitt viðskiptavininn augliti til auglitis, geta farið og sett upp eða gert við lausn í vinnslu, vera á sama tíma í sama rými og vinnufélagarnir, nota líkamstjáningu í ríkum mæli til að leggja áherslu á orð sín, fá vinnufélagann til að koma og handleika prótótýpu eða hönnunarhlut. Allt þetta var tekið í burtu, en í staðinn fengum við tækifæri til að sjá hvernig einstaklingar og teymi virka án þessara þátta. Með mannlega nálgun og góðri mannauðsstjórnun hefur mörgum fyrirtækjum tekist að lágmarka skaðann sem faraldurinn hefur valdið. Fyrir okkur mannauðsfólk var faraldurinn áminning um að fyrirtæki og viðskipta snúast fyrst um starfsfólk. Á krísutímum í rekstri er eðlilegt að hafa áhyggjur af tímasetningum, verkferlum og fjárhagslegum hagnaði. Stundum gera stjórnendur þau mistök að forgangsraða verkefnum og horfa framhjá líðan starfsfólks. Covid tíminn hefur kennt okkur að setja heilsu og öryggi starfsfólks í fyrsta forgang. Ef framtíðarsýnin fyrirtækisins er skýr og búið er að sameinast um grunngildi fyrirtæksins þá mun starfsfólk sem finnur stuðning frá fyrirtækinu gera allt sem það getur til að fyrirtækið nái árangri og standist skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum. Sumir stjórnendur höfðu áhyggjur af því að geta ekki fylgst nægjanlega vel með starfsfólki sem gat og þurfti að vinna heima. Kórónafaraldurinn hefur kennt þessum stjórnendum að ef verkefnin eru vel skilgreind, væntingar um árangur eru skýrar og samskiptin eru í góðum farvegi þá skiptir engu máli hvar og hvenær starfsmaðurinn vinnur verkefnin sín. Fyrir Covid vorum voru fyrirtæki að byrja að styðja við andlega vellíðan starfsfólks eins og líkamlega vellíðan. Breyttar vinnuaðstæður og aukið álag starfsfólk í faraldrinum hefur undirstrikað mikilvægi andlegs heilbrigðis. Það var ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð. Mannauðsfólk og stjórnendur eru nú óhræddari að ræða tengsl árangurs í starfi við þætti eins og sálfræðilegt öryggi í teymum, vinnuálag, einmanaleika og jafnvægi vinnu og einkalífs. Áður litum við á það sem staðreynd að vinnan tæki toll af einkalífinu okkar. Nú held ég að við höfum séð að vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku sem getur stutt við aðra þætti í okkar lífi. Á svipaðan hátt og þú ferð í fjallgöngu til að njóta lífsins og sækja kraft úr náttúrunni, þá hlakkar þú til næsta verkefnis í vinnunni því það gefur þér sjálfstraust, jákvæð samskipti og orku sem þú tekur með þér í aðra þætti lífsins.“ Starfsmannaleit og ráðningar að breytast Sigrún Ósk Jakobsdóttir. Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðstjóri Advania: „Það hefur ýmislegt breyst síðastliðið ár en ég held það sé óhætt að segja að það sem hefur tekið langmestum breytingum er fyrirkomulag vinnu. Út um allan heim var fólk neytt til að vinna heima og hafði það ýmiskonar áhrif, bæði jákvæð og neikvæð. Tel ég alveg ljóst að vinnustaðir fari aldrei aftur í fyrra horf. Vinnustaður framtíðarinnar verður blandaður þar sem sumir verða alfarið í fjarvinnu, aðrir með viðveru á vinnustöðinni en flestir blanda þessu tvennu saman. Að auki verður meiri sveigjanleiki á vinnutíma, verkefnaskilum og vinnufyrirkomulagi. Sveigjanleikanum fylgja ótal áskoranir í stjórnun. Það er talsvert auðveldara að stjórna hópi og halda yfirsýn þegar allir eru á sömu vinnustöðinni átta tíma á dag, fimm daga vikunnar. Það er auðveldara að átta sig á stemmingunni í hópnum, hvernig fólki líður, hvenær er þörf á stuðningi eða spjalli. Verkefni okkar mannauðsfólksins verður því einnig að styðja við stjórnendur í því að stjórna hópi sem mögulega hittist aldrei. Þetta gerum við með því að skapa umgjörð, nýta réttu tæknina, stilla upp ferlum og miðla upplýsingum og fræðslu. Að auki þurfum við að temja okkur leiðir til að meta afköst starfsfólks með öðrum hætti en klukkutímum og mínútum, því hver mælir tímann þegar fólk vinnur utan vinnustaðarins? Ef fólk getur unnið hvar sem er, hefur það óhjákvæmilega þau áhrif að framboð mögulegs starfsfólks mun aukast til muna. Þegar fyrirtæki auglýsir lausar stöður kemur fleira fólk til greina en þeir með búsetu í sama landshluta. Við hjá Advania sjáum nú þegar breytingar á þessu. Í auknu mæli fáum við umsóknir víðsvegar að af landinu og jafnvel frá fólki sem er búsett í öðrum löndum. Rannsóknir hafa sýnt að stór hluti fólks sér fyrir sér flutninga milli landshluta eða landa verði fjarvinna í boði til frambúðar. Starfsmannaleit og ráðningar framtíðarinnar munu því einnig breytast. Það er okkar mannauðsfólks að styðja við þessar breytingar. Við þurfum að vera leiðandi í að skapa vinnuumhverfi sem styður nýtt fyrirkomulag. Það merkir að tryggja að rétta tæknin sé til staðar en einnig að menningin, ferlarnir og stefnan styðji við þennan nýja veruleika.“
Stjórnun Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Góðu ráðin Tengdar fréttir 35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. 7. maí 2021 07:01 Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. 5. maí 2021 07:01 Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30. apríl 2021 07:01 „Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01 Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
35 prósent starfsfólks á Íslandi í basli með líf sitt „Einna áhugaverðast er að rannsóknir tengdar bókinni styðja það enn og aftur að ein áhrifaríkasta leiðin til skapa heilbrigt starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á starfsfólk er að gefa fólki tækifæri til að vaxa og nýta styrkleika sína í starfi, að sinna verkefnum sem því fellur vel að inna af hendi og hæfileikar þess nýtast,“ segir Marta Gall Jörgensen sérfræðingur hjá Gallup um nýútkomna bók, Wellbeing at Work: How to Build Resilient and Thriving Teams, eftir Jim Clifton stjórnarformann og framkvæmdastjóra Gallup á heimsvísu og Jim Harter, yfirrannsóknarstjóra. 7. maí 2021 07:01
Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. 5. maí 2021 07:01
Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30. apríl 2021 07:01
„Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01
Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28. apríl 2021 07:00