Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. maí 2021 09:00 Tvíburabræðurnir Gunnar og Magnús Gunnarssynir. Vísir/Vilhelm „Það var oft erfitt á kvikmyndasýningunum erlendis því að við vorum svo ungir að fólk tók ekki mark á okkur. Við vorum því alltaf best klæddir af öllum, en þannig reyndum við að byggja upp trúverðugleika og virðast eldri,“ segir Magnús Geir Gunnarsson. Magnús Geir rifjar upp þá tíma þegar að hann og tvíburabróðir hans Gunnar, voru fyrst að hasla sér völl í heimi kvikmynda- og sjónvarpsefnis. Síðan þá, eru bræðurnir fyrir löngu orðnir þeir stærstu á Independent-markaðinum og hafa fjárfest í mörgum af stærstu myndum kvikmyndasögunnar. Til dæmis Lord of The Rings. Í fyrra fjárfestu þeir í íslenskum kvikmyndum: Síðustu veiðiferðinni og Ömmu Hófí. Væntanlegar eru Saumaklúbburinn og framhald á Síðustu veiðiferðinni. „Sú mynd mun heita Allra síðasta veiðiferðin og ég hló allan tímann sem ég las handritið,“ segir Gunnar. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við viðskipta- og rekstrarsögu tvíburanna í Myndform, Gunnars og Magnúsar Geirs Gunnarssona. Grásleppukarlar Gunnar og Magnús eru fæddir 2.ágúst árið 1961. Þeir ólust upp á bænum Breiðholti í Garðahverfi á Álftanesi. Þar býr Gunnar Yngvason faðir þeirra enn, níræður og sprækur segja synirnir. Móðir drengjanna, Geirþrúður Eggertína Ársælsdóttir, er látin. Mamma var hálf þýsk því afi fór til Þýskalands í steinsmiðjunám og kynntist ömmu þar nokkrum árum fyrir síðari heimstyrjöldina. Pabbi afa, stofnaði Steinsmiðjuna. Hún var síðan seld og varð hluti af S. Helgason Steinsmiðja,“ segir Gunnar en Magnús Geir er einmitt skírður í höfuðið á þessum langafa sínum, sem hét Magnús Geir Guðnason. Pabbi bræðranna, Gunnar, var grásleppusjómaður og muna bræðurnir æskuna ekki öðruvísi en að hafa verið á grásleppu með pabba sínum. „Ég fór sjálfur í þá útgerð og keypti bát 18 ára,“ segir Magnús. „Og ég keypti bát með Högna bróður þegar að ég var 19 ára,“ segir Gunnar. Magnús er einnig lærður bakarameistari. „Ég hugsaði með mér að með þau réttindi væri ég öruggur um að geta alltaf stofnað minn eigin rekstur,“ segir Magnús. En var það svona sterkt í ykkur strax að vilja fara út í eigin rekstur? „Já,“ svara bræðurnir samróma. Magnús, ásamt eiginkonu sinni Hafdísi Lindu Eggertsdóttur og börnum. Fv: Eggert Aron, Magnús Geir, Magnús og Linda, Telma Dís og Sandra Björk. Í dag er Sandra Björk markaðstjóri Myndforms og Laugarásbíó og Eggert er yfir prentsmiðju Myndforms. Linda hefur alla tíð komið að rekstrinum, allt frá því að bræðurnir ráku myndbandaleigur.Vísir/Vilhelm Stofna myndbandaleigur Árið 1983 ákváðu tvíburabræðurnir að opna myndbandaleigu. Þá 22 ára. Fyrsta myndbandaleiga bræðranna hét Myndberg en hún var staðsett á Hótel Esju. Árið 1984 og 1985 opnuðu þeir myndbandaleiguna Heimamynd og ráku hana á þremur stöðum. Á Langholtsvegi og á tveimur stöðum í Grafarvogi. „Þetta var algjör bilun. Um jólin voru til dæmis allar myndir leigðar út með tölu,“ segir Magnús. Það var líka mikið leigt á fimmtudagskvöldum því þá var ekkert sjónvarp fyrr en Stöð 2 var stofnuð,“ segir Gunnar og bætir við að það sama hafi gilt um júlímánuð þegar RÚV fór í sumarfrí. Gunnar og eiginkona hans, Erla Geirsdóttir, ásamt sonum sínum, þeim Gunnari (fv.) og Geir (th). Á myndina vantar dóttur Gunnars og Erlu, Kristínu Evu, en hún er í námi erlendis. Geir tók við sem framkvæmdastjóri Myndforms í fyrra og er núna sá sem fer erlendis á allar kvikmyndasýningar með föður sínum. Gunnar starfar hjá Myndform í stefnuótun og við hugbúnað. Erla er fjármálastjórinn og hefur komið að rekstri bræðranna frá fyrstu tíð myndbandaleiganna.Vísir/Vilhelm Myndform verður til Bræðrunum fannst strax mjög mikilvægt að texta sem flestar VHS spólur sem voru til útleigu hjá þeim. Því á þessum tíma var algengt að myndbandaleigur væru með ótextaðar myndir. En textunin var dýr. Árið 1984 stofnuðu þeir Myndform með kollegum sínum, Snorra Hallgrímssyni og Óla Styff. Þeir ráku líka myndbandaleigu og Snorri hafði unnið á sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum í fjögur ár. Hann hafði tækniþekkinguna sem til þurfti og með honum keyptum við tækin til að fara að texta efni sjálfir,“ segir Gunnar. Enn í dag er Snorri þriðjungseigandi að Myndform. „Enda er hann löngu orðinn eins og einn af fjölskyldunni,“ segja bræðurnir. Þá fór Myndform að fjölfalda VHS spólur fyrir aðra. Til að byrja með var Myndform staðsett í sama húsi og Kays vörulistinn sálugi en árið 1995 fluttist Myndform í Trönuhraunið þar sem fyrirtækið er enn staðsett í um 1200 fermetra húsnæði. „Pétur Kristjánsson lék fyrir dansi þegar að við opnuðum þar,“ segir Gunnar. Eigendur Myndforms, fv.: Magnús, Snorri og Gunnar. Að sögn bræðranna er Snorri fyrir löngu orðinn einn af fjölskyldunni enda hafa þeir verið saman í rekstri frá árinu 1984. Bíóbransinn Þrátt fyrir ungan aldur fóru bræðurnir fljótt að hasla sér völl á Independent-kvikmyndamarkaðinum. Þar sömdu þeir um réttindi mynda til að sýna þær í kvikmyndahúsum, leigja út, selja í verslunum eða selja til sýninga í sjónvarpi. Independent markaðurinn virkar þannig að kaupendur um allan heim greiða 20% fyrirfram og tryggja þannig framleiðslu kvikmyndanna. Þetta þýðir að í hartnær fjörtíu ár, hafa tvíburabræðurnir fjárfest í framleiðslu kvikmynda. Maður þarf svolítið að veðja á það hvaða myndir verða góðar og hverjar ekki,“ útskýra bræðurnir. Vinsælast til útleigu voru myndir sem búið var að sýna í bíó. Fyrir stærstu myndirnar sem þeir keyptu erlendis, sömdu þeir því stundum við Laugarásbíó um að sýna fyrst myndirnar þar, áður en þær fóru á myndbandaleigurnar eða í sjónvarp. Árið 1993 tóku þeir síðan við rekstri Laugarásbíós, sem þeir reka enn. Þá eru þeir þriðjungseigendur Borgarbíós á Akureyri. Hvaða myndir fjárfestuð þið í, sem voru fyrstu stóru myndirnar ykkar í Laugarásbíó? „Dumb and Dumber, Mask og Seven.“ Gunnar og Sean Connery á góðri stundu. Veisluhöld með heimsfrægum stjörnum Þegar komið er inn á skrifstofu Myndforms er ekki hægt að ímynda sér að margir aðrir Íslendingar hafi hitt jafn margar heimsfrægar stórstjörnur og bræðurnir. Heilu veggirnir eru prýddar myndum með hverri stórstjörnunni á fætur annarri. Allt frá Michael Jackson yfir í Sean Connery eða frægustu leikstjóra allra tíma. Enda eru þær ófáar veislurnar þar sem bræðurnir hafa hitt frægt fólk, borðað með þeim kvöldverði, setið kynningarfundi eða spilað með þeim golf. Stærstu sölusýningar kvikmyndaefnis eru kvikmyndahátíðin í Cannes, American Film Market og nú Berlínarhátíðin. Þessar sýningar hafa þeir sótt frá árinu 1984. Talið berst að Lord of The Rings. „Það vissu allir að annað hvort yrðu þetta risamyndir eða algjört flopp. Tæknin réði varla við þær og aldrei áður hafði þríleikur verið framleiddur strax en verið til sýningar á þremur árum. Við fengum „Take it or leave it tilboð“ og ákváðum að vera með,“ segir Gunnar. Nokkrum árum síðar sömdu þeir á svipuðum nótum um Hobbitamyndirnar. Lord of the Rings veislan var reyndar flottasta veisla sem við höfum farið í því í Cannes var búið að byggja upp heilt Hobbitaþorp og í grenndinni var byggður skógur þaðan sem heyrðust drunur og hljóð eins og í myndunum. Á svæðinu voru riddararnir á hestum, við drukkum úr krúsum hobbitanna og allt starfsfólkið var klætt sem hobbitar eða aðrir karakterar úr Lord of the Rings“ segir Magnús. Magnús og Jason Statham saman í veislu. Talsetningin vex og dafnar Að sögn bræðranna hefur tæknin breyst mikið síðustu áratugina og velgengni Myndform ekki síst í því fólgin að starfsemin hefur alltaf verið í sífelldri þróun. Til dæmis tók fjölföldun DVD við fjölföldun VHS spólanna. Þá jókst tölvuvinnslan því Myndform sá um að búa til „Menu“ á íslensku og reyndar fyrir myndir Svensk Film líka á Norðurlöndunum. Lengi hefur Myndform verið með stóra markaðshlutdeild á barnaefni fyrir kvikmyndahús og sjónvarpsstöðvar. Árið 2011 bættist talsetningin við starfsemi Myndforms. Eitt verkefnið sem nú er verið að vinna þar, er talsetning á íslenskum sjónvarpsseríum fyrir Baltasar Kormák yfir á ensku. Netflix vill hreiminn þannig að þeir vilja að íslensku leikararnir döbbi talið á ensku. Við höfum alltaf unnið mikið fyrir Baltasar og það leggja fáir jafn mikla áherslu á gæði og hann,“ segir Gunnar. Snorri og Gunnar með Selmu Hayek. En hér er þó ekki allt upptalið. Frá árinu 2009 hefur Myndform verið með stóra hlutdeild í sölu borðspila, eða allt frá því að spilið Alias sló fyrst í gegn. Þá hefur Myndform gefið út einstaka bækur, til dæmis Ævisögu Ladda. Í dag er einnig verið að selja smoothies drykki, bangsa og fleira. „Við erum að fara að bæta við orkudrykkjum en í raun snýst þetta um að við erum að nýta betur þá dreifingu sem við erum nú þegar með til verslana,“ segir Magnús. Í kjallara Myndforms er einnig rekin myndarleg prentsmiðja ásamt bíla- og rúðumerkingum, sem fyrirhugað er að muni stækka í umsvifum á næstu vikum. Á leið í veislu með stórstjörnum á kvikmyndahátíð erlendis, fv.: Linda og Magnús, Erla og Gunnar. Fjölskyldan Eiginkona Gunnars, Erla Geirsdóttir, er í dag fjármálastjóri Myndforms en byrjaði strax 1983 að vinna á Heimamynd. Börn þeirra eru Geir fæddur 1984, Gunnar fæddur 1993 og Kristín Eva fædd 1997. Eiginkona Magnúsar er Hafdís Linda Eggertsdóttir. Hún starfar einnig í Myndformi í dag en byrjaði að vinna hjá Heimamynd árið 1986. Börn þeirra eru Eggert Aron fæddur 1990, Telma Dís fædd 1993 og Magnús Geir fæddur árið 2006. Fyrir átti Magnús dótturina Söndru Björk sem er fædd árið 1980. Bræðurnir viðurkenna að þeir eigi eiginkonum sínum mikið að þakka. „Við unnum öll kvöld og allar helgar fyrstu tíu árin,“ segir Gunnar og Magnús bætir við: „Og nýttum jólin til að ganga frá uppgjörunum.“ Ég held reyndar að Erla hafi ekkert treyst mér fyrir uppeldinu. Ég gleymdi til dæmis Geir í Kringlunni þegar hann var bara sex ára,“ segir Gunnar og hlær. Magnús kinkar skilningsríkur kolli og segir: Já þetta gerðist hjá mér líka. Stelpurnar í bíóinu hringdu í mig og spurðu hvort ég hefði ekki gleymt einhverju. Ég sagði nei. En þá sögðu þær að ég hefði gleymt Thelmu Dís þar.“ Í dag er sonurinn Geir tekinn við sem framkvæmdastjóri, Sandra Björk er markaðsstjóri, Eggert er yfir prentsmiðjunni og Gunnar yngri starfar hjá Myndform við stefnumótun og hugbúnað. Þá hefur Sólrún systir bræðranna unnið á skrifstofunni alla sína starfsævi. En þótt velgengni einkenni sögu bræðranna, hefur fjölskyldan líka þurft að takast á við stór áföll. Móðir bræðranna lést aðeins 54 ára gömul úr krabbameini. Þá lést bróðir þeirra, Ársæll Karl Gunnarsson, 54 ára úr krabbameini. „Hann var mikið í hestunum og leit út eins og Bud Spencer,“ segir Gunnar. Árið 1986 var Hildur systir þeirra myrt. Þá aðeins 29 ára gömul. „Margir muna eftir þessu máli sem Ferjubakkarmálinu,“ segir Gunnar. Í fyrra reið síðan stórt áfall yfir. Magnús greindist með sjaldgæft beinmergskrabbamein og varð mjög veikur um tíma. Magnús hefur náð undraverðum bata en bræðurnir segja mikilvægt í umræðunni um krabbamein að gefa öðrum fjölskyldum, sem glíma við veikindi ástvina, von og trú. Því sama hversu erfið veikindi eru, sé mikilvægt að halda í jákvæðnina og baráttuviljann og margt fólk nái góðum bata eins og Magnús. Gunnar viðurkennir þó að þetta hafi verið erfiður tími. Fólk fari í gegnum alls kyns tilfinningar og hugsanir, enda sé það bara mannlegt. Ég varð eiginlega bara reiður. Mér fannst svo óréttlátt að hann skyldi veikjast en ekki ég. Og auðvitað breytir þetta lífsýninni hjá manni. Maggi er bara svo duglegur og hraustur og hefur allan tímann verið með rétta hugarfarið. Það var þessi styrkleiki hans sem skipti sköpum,“ segir Gunnar. Hluti starfsfólks í Myndform en bræðurnir segja velgengnina ekkert síður að þakka frábærum hópi starfsfólks. Hjá Myndform hafa sumir starfað í áraraðir.Vísir/Vilhelm Gamlir karlar á Flórída Alla tíð hafa bræðurnir verið í ýmsum hliðarverkefnum. Til dæmis eiga þeir 12% í Raufarhólshelli í Ölfusi, sem þeir segja mjög skemmtilegu verkefni. Þá segja þeir velgengnina einnig að þakka frábæru starfsfólki, sem sumt hefur unnið hjá þeim í áraraðir. Magnús og Gunnar lofa stórveislu í frumsýningum kvikmynda framundan. Meðal nýrra mynda á þeirra vegum er ný James Bond mynd. Vísir/Vilhelm Framundan lofa þeir líka stórveislu í kvikmyndahúsum. Því vegna Covid frestuðust svo margar frumsýningar. Meðal stórmynda sem þeir eru með á sinni könnu eru myndir eins og James Bond myndin No Time to Die, Fast and Furious 9, Saumaklúbburinn, Black Widow og Croods 2. Að sögn bræðranna hefur neysla á kvikmynda- og sjónvarpsefni aldrei verið meiri í heiminum en nú. Og ekkert lát virðist á þeim vexti. Allt hófst þetta þó á rúntinum. „Við rúntuðum um allan bæ að leita af hugmyndum um rekstur sem við gætum farið í saman. En við höfum líka alltaf verið varkárir í rekstri“ segir Gunnar. Við gátum aldrei hugsað okkur að vinna fyrir aðra. Enda skuldum við engum neitt og erum ekki með eitt einasta bankalán,“ segir Magnús. Þeir segjast hvorugir vita hvenær það verður sem þeir sleppa alveg tökum á rekstrinum. Ef það gerist einhvern tímann. Draumurinn er þó að á efri árunum dvelji þeir meira langdvölum í húsum sínum á Flórída: „Og spilum golf!“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00 „Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Magnús Geir rifjar upp þá tíma þegar að hann og tvíburabróðir hans Gunnar, voru fyrst að hasla sér völl í heimi kvikmynda- og sjónvarpsefnis. Síðan þá, eru bræðurnir fyrir löngu orðnir þeir stærstu á Independent-markaðinum og hafa fjárfest í mörgum af stærstu myndum kvikmyndasögunnar. Til dæmis Lord of The Rings. Í fyrra fjárfestu þeir í íslenskum kvikmyndum: Síðustu veiðiferðinni og Ömmu Hófí. Væntanlegar eru Saumaklúbburinn og framhald á Síðustu veiðiferðinni. „Sú mynd mun heita Allra síðasta veiðiferðin og ég hló allan tímann sem ég las handritið,“ segir Gunnar. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við viðskipta- og rekstrarsögu tvíburanna í Myndform, Gunnars og Magnúsar Geirs Gunnarssona. Grásleppukarlar Gunnar og Magnús eru fæddir 2.ágúst árið 1961. Þeir ólust upp á bænum Breiðholti í Garðahverfi á Álftanesi. Þar býr Gunnar Yngvason faðir þeirra enn, níræður og sprækur segja synirnir. Móðir drengjanna, Geirþrúður Eggertína Ársælsdóttir, er látin. Mamma var hálf þýsk því afi fór til Þýskalands í steinsmiðjunám og kynntist ömmu þar nokkrum árum fyrir síðari heimstyrjöldina. Pabbi afa, stofnaði Steinsmiðjuna. Hún var síðan seld og varð hluti af S. Helgason Steinsmiðja,“ segir Gunnar en Magnús Geir er einmitt skírður í höfuðið á þessum langafa sínum, sem hét Magnús Geir Guðnason. Pabbi bræðranna, Gunnar, var grásleppusjómaður og muna bræðurnir æskuna ekki öðruvísi en að hafa verið á grásleppu með pabba sínum. „Ég fór sjálfur í þá útgerð og keypti bát 18 ára,“ segir Magnús. „Og ég keypti bát með Högna bróður þegar að ég var 19 ára,“ segir Gunnar. Magnús er einnig lærður bakarameistari. „Ég hugsaði með mér að með þau réttindi væri ég öruggur um að geta alltaf stofnað minn eigin rekstur,“ segir Magnús. En var það svona sterkt í ykkur strax að vilja fara út í eigin rekstur? „Já,“ svara bræðurnir samróma. Magnús, ásamt eiginkonu sinni Hafdísi Lindu Eggertsdóttur og börnum. Fv: Eggert Aron, Magnús Geir, Magnús og Linda, Telma Dís og Sandra Björk. Í dag er Sandra Björk markaðstjóri Myndforms og Laugarásbíó og Eggert er yfir prentsmiðju Myndforms. Linda hefur alla tíð komið að rekstrinum, allt frá því að bræðurnir ráku myndbandaleigur.Vísir/Vilhelm Stofna myndbandaleigur Árið 1983 ákváðu tvíburabræðurnir að opna myndbandaleigu. Þá 22 ára. Fyrsta myndbandaleiga bræðranna hét Myndberg en hún var staðsett á Hótel Esju. Árið 1984 og 1985 opnuðu þeir myndbandaleiguna Heimamynd og ráku hana á þremur stöðum. Á Langholtsvegi og á tveimur stöðum í Grafarvogi. „Þetta var algjör bilun. Um jólin voru til dæmis allar myndir leigðar út með tölu,“ segir Magnús. Það var líka mikið leigt á fimmtudagskvöldum því þá var ekkert sjónvarp fyrr en Stöð 2 var stofnuð,“ segir Gunnar og bætir við að það sama hafi gilt um júlímánuð þegar RÚV fór í sumarfrí. Gunnar og eiginkona hans, Erla Geirsdóttir, ásamt sonum sínum, þeim Gunnari (fv.) og Geir (th). Á myndina vantar dóttur Gunnars og Erlu, Kristínu Evu, en hún er í námi erlendis. Geir tók við sem framkvæmdastjóri Myndforms í fyrra og er núna sá sem fer erlendis á allar kvikmyndasýningar með föður sínum. Gunnar starfar hjá Myndform í stefnuótun og við hugbúnað. Erla er fjármálastjórinn og hefur komið að rekstri bræðranna frá fyrstu tíð myndbandaleiganna.Vísir/Vilhelm Myndform verður til Bræðrunum fannst strax mjög mikilvægt að texta sem flestar VHS spólur sem voru til útleigu hjá þeim. Því á þessum tíma var algengt að myndbandaleigur væru með ótextaðar myndir. En textunin var dýr. Árið 1984 stofnuðu þeir Myndform með kollegum sínum, Snorra Hallgrímssyni og Óla Styff. Þeir ráku líka myndbandaleigu og Snorri hafði unnið á sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum í fjögur ár. Hann hafði tækniþekkinguna sem til þurfti og með honum keyptum við tækin til að fara að texta efni sjálfir,“ segir Gunnar. Enn í dag er Snorri þriðjungseigandi að Myndform. „Enda er hann löngu orðinn eins og einn af fjölskyldunni,“ segja bræðurnir. Þá fór Myndform að fjölfalda VHS spólur fyrir aðra. Til að byrja með var Myndform staðsett í sama húsi og Kays vörulistinn sálugi en árið 1995 fluttist Myndform í Trönuhraunið þar sem fyrirtækið er enn staðsett í um 1200 fermetra húsnæði. „Pétur Kristjánsson lék fyrir dansi þegar að við opnuðum þar,“ segir Gunnar. Eigendur Myndforms, fv.: Magnús, Snorri og Gunnar. Að sögn bræðranna er Snorri fyrir löngu orðinn einn af fjölskyldunni enda hafa þeir verið saman í rekstri frá árinu 1984. Bíóbransinn Þrátt fyrir ungan aldur fóru bræðurnir fljótt að hasla sér völl á Independent-kvikmyndamarkaðinum. Þar sömdu þeir um réttindi mynda til að sýna þær í kvikmyndahúsum, leigja út, selja í verslunum eða selja til sýninga í sjónvarpi. Independent markaðurinn virkar þannig að kaupendur um allan heim greiða 20% fyrirfram og tryggja þannig framleiðslu kvikmyndanna. Þetta þýðir að í hartnær fjörtíu ár, hafa tvíburabræðurnir fjárfest í framleiðslu kvikmynda. Maður þarf svolítið að veðja á það hvaða myndir verða góðar og hverjar ekki,“ útskýra bræðurnir. Vinsælast til útleigu voru myndir sem búið var að sýna í bíó. Fyrir stærstu myndirnar sem þeir keyptu erlendis, sömdu þeir því stundum við Laugarásbíó um að sýna fyrst myndirnar þar, áður en þær fóru á myndbandaleigurnar eða í sjónvarp. Árið 1993 tóku þeir síðan við rekstri Laugarásbíós, sem þeir reka enn. Þá eru þeir þriðjungseigendur Borgarbíós á Akureyri. Hvaða myndir fjárfestuð þið í, sem voru fyrstu stóru myndirnar ykkar í Laugarásbíó? „Dumb and Dumber, Mask og Seven.“ Gunnar og Sean Connery á góðri stundu. Veisluhöld með heimsfrægum stjörnum Þegar komið er inn á skrifstofu Myndforms er ekki hægt að ímynda sér að margir aðrir Íslendingar hafi hitt jafn margar heimsfrægar stórstjörnur og bræðurnir. Heilu veggirnir eru prýddar myndum með hverri stórstjörnunni á fætur annarri. Allt frá Michael Jackson yfir í Sean Connery eða frægustu leikstjóra allra tíma. Enda eru þær ófáar veislurnar þar sem bræðurnir hafa hitt frægt fólk, borðað með þeim kvöldverði, setið kynningarfundi eða spilað með þeim golf. Stærstu sölusýningar kvikmyndaefnis eru kvikmyndahátíðin í Cannes, American Film Market og nú Berlínarhátíðin. Þessar sýningar hafa þeir sótt frá árinu 1984. Talið berst að Lord of The Rings. „Það vissu allir að annað hvort yrðu þetta risamyndir eða algjört flopp. Tæknin réði varla við þær og aldrei áður hafði þríleikur verið framleiddur strax en verið til sýningar á þremur árum. Við fengum „Take it or leave it tilboð“ og ákváðum að vera með,“ segir Gunnar. Nokkrum árum síðar sömdu þeir á svipuðum nótum um Hobbitamyndirnar. Lord of the Rings veislan var reyndar flottasta veisla sem við höfum farið í því í Cannes var búið að byggja upp heilt Hobbitaþorp og í grenndinni var byggður skógur þaðan sem heyrðust drunur og hljóð eins og í myndunum. Á svæðinu voru riddararnir á hestum, við drukkum úr krúsum hobbitanna og allt starfsfólkið var klætt sem hobbitar eða aðrir karakterar úr Lord of the Rings“ segir Magnús. Magnús og Jason Statham saman í veislu. Talsetningin vex og dafnar Að sögn bræðranna hefur tæknin breyst mikið síðustu áratugina og velgengni Myndform ekki síst í því fólgin að starfsemin hefur alltaf verið í sífelldri þróun. Til dæmis tók fjölföldun DVD við fjölföldun VHS spólanna. Þá jókst tölvuvinnslan því Myndform sá um að búa til „Menu“ á íslensku og reyndar fyrir myndir Svensk Film líka á Norðurlöndunum. Lengi hefur Myndform verið með stóra markaðshlutdeild á barnaefni fyrir kvikmyndahús og sjónvarpsstöðvar. Árið 2011 bættist talsetningin við starfsemi Myndforms. Eitt verkefnið sem nú er verið að vinna þar, er talsetning á íslenskum sjónvarpsseríum fyrir Baltasar Kormák yfir á ensku. Netflix vill hreiminn þannig að þeir vilja að íslensku leikararnir döbbi talið á ensku. Við höfum alltaf unnið mikið fyrir Baltasar og það leggja fáir jafn mikla áherslu á gæði og hann,“ segir Gunnar. Snorri og Gunnar með Selmu Hayek. En hér er þó ekki allt upptalið. Frá árinu 2009 hefur Myndform verið með stóra hlutdeild í sölu borðspila, eða allt frá því að spilið Alias sló fyrst í gegn. Þá hefur Myndform gefið út einstaka bækur, til dæmis Ævisögu Ladda. Í dag er einnig verið að selja smoothies drykki, bangsa og fleira. „Við erum að fara að bæta við orkudrykkjum en í raun snýst þetta um að við erum að nýta betur þá dreifingu sem við erum nú þegar með til verslana,“ segir Magnús. Í kjallara Myndforms er einnig rekin myndarleg prentsmiðja ásamt bíla- og rúðumerkingum, sem fyrirhugað er að muni stækka í umsvifum á næstu vikum. Á leið í veislu með stórstjörnum á kvikmyndahátíð erlendis, fv.: Linda og Magnús, Erla og Gunnar. Fjölskyldan Eiginkona Gunnars, Erla Geirsdóttir, er í dag fjármálastjóri Myndforms en byrjaði strax 1983 að vinna á Heimamynd. Börn þeirra eru Geir fæddur 1984, Gunnar fæddur 1993 og Kristín Eva fædd 1997. Eiginkona Magnúsar er Hafdís Linda Eggertsdóttir. Hún starfar einnig í Myndformi í dag en byrjaði að vinna hjá Heimamynd árið 1986. Börn þeirra eru Eggert Aron fæddur 1990, Telma Dís fædd 1993 og Magnús Geir fæddur árið 2006. Fyrir átti Magnús dótturina Söndru Björk sem er fædd árið 1980. Bræðurnir viðurkenna að þeir eigi eiginkonum sínum mikið að þakka. „Við unnum öll kvöld og allar helgar fyrstu tíu árin,“ segir Gunnar og Magnús bætir við: „Og nýttum jólin til að ganga frá uppgjörunum.“ Ég held reyndar að Erla hafi ekkert treyst mér fyrir uppeldinu. Ég gleymdi til dæmis Geir í Kringlunni þegar hann var bara sex ára,“ segir Gunnar og hlær. Magnús kinkar skilningsríkur kolli og segir: Já þetta gerðist hjá mér líka. Stelpurnar í bíóinu hringdu í mig og spurðu hvort ég hefði ekki gleymt einhverju. Ég sagði nei. En þá sögðu þær að ég hefði gleymt Thelmu Dís þar.“ Í dag er sonurinn Geir tekinn við sem framkvæmdastjóri, Sandra Björk er markaðsstjóri, Eggert er yfir prentsmiðjunni og Gunnar yngri starfar hjá Myndform við stefnumótun og hugbúnað. Þá hefur Sólrún systir bræðranna unnið á skrifstofunni alla sína starfsævi. En þótt velgengni einkenni sögu bræðranna, hefur fjölskyldan líka þurft að takast á við stór áföll. Móðir bræðranna lést aðeins 54 ára gömul úr krabbameini. Þá lést bróðir þeirra, Ársæll Karl Gunnarsson, 54 ára úr krabbameini. „Hann var mikið í hestunum og leit út eins og Bud Spencer,“ segir Gunnar. Árið 1986 var Hildur systir þeirra myrt. Þá aðeins 29 ára gömul. „Margir muna eftir þessu máli sem Ferjubakkarmálinu,“ segir Gunnar. Í fyrra reið síðan stórt áfall yfir. Magnús greindist með sjaldgæft beinmergskrabbamein og varð mjög veikur um tíma. Magnús hefur náð undraverðum bata en bræðurnir segja mikilvægt í umræðunni um krabbamein að gefa öðrum fjölskyldum, sem glíma við veikindi ástvina, von og trú. Því sama hversu erfið veikindi eru, sé mikilvægt að halda í jákvæðnina og baráttuviljann og margt fólk nái góðum bata eins og Magnús. Gunnar viðurkennir þó að þetta hafi verið erfiður tími. Fólk fari í gegnum alls kyns tilfinningar og hugsanir, enda sé það bara mannlegt. Ég varð eiginlega bara reiður. Mér fannst svo óréttlátt að hann skyldi veikjast en ekki ég. Og auðvitað breytir þetta lífsýninni hjá manni. Maggi er bara svo duglegur og hraustur og hefur allan tímann verið með rétta hugarfarið. Það var þessi styrkleiki hans sem skipti sköpum,“ segir Gunnar. Hluti starfsfólks í Myndform en bræðurnir segja velgengnina ekkert síður að þakka frábærum hópi starfsfólks. Hjá Myndform hafa sumir starfað í áraraðir.Vísir/Vilhelm Gamlir karlar á Flórída Alla tíð hafa bræðurnir verið í ýmsum hliðarverkefnum. Til dæmis eiga þeir 12% í Raufarhólshelli í Ölfusi, sem þeir segja mjög skemmtilegu verkefni. Þá segja þeir velgengnina einnig að þakka frábæru starfsfólki, sem sumt hefur unnið hjá þeim í áraraðir. Magnús og Gunnar lofa stórveislu í frumsýningum kvikmynda framundan. Meðal nýrra mynda á þeirra vegum er ný James Bond mynd. Vísir/Vilhelm Framundan lofa þeir líka stórveislu í kvikmyndahúsum. Því vegna Covid frestuðust svo margar frumsýningar. Meðal stórmynda sem þeir eru með á sinni könnu eru myndir eins og James Bond myndin No Time to Die, Fast and Furious 9, Saumaklúbburinn, Black Widow og Croods 2. Að sögn bræðranna hefur neysla á kvikmynda- og sjónvarpsefni aldrei verið meiri í heiminum en nú. Og ekkert lát virðist á þeim vexti. Allt hófst þetta þó á rúntinum. „Við rúntuðum um allan bæ að leita af hugmyndum um rekstur sem við gætum farið í saman. En við höfum líka alltaf verið varkárir í rekstri“ segir Gunnar. Við gátum aldrei hugsað okkur að vinna fyrir aðra. Enda skuldum við engum neitt og erum ekki með eitt einasta bankalán,“ segir Magnús. Þeir segjast hvorugir vita hvenær það verður sem þeir sleppa alveg tökum á rekstrinum. Ef það gerist einhvern tímann. Draumurinn er þó að á efri árunum dvelji þeir meira langdvölum í húsum sínum á Flórída: „Og spilum golf!“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00 „Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01
Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00
Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01
„Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00
„Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00