Fótbolti

Þetta var smá eins og körfu­bolta­leikur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Harry Maguire í baráttunni í kvöld.
Harry Maguire í baráttunni í kvöld. Matthew Peters/Getty Images

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, ræddi við BT Sport að loknu 3-2 tapi Manchester United í Róm í kvöld. Liðið er samt sem áður komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

„Það er mikið afrek að komast í úrslitaleikinn. Við unnum ekki leikinn og það er svekkjandi en við unnum alla erfiðis vinnuna í fyrri leiknum.“

„Við byrjuðum leikinn illa og á endanum var þetta eins og körfuboltaleikur. Við gáfum þeim alltof mörg færi í síðari hálfleik,“ sagði Maguire um leik kvöldsins en bæði lið óðu í færum.

„Nú verðum við að fara í úrslitaleikinn og vinna hann. Edinson Cavani skoraði tvö frábær mörk, hreyfingarnar hans í teignum og vinnslan án boltans eru frábær. Síðara markið var týpískt fyrir hann og það sem hann hefur gert allan sinn feril,“ sagði fyrirliðinn að endingu en Cavani skoraði bæði mörk Man United í kvöld.

Manchester United mætir Villareal í úrslitum Evrópudeildarinnar 26. maí. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×