Fótbolti

„Mættir í deildina sem við eigum heima í“

Atli Arason skrifar
Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis
Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis vísir/vilhelm

Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, var ánægður með að sækja eitt stig í Garðabænum í fyrsta leik Leiknis í sumar. Umframt allt var hann þó glaður að vera að spila aftur í efstu deild.

„Í fyrsta lagi þá var þetta bara ógeðslega gaman, mættir í deildina sem við eigum heima í og að spila á móti sprækum Stjörnumönnum. Þetta var bara ógeðslega gaman,“ sagði Brynjar í viðtali eftir leik.

Stjarnan lág lengi vel á Leiknismönnum en gestirnir náðu að halda út í kvöld og sækja þetta stig. Leiknir fékk jafnframt færi til að sækja sigurinn undir lok leiks.

„Við vorum bara þéttir í dag. Við vildum stíga á þá og mæta þeim aðeins framar, þeir ná samt að hreyfa okkur ansi vel og þvinga okkur svolítið aftarlega. Við urðum þá bara að halda þéttleikanum og það gekk. Við vorum bara óheppnir að stela þessu ekki í lokin. Halli var með flotta vörslu á Sævar í lokin,“ svaraði Brynjar aðspurður að því hvers vegna Leiknir fer með stig heim í Breiðholt.

Brynjar minntist á tækifærið sem Sævar fékk undir lokin en var þá spurður út í sitt dauðafæri sem hann fékk nokkrum mínútum áður.

„Andskotinn! Ég var búinn að gleyma því,“ svarar Brynjar og pústar aðeins út. „Ég ætlaði swing-a hausnum ógeðslega fast í boltann en ég hitti hann ekki og boltinn fer því í öxlina á mér og þaðan beint á Halla,“ sagði Brynjar Hlöðversson að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×