Innlent

Ofbeldi gegn barni á leikskóla til rannsóknar hjá lögreglu

Eiður Þór Árnason skrifar
Að sögn lögreglu má fljólega vænta niðurstöðu úr rannsókn málsins. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Að sögn lögreglu má fljólega vænta niðurstöðu úr rannsókn málsins. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/vilhelm

Lögregla rannsakar nú mál starfsmanns á leikskólanum Sólborg í Sandgerði sem sakaður er um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Starfsmanninum hefur verið vikið frá störfum og var málið kært til lögreglu.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir rannsókn vera langt komna en RÚV greindi fyrst frá. Úlfar vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en sagði að umrætt atvik hafi komið upp í mars eða apríl. 

Leikskólinn Sólborg er rekinn af Hjallastefnunni en ekki hefur náðst í Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur, framkvæmdastýru Hjallastefnunnar, vegna málsins. Margrét Pála Ólafsdóttir stjórnarformaður gaf ekki kost á viðtali og vísaði á framkvæmdastýru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×