Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 10:33 Áberandi andstæðinga Pútín forseta eins og Alexei Navalní bíða sjaldnast góð örlög. Fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna hefur látið lífið við vofveiflegar aðstæður í valdatíð Pútín. Læknar Navalní telja líf hans í hættu. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. Fangelsisyfirvöld greindu frá því í dag að Navalní yrði fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi í Vladímír, um 180 kílómetra austur af Moskvu. Navalní hafi samþykkt að taka inn vítamín en hann hefur neitað því að matast í á þriðju viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Jaroslav Ashikhmin, læknir Navalní, varaði við því um helgina að hætta væri á því að hann fengi hjartaáfall og nýrnaskemmdir. Navalní gæti látið lífið á hverri stundu. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta lét handtaka Navalní í janúar en hann hefur verið einn harðasti gagnrýnandi forsetans. Sökuðu yfirvöld Navalní um að hafa brotið gegn skilorði með því að hafa verið fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í ágúst. Navalní og vestræn stjórnvöld telja að stjórnvöld í Kreml hafi staðið að tilræðinu. Dvaldi Navalní í Þýskalandi í fimm mánuði en ákvað að snúa aftur heim til Rússlands. Hann var handtekinn á flugvellinum við komuna. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í alræmdir fanganýlendu þar sem aðstæður eru sagðar ömurlegar. Dómurinn var vegna fjárdráttarmáls frá 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómur sem hann hlaut í því máli hefði verið gerræðislegur og ósanngjarn. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Sjónin versnar og aukin hætta á nýrnabilun Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur nú verið í hungurverkfalli í yfir tvær vikur og er það farið að hafa veruleg áhrif á heilsufar hans. Hann hefur krafist þess að fá læknisheimsókn í fangelsið þar sem hann þjáist af bakverkjum. 17. apríl 2021 18:04 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
Fangelsisyfirvöld greindu frá því í dag að Navalní yrði fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi í Vladímír, um 180 kílómetra austur af Moskvu. Navalní hafi samþykkt að taka inn vítamín en hann hefur neitað því að matast í á þriðju viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Jaroslav Ashikhmin, læknir Navalní, varaði við því um helgina að hætta væri á því að hann fengi hjartaáfall og nýrnaskemmdir. Navalní gæti látið lífið á hverri stundu. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta lét handtaka Navalní í janúar en hann hefur verið einn harðasti gagnrýnandi forsetans. Sökuðu yfirvöld Navalní um að hafa brotið gegn skilorði með því að hafa verið fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í ágúst. Navalní og vestræn stjórnvöld telja að stjórnvöld í Kreml hafi staðið að tilræðinu. Dvaldi Navalní í Þýskalandi í fimm mánuði en ákvað að snúa aftur heim til Rússlands. Hann var handtekinn á flugvellinum við komuna. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í alræmdir fanganýlendu þar sem aðstæður eru sagðar ömurlegar. Dómurinn var vegna fjárdráttarmáls frá 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómur sem hann hlaut í því máli hefði verið gerræðislegur og ósanngjarn.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Sjónin versnar og aukin hætta á nýrnabilun Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur nú verið í hungurverkfalli í yfir tvær vikur og er það farið að hafa veruleg áhrif á heilsufar hans. Hann hefur krafist þess að fá læknisheimsókn í fangelsið þar sem hann þjáist af bakverkjum. 17. apríl 2021 18:04 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59
Sjónin versnar og aukin hætta á nýrnabilun Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur nú verið í hungurverkfalli í yfir tvær vikur og er það farið að hafa veruleg áhrif á heilsufar hans. Hann hefur krafist þess að fá læknisheimsókn í fangelsið þar sem hann þjáist af bakverkjum. 17. apríl 2021 18:04