Inter gæti þurft að selja Lukaku vegna bágrar fjárhagsstöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 12:00 Lukaku kann vel við sig hjá Inter en gæti verið seldur í sumar vegna fjárhagsstöðu félagsins. Chris Ricco/Getty Images Inter Milan virðist loks vera búið að stöðva einokun Juventus á ítalska meistaratitlinum. Fátt virðist geta stöðvað liðið sem trónir nú á toppi Serie A-deildarinnar en slæm fjárhagsstaða liðsins gæti þýtt að bestu menn þess séu til sölu í sumar. Þar á meðal er belgíski markahrókurinn Romelu Lukaku sem hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Inter sumarið 2019. Ítalski miðillinn Corriere dello Sport greindi frá. Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum síðan hann tók við og nú loksins virðist sem 11 ára bið félagsins sé á enda. Meistaratitillinn er í augsýn en ef marka má fregnir frá meginlandinu verður erfitt fyrir Inter að berjast um titilinn á næsta ári. Kórónufaraldurinn hefur haft slæmt áhrif á félagið sem er talið koma út úr núverandi leiktíð rúmar 120 til 140 milljónir evra í mínus. Kínverskir eigendur Inter þurftu að leggja niður liðið sem þeir áttu í heimalandinu, og það aðeins þremur mánuðum eftir að það varð meistari þar í landi. Til að bæta gráu ofan á svart þá ku Inter enn skulda Manchester United 43 punda fyrir Lukaku og því gæti eina lausnin verið selja hinn 27 ára gamla framherja. Talið er að Inter vilji 120 milljónir evra í sinn vasa en eins og staðan er í dag er erfitt að sjá hvaða lið ætti að punga út þeirri upphæð. Lukaku er ekki eini leikmaður Inter sem er orðaður við önnur félög en varnarmaðurinn Milan Skriniar er sífellt orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Lautaro Martinez, hinn framherji Inter, var orðaður við Barcelona síðasta sumar en fór á endanum ekki fet og gerir það eflaust ekki í sumar þar sem Börsungar eru á barmi gjaldþrots. Þá var Daninn Christian Eriksen orðaður frá félaginu en hann hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og virðist í plönum Conte í dag. Lukaku hefur sjálfur sagt að hann hafi engan áhuga á því að fara. Hann njóti sín hjá Inter og vilji vera þar áfram. Belginn hefur skorað 19 mörk í Serie á leiktíðinni ásamt því að leggja upp sjö mörk til viðbótar. Þá er hann orðinn markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi. Inter Milan heimsækir Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Þar á meðal er belgíski markahrókurinn Romelu Lukaku sem hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Inter sumarið 2019. Ítalski miðillinn Corriere dello Sport greindi frá. Antonio Conte, þjálfari Inter, hefur sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum síðan hann tók við og nú loksins virðist sem 11 ára bið félagsins sé á enda. Meistaratitillinn er í augsýn en ef marka má fregnir frá meginlandinu verður erfitt fyrir Inter að berjast um titilinn á næsta ári. Kórónufaraldurinn hefur haft slæmt áhrif á félagið sem er talið koma út úr núverandi leiktíð rúmar 120 til 140 milljónir evra í mínus. Kínverskir eigendur Inter þurftu að leggja niður liðið sem þeir áttu í heimalandinu, og það aðeins þremur mánuðum eftir að það varð meistari þar í landi. Til að bæta gráu ofan á svart þá ku Inter enn skulda Manchester United 43 punda fyrir Lukaku og því gæti eina lausnin verið selja hinn 27 ára gamla framherja. Talið er að Inter vilji 120 milljónir evra í sinn vasa en eins og staðan er í dag er erfitt að sjá hvaða lið ætti að punga út þeirri upphæð. Lukaku er ekki eini leikmaður Inter sem er orðaður við önnur félög en varnarmaðurinn Milan Skriniar er sífellt orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni. Lautaro Martinez, hinn framherji Inter, var orðaður við Barcelona síðasta sumar en fór á endanum ekki fet og gerir það eflaust ekki í sumar þar sem Börsungar eru á barmi gjaldþrots. Þá var Daninn Christian Eriksen orðaður frá félaginu en hann hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og virðist í plönum Conte í dag. Lukaku hefur sjálfur sagt að hann hafi engan áhuga á því að fara. Hann njóti sín hjá Inter og vilji vera þar áfram. Belginn hefur skorað 19 mörk í Serie á leiktíðinni ásamt því að leggja upp sjö mörk til viðbótar. Þá er hann orðinn markahæsti leikmaður belgíska landsliðsins frá upphafi. Inter Milan heimsækir Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira