Fótbolti

Ramos meiddist með Spáni og missir af báðum leikjunum gegn Liver­pool

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ramos í leiknum gegn Grikklandi.
Ramos í leiknum gegn Grikklandi. EPA-EFE/Miguel Angel Molina

Real Madrid varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að Sergio Ramos, fyrirliði og aðalmiðvörður liðsins, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla á kálfa. 

Hann missir af leikjunum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu sem og stórleik gegn Barcelona í La Liga. Fjölmargir fjölmiðlar ytra greindu frá þessu, þar á meðal The Athletic.

Ramos er orðinn 35 ára gamall og fór af velli í hálfleik er Spánn gerði 1-1 jafntefli við Grikkland á dögunum. Ramos var svo ekki með spænska liðinu í 2-1 sigri á Georgíu í en í gær kom inn af bekknum undir lok leiks er Spánn vann Kósovó 3-1.

Hann spilaði aðeins fimm mínútur og miðað við fréttir dagsins virðist Ramos aðeins hafa komið inn á til að hjálpa sér að bæta landsleikjafjölda sinn. Sem stendur hefur enginn Evrópubúi leikið fleiri landsleiki en Ramos.

Nú er ljóst að Ramos verður ekki með Real sem er í harðri baráttu um að endurheimta spænska meistaratitilinn sem og liðið mætir Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×