Kári Árnason og Birkir Bjarnason í góðum félagsskap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 21:00 Kári og Birkir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu á HM 2018 í Rússlandi. David Ramos/Getty Images Þeir Kári Árnason og Birkir Bjarnason eru meðal þeirra 100 leikmanna sem hafa átt hvað besta landsleiki undanfarið. Það er fyrir landslið innan Evrópu. Á vef knattspyrnusambands Evrópu má finna svokallaðan FedEx lista. Leikmenn fá stig fyrir frammistöður sínar, þau eru svo tekin saman og menn fara upp eða niður á listanum. Frammistöður í Þjóðadeildinni, undankeppni HM og æfingaleikjum eru allar teknar með. Hin ýmsa tölfræði er skoðuð, tekin saman og sett í algrími sem ákvarðar á endanum stigafjölda hverrar frammistöðu fyrir sig. Svipar þetta til Draumadeildar eins og við þekkjum hér á landi eða úr enska boltanum. Aðeins er horft til landsleikja og gengi með félagsliðum hefur engin áhrif á stöðu leikmanna á listanum. Nánar má lesa um hvernig FedEx listinn virkar hér. 1. Frenkie de Jong – miðjumaður Hollands og Barcelona – 3307 stig. 2. Antoine Griezmann – framherji Frakklands og samherji De Jong hjá Barcelona – 3256 stig. 3. Memphis Depay – framherji Hollands og Lyon – 3190 stig. 4. Rúben Dias - varnarmaður Portúgal og Manchester City - 2953 stig. 5. Ricardo Rodríguez – varnarmaður Sviss og Torino – 2883 stig. Í 70. sæti er svo Kári Árnason – miðvörður Íslands og Víkings – með 1494 stig. Hann væri eflaust ofar á listanum hefði hann spilað í 4-1 sigri Íslands á Liechtenstein. Kári átti þó 53 heppnaðar sendingar gegn Armeníu ásamt því að blokka tvö skot. Andreas Christensen [Danmörk, Chelsea] og Kyle Walker [England, Manchester City] eru svo í sætunum fyrir neðan Kára. Í 87. sæti er svo Birkir Bjarnason – miðjumaður Íslands og Brescia – með 1393 stig. Hann skoraði meðal annars eitt mark í sigrinum gegn Liechtenstein. Alls átti hann þrjár tilraunir á markið í leiknum og á öðrum degi hefði hann eflaust þanið netmöskvana að lágmarki einu sinni til viðbótar. Hakan Çalhanoğlu [Tyrkland, AC Milan], Mateo Kovačić [Króatía, Chelsea] og Pierre-Emile Højbjerg [Danmörk, Tottenham Hotspur] koma í sætunum á eftir Birki. Vonandi verða enn fleiri íslenskir leikmenn á listanum að loknu næsta landsleikjahlé. Fótbolti Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Á vef knattspyrnusambands Evrópu má finna svokallaðan FedEx lista. Leikmenn fá stig fyrir frammistöður sínar, þau eru svo tekin saman og menn fara upp eða niður á listanum. Frammistöður í Þjóðadeildinni, undankeppni HM og æfingaleikjum eru allar teknar með. Hin ýmsa tölfræði er skoðuð, tekin saman og sett í algrími sem ákvarðar á endanum stigafjölda hverrar frammistöðu fyrir sig. Svipar þetta til Draumadeildar eins og við þekkjum hér á landi eða úr enska boltanum. Aðeins er horft til landsleikja og gengi með félagsliðum hefur engin áhrif á stöðu leikmanna á listanum. Nánar má lesa um hvernig FedEx listinn virkar hér. 1. Frenkie de Jong – miðjumaður Hollands og Barcelona – 3307 stig. 2. Antoine Griezmann – framherji Frakklands og samherji De Jong hjá Barcelona – 3256 stig. 3. Memphis Depay – framherji Hollands og Lyon – 3190 stig. 4. Rúben Dias - varnarmaður Portúgal og Manchester City - 2953 stig. 5. Ricardo Rodríguez – varnarmaður Sviss og Torino – 2883 stig. Í 70. sæti er svo Kári Árnason – miðvörður Íslands og Víkings – með 1494 stig. Hann væri eflaust ofar á listanum hefði hann spilað í 4-1 sigri Íslands á Liechtenstein. Kári átti þó 53 heppnaðar sendingar gegn Armeníu ásamt því að blokka tvö skot. Andreas Christensen [Danmörk, Chelsea] og Kyle Walker [England, Manchester City] eru svo í sætunum fyrir neðan Kára. Í 87. sæti er svo Birkir Bjarnason – miðjumaður Íslands og Brescia – með 1393 stig. Hann skoraði meðal annars eitt mark í sigrinum gegn Liechtenstein. Alls átti hann þrjár tilraunir á markið í leiknum og á öðrum degi hefði hann eflaust þanið netmöskvana að lágmarki einu sinni til viðbótar. Hakan Çalhanoğlu [Tyrkland, AC Milan], Mateo Kovačić [Króatía, Chelsea] og Pierre-Emile Højbjerg [Danmörk, Tottenham Hotspur] koma í sætunum á eftir Birki. Vonandi verða enn fleiri íslenskir leikmenn á listanum að loknu næsta landsleikjahlé.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira