Bílastæðavandi við gönguleiðina: „Þetta er ekki Kringlan“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2021 14:39 Á myndinni blasir við löng bílaröð á slóðum gossins en mikill áhugi er á gosinu. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum mælir eindregið með því að fólk fari stikuðu leiðina að gosstöðvunum. Þannig sé best að ná til fólks ef eitthvað kemur upp á. Gríðarlegur bílastæðavandi blasir við í dag en hann biðlar til fólks að vanda sig við að leggja því viðbragðsaðilar verði alltaf að hafa greiða leið. Steinar Þór Kristinsson björgunarsveitarmaður segir að liðin nótt hafi gengið nokkuð vel. Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu í vonskuveðri í gærkvöldi við að stika leið að eldstöðvunum í Geldingadal. Gönguleiðin hefst við Suðurstrandarveg en vel búið göngufólk ætti að geta farið hana á einum og hálfum klukkutíma. Steinar mælir nú eindregið með því að fólk, sem ætlar sér að sjá eldgosið, noti stikuðu leiðina. Göngufólk í Geldingadal í dag virðist upp til hópa hafa verið vel búið.Vísir/Vilhelm „Bæði er það stysta leiðin utan malbiks og ef eitthvað kemur upp á, og fólk heldur sig við stikuðu leiðina, þá eigum við mun betur með að bregðast við og koma fólki til aðstoðar. Ef fólk er villt í myrkri til dæmis einhvers staðar út í hrauni á Reykjanesi eins og það leggur sig þá getur þú rétt ímyndað þér hvað við þurfum mikinn mannskap og tæki bara til að reyna að finna einhvern sem er villtur í hrauninu.“ Steinar var spurður hvort hann geri ekki ráð fyrir því að allt muni ganga betur nú þegar búið væri að stika leiðina. „Jú, að flestu leyti en það er náttúrulega bílastæðavandamál margir koma sama saman. Það eru engin bílastæði þarna, það eru bara einhverjir slóðar og vegkantar og við þurfum alltaf að hafa trygga leið fyrir viðbragðsaðila. Fólk verður að gæta hófs og leggja ekki bara eins og því sýnist. Þetta er ekki Kringlan sko.“ Þessi ágæti hjólagarpur hafði ekki mikið fyrir því að vippa hjólinu á axlirnar á leiðinni upp brattann í dag.Vísir/Vilhelm „Ef fólk er að spá í að fara þá þarf að fylgjast vel með öllum fréttum og tilkynningum […]. Númer eitt, tvö og þrjú er að fylgjast vel með og skoða áður en það leggur af stað og að vera vel búinn.“ Undantekningarnar sitja fast í björgunarsveitarfólki Nokkuð hefur borið á því að göngufólk hafi farið þvert á leiðbeiningar almannavarna, sérstaklega aðfaranótt mánudags. Finnst þér fólk almennt taka tillit til aðstæðna? „Upp til hópa hefur það gert það en það er bara eins og það er að þessar undantekningar sitja fast í okkur; hvernig örfáir einstaklingar hafa látið og komið fram. Björgunarsveitirnar banna ekki fólki að gera eitthvað, við erum bara að vinna þetta með okkar helstu sérfræðingum og lögreglu og vinnum í þeirra umboði.“ Eftir sólríkan morgun hefur snjóað töluvert á suðvesturhorninu í dag.Vísir/Vilhelm „Við vinnum þetta með öryggi fólks í huga. Það stingur okkur svolítið þegar við sjáum svona tilfelli þar sem er alveg klárt að fólk tekur hvorki tillit til aðstæðna né leiðbeininga.“ Steinar minnir á að klukkan fimm síðdegis eiga allir hafa yfirgefið svæðið vegna gasmengunar. Steinar Þór ræddi einnig störf björgunarsveitarinnar í nágrenni gosstöðvanna í Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag. Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23. mars 2021 12:10 Ætti að vera í lagi að fara að gosstöðvunum fyrri part dags Eins og veðurspáin er núna þá ætti að vera í lagi að fara að gosstöðvunum fyrri partinn í dag en ekki er mælt með því að fólk sé mikið á ferðinni seinni partinn í dag, það er eftir klukkan fjögur, eða þá að leggja af stað seinni partinn að svæðinu vegna hættu á gasmengun. 23. mars 2021 09:02 Ættu að geta farið nýstikuðu leiðina á einum og hálfum tíma Björgunarsveitin Þorbjörn hefur lokið við að stika gönguleið að gosstöðvunum í Geldingadal. Gönguleiðin hefst við Suðurstrandarveg og sveitin segir að vel búið göngufólk geti farið hana á einum og hálfum klukkutíma. 22. mars 2021 22:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Steinar Þór Kristinsson björgunarsveitarmaður segir að liðin nótt hafi gengið nokkuð vel. Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu í vonskuveðri í gærkvöldi við að stika leið að eldstöðvunum í Geldingadal. Gönguleiðin hefst við Suðurstrandarveg en vel búið göngufólk ætti að geta farið hana á einum og hálfum klukkutíma. Steinar mælir nú eindregið með því að fólk, sem ætlar sér að sjá eldgosið, noti stikuðu leiðina. Göngufólk í Geldingadal í dag virðist upp til hópa hafa verið vel búið.Vísir/Vilhelm „Bæði er það stysta leiðin utan malbiks og ef eitthvað kemur upp á, og fólk heldur sig við stikuðu leiðina, þá eigum við mun betur með að bregðast við og koma fólki til aðstoðar. Ef fólk er villt í myrkri til dæmis einhvers staðar út í hrauni á Reykjanesi eins og það leggur sig þá getur þú rétt ímyndað þér hvað við þurfum mikinn mannskap og tæki bara til að reyna að finna einhvern sem er villtur í hrauninu.“ Steinar var spurður hvort hann geri ekki ráð fyrir því að allt muni ganga betur nú þegar búið væri að stika leiðina. „Jú, að flestu leyti en það er náttúrulega bílastæðavandamál margir koma sama saman. Það eru engin bílastæði þarna, það eru bara einhverjir slóðar og vegkantar og við þurfum alltaf að hafa trygga leið fyrir viðbragðsaðila. Fólk verður að gæta hófs og leggja ekki bara eins og því sýnist. Þetta er ekki Kringlan sko.“ Þessi ágæti hjólagarpur hafði ekki mikið fyrir því að vippa hjólinu á axlirnar á leiðinni upp brattann í dag.Vísir/Vilhelm „Ef fólk er að spá í að fara þá þarf að fylgjast vel með öllum fréttum og tilkynningum […]. Númer eitt, tvö og þrjú er að fylgjast vel með og skoða áður en það leggur af stað og að vera vel búinn.“ Undantekningarnar sitja fast í björgunarsveitarfólki Nokkuð hefur borið á því að göngufólk hafi farið þvert á leiðbeiningar almannavarna, sérstaklega aðfaranótt mánudags. Finnst þér fólk almennt taka tillit til aðstæðna? „Upp til hópa hefur það gert það en það er bara eins og það er að þessar undantekningar sitja fast í okkur; hvernig örfáir einstaklingar hafa látið og komið fram. Björgunarsveitirnar banna ekki fólki að gera eitthvað, við erum bara að vinna þetta með okkar helstu sérfræðingum og lögreglu og vinnum í þeirra umboði.“ Eftir sólríkan morgun hefur snjóað töluvert á suðvesturhorninu í dag.Vísir/Vilhelm „Við vinnum þetta með öryggi fólks í huga. Það stingur okkur svolítið þegar við sjáum svona tilfelli þar sem er alveg klárt að fólk tekur hvorki tillit til aðstæðna né leiðbeininga.“ Steinar minnir á að klukkan fimm síðdegis eiga allir hafa yfirgefið svæðið vegna gasmengunar. Steinar Þór ræddi einnig störf björgunarsveitarinnar í nágrenni gosstöðvanna í Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag.
Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23. mars 2021 12:10 Ætti að vera í lagi að fara að gosstöðvunum fyrri part dags Eins og veðurspáin er núna þá ætti að vera í lagi að fara að gosstöðvunum fyrri partinn í dag en ekki er mælt með því að fólk sé mikið á ferðinni seinni partinn í dag, það er eftir klukkan fjögur, eða þá að leggja af stað seinni partinn að svæðinu vegna hættu á gasmengun. 23. mars 2021 09:02 Ættu að geta farið nýstikuðu leiðina á einum og hálfum tíma Björgunarsveitin Þorbjörn hefur lokið við að stika gönguleið að gosstöðvunum í Geldingadal. Gönguleiðin hefst við Suðurstrandarveg og sveitin segir að vel búið göngufólk geti farið hana á einum og hálfum klukkutíma. 22. mars 2021 22:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23. mars 2021 12:10
Ætti að vera í lagi að fara að gosstöðvunum fyrri part dags Eins og veðurspáin er núna þá ætti að vera í lagi að fara að gosstöðvunum fyrri partinn í dag en ekki er mælt með því að fólk sé mikið á ferðinni seinni partinn í dag, það er eftir klukkan fjögur, eða þá að leggja af stað seinni partinn að svæðinu vegna hættu á gasmengun. 23. mars 2021 09:02
Ættu að geta farið nýstikuðu leiðina á einum og hálfum tíma Björgunarsveitin Þorbjörn hefur lokið við að stika gönguleið að gosstöðvunum í Geldingadal. Gönguleiðin hefst við Suðurstrandarveg og sveitin segir að vel búið göngufólk geti farið hana á einum og hálfum klukkutíma. 22. mars 2021 22:57