„Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 09:45 Davíð Snorri Jónasson stýrir U21-landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Rússlandi í Ungverjalandi eftir níu daga, í fyrsta leiknum á EM. vísir/Sigurjón „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. Davíð Snorri segir að KSÍ hafi þurft að skila inn drögum að EM-hópnum á sunnudag. Hópurinn verði ekki endanlega tilkynntur fyrr en á fimmtudag, á blaðamannafundi sem boðaður var í síðustu viku. Davíð Snorri segir að valið velti á óvissuþáttum varðandi A-landsliðið, sem spilar á sömu dögum og U21-liðið spilar á EM, en vildi þó ekki útskýra nánar í hverju óvissan fælist. Þó er alla vega ljóst að óvíst er hvort leikmenn frá enskum félagsliðum megi spila með A-landsliðinu í Þýskalandi, í fyrsta leiknum í undankeppni HM, þarnæsta fimmtudag, vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. „Þetta er ekki staðfestur hópur. Við staðfestum hann ekki fyrr en á fimmtudaginn því við erum enn að vinna í ýmsum málum á milli landsliðanna. Staðan er enn svolítið óljós,“ fullyrðir Davíð Snorri, og þvertekur fyrir að einfaldlega sé um klúður að ræða af hálfu KSÍ, að hafa ekki tilkynnt hópinn fyrr. Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað. pic.twitter.com/U2hmxkgcbr— Gummi Ben (@GummiBen) March 16, 2021 „Það gæti enn hugsanlega eitthvað gerst. Þetta veltur dálítið á því hvað er í gangi með A-landsliðið og við bíðum eftir ákveðnum lokasvörum varðandi það. Þangað til þá er þessi hópur ákveðinn grunnur sem við þurftum að skila inn til UEFA.“ Getum breytt hópnum vel fram að fyrsta leik En er þá ekki afar óheppilegt að UEFA skuli hafa birt EM-hópinn, eða drögin að honum eins og Davíð vill meina? „Ég veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta. Mínir menn [í KSÍ] eru að vinna í því að fá að vita af hverju þetta er sett svona upp. Við reiknuðum alla vega ekki með því.“ Eins og staðan er núna er það að minnsta kosti svo að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson verða ekki í EM-hópnum, heldur með A-landsliðinu, en menn á borð við Jón Dag Þorsteinsson, Mikael Anderson og Ísak Bergmann Jóhannesson verða með U21-landsliðinu. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið er einnig í riðli með Danmörku og Frakklandi. „Við getum ennþá breytt hópnum vel fram að fyrsta leik. Allt þar til að 48 klukkustundir eru í fyrsta leik, ef eitthvað kemur upp á, en við munum staðfesta okkar hóp á fimmtudaginn,“ segir Davíð Snorri. EM U21 í fótbolta 2021 UEFA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Davíð Snorri segir að KSÍ hafi þurft að skila inn drögum að EM-hópnum á sunnudag. Hópurinn verði ekki endanlega tilkynntur fyrr en á fimmtudag, á blaðamannafundi sem boðaður var í síðustu viku. Davíð Snorri segir að valið velti á óvissuþáttum varðandi A-landsliðið, sem spilar á sömu dögum og U21-liðið spilar á EM, en vildi þó ekki útskýra nánar í hverju óvissan fælist. Þó er alla vega ljóst að óvíst er hvort leikmenn frá enskum félagsliðum megi spila með A-landsliðinu í Þýskalandi, í fyrsta leiknum í undankeppni HM, þarnæsta fimmtudag, vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. „Þetta er ekki staðfestur hópur. Við staðfestum hann ekki fyrr en á fimmtudaginn því við erum enn að vinna í ýmsum málum á milli landsliðanna. Staðan er enn svolítið óljós,“ fullyrðir Davíð Snorri, og þvertekur fyrir að einfaldlega sé um klúður að ræða af hálfu KSÍ, að hafa ekki tilkynnt hópinn fyrr. Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað. pic.twitter.com/U2hmxkgcbr— Gummi Ben (@GummiBen) March 16, 2021 „Það gæti enn hugsanlega eitthvað gerst. Þetta veltur dálítið á því hvað er í gangi með A-landsliðið og við bíðum eftir ákveðnum lokasvörum varðandi það. Þangað til þá er þessi hópur ákveðinn grunnur sem við þurftum að skila inn til UEFA.“ Getum breytt hópnum vel fram að fyrsta leik En er þá ekki afar óheppilegt að UEFA skuli hafa birt EM-hópinn, eða drögin að honum eins og Davíð vill meina? „Ég veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta. Mínir menn [í KSÍ] eru að vinna í því að fá að vita af hverju þetta er sett svona upp. Við reiknuðum alla vega ekki með því.“ Eins og staðan er núna er það að minnsta kosti svo að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson verða ekki í EM-hópnum, heldur með A-landsliðinu, en menn á borð við Jón Dag Þorsteinsson, Mikael Anderson og Ísak Bergmann Jóhannesson verða með U21-landsliðinu. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið er einnig í riðli með Danmörku og Frakklandi. „Við getum ennþá breytt hópnum vel fram að fyrsta leik. Allt þar til að 48 klukkustundir eru í fyrsta leik, ef eitthvað kemur upp á, en við munum staðfesta okkar hóp á fimmtudaginn,“ segir Davíð Snorri.
EM U21 í fótbolta 2021 UEFA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira