„Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 09:45 Davíð Snorri Jónasson stýrir U21-landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Rússlandi í Ungverjalandi eftir níu daga, í fyrsta leiknum á EM. vísir/Sigurjón „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. Davíð Snorri segir að KSÍ hafi þurft að skila inn drögum að EM-hópnum á sunnudag. Hópurinn verði ekki endanlega tilkynntur fyrr en á fimmtudag, á blaðamannafundi sem boðaður var í síðustu viku. Davíð Snorri segir að valið velti á óvissuþáttum varðandi A-landsliðið, sem spilar á sömu dögum og U21-liðið spilar á EM, en vildi þó ekki útskýra nánar í hverju óvissan fælist. Þó er alla vega ljóst að óvíst er hvort leikmenn frá enskum félagsliðum megi spila með A-landsliðinu í Þýskalandi, í fyrsta leiknum í undankeppni HM, þarnæsta fimmtudag, vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. „Þetta er ekki staðfestur hópur. Við staðfestum hann ekki fyrr en á fimmtudaginn því við erum enn að vinna í ýmsum málum á milli landsliðanna. Staðan er enn svolítið óljós,“ fullyrðir Davíð Snorri, og þvertekur fyrir að einfaldlega sé um klúður að ræða af hálfu KSÍ, að hafa ekki tilkynnt hópinn fyrr. Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað. pic.twitter.com/U2hmxkgcbr— Gummi Ben (@GummiBen) March 16, 2021 „Það gæti enn hugsanlega eitthvað gerst. Þetta veltur dálítið á því hvað er í gangi með A-landsliðið og við bíðum eftir ákveðnum lokasvörum varðandi það. Þangað til þá er þessi hópur ákveðinn grunnur sem við þurftum að skila inn til UEFA.“ Getum breytt hópnum vel fram að fyrsta leik En er þá ekki afar óheppilegt að UEFA skuli hafa birt EM-hópinn, eða drögin að honum eins og Davíð vill meina? „Ég veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta. Mínir menn [í KSÍ] eru að vinna í því að fá að vita af hverju þetta er sett svona upp. Við reiknuðum alla vega ekki með því.“ Eins og staðan er núna er það að minnsta kosti svo að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson verða ekki í EM-hópnum, heldur með A-landsliðinu, en menn á borð við Jón Dag Þorsteinsson, Mikael Anderson og Ísak Bergmann Jóhannesson verða með U21-landsliðinu. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið er einnig í riðli með Danmörku og Frakklandi. „Við getum ennþá breytt hópnum vel fram að fyrsta leik. Allt þar til að 48 klukkustundir eru í fyrsta leik, ef eitthvað kemur upp á, en við munum staðfesta okkar hóp á fimmtudaginn,“ segir Davíð Snorri. EM U21 í fótbolta 2021 UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Davíð Snorri segir að KSÍ hafi þurft að skila inn drögum að EM-hópnum á sunnudag. Hópurinn verði ekki endanlega tilkynntur fyrr en á fimmtudag, á blaðamannafundi sem boðaður var í síðustu viku. Davíð Snorri segir að valið velti á óvissuþáttum varðandi A-landsliðið, sem spilar á sömu dögum og U21-liðið spilar á EM, en vildi þó ekki útskýra nánar í hverju óvissan fælist. Þó er alla vega ljóst að óvíst er hvort leikmenn frá enskum félagsliðum megi spila með A-landsliðinu í Þýskalandi, í fyrsta leiknum í undankeppni HM, þarnæsta fimmtudag, vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. „Þetta er ekki staðfestur hópur. Við staðfestum hann ekki fyrr en á fimmtudaginn því við erum enn að vinna í ýmsum málum á milli landsliðanna. Staðan er enn svolítið óljós,“ fullyrðir Davíð Snorri, og þvertekur fyrir að einfaldlega sé um klúður að ræða af hálfu KSÍ, að hafa ekki tilkynnt hópinn fyrr. Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað. pic.twitter.com/U2hmxkgcbr— Gummi Ben (@GummiBen) March 16, 2021 „Það gæti enn hugsanlega eitthvað gerst. Þetta veltur dálítið á því hvað er í gangi með A-landsliðið og við bíðum eftir ákveðnum lokasvörum varðandi það. Þangað til þá er þessi hópur ákveðinn grunnur sem við þurftum að skila inn til UEFA.“ Getum breytt hópnum vel fram að fyrsta leik En er þá ekki afar óheppilegt að UEFA skuli hafa birt EM-hópinn, eða drögin að honum eins og Davíð vill meina? „Ég veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta. Mínir menn [í KSÍ] eru að vinna í því að fá að vita af hverju þetta er sett svona upp. Við reiknuðum alla vega ekki með því.“ Eins og staðan er núna er það að minnsta kosti svo að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson verða ekki í EM-hópnum, heldur með A-landsliðinu, en menn á borð við Jón Dag Þorsteinsson, Mikael Anderson og Ísak Bergmann Jóhannesson verða með U21-landsliðinu. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið er einnig í riðli með Danmörku og Frakklandi. „Við getum ennþá breytt hópnum vel fram að fyrsta leik. Allt þar til að 48 klukkustundir eru í fyrsta leik, ef eitthvað kemur upp á, en við munum staðfesta okkar hóp á fimmtudaginn,“ segir Davíð Snorri.
EM U21 í fótbolta 2021 UEFA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira