Jafntefli sanngjörn niðurstöðu en Ole reiknar með að geta stillt upp sterkara liði eftir viku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2021 20:36 Ole Gunnar Solskjær var ekki á allt sáttur með dómara leiksins en taldi jafntefli þó sanngjarna niðurstöðu. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, segir 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld hafa verið sanngjarna niðurstöðu. Hann vonast eftir að Marcus Rashford og Edinson Cavani verði leikfærir er liðin mætast aftur eftir viku. „Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark með nánast síðustu spyrnu leiksins. Það gerir þetta erfiðara fyrir okkur. Þetta var alltaf að fara erfitt að fara til Mílanó í seinni leikinn,“ sagði Solskjær í viðtali við BT Sport að leik loknum. Um jöfnunarmark AC Milan „Þetta er fastur skalli af stuttu færi. [Dean] Henderson getur varið svona skota, eða skalla, ég hef séð hann verja svona bolta. Við hefðum átt að gera betur, hefðum átt að gera árás á boltann með þeim mönnunum sem við höfðum í teignum.“ „Þetta var langt frá því að vera jafn góð frammistaða og gegn Manchester City um helgina. Við vorum of hægir þegar við vorum með boltann. Það er stundum erfitt að spila eftir leik eins og við spiluðum um helgina. Þurfum að standa okkur leik eftir leik þar sem við erum að mæta hörkuliðum.“ Um ótrúlegt klúður Harry Maguire „Svona gerist. Færið hjá Daniel James í síðari hálfleik líka, það kemur fyrir að maður hittir boltann ekki jafn vel og maður vill. Við hefðum getað skorað eitt eða tvö til viðbótar en þeir fengu líka fín færi svo jafntefli er eflaust sanngjörn niðurstaða.“ Um innkomu Diallo Amad Diallo kom inn af varamannabekk Manchester United í hálfleik í stað Anthony Martial sem fór meiddur af velli. Ole Gunnar Solskjær reiknar með að Martial verði ekki klár um helgina. OGS on Martial: "Whack on hip. Another scan we need to look at. Don t think he will be ready for Sunday. Edinson not for Sunday."— Simon Stone (@sistoney67) March 11, 2021 „Amad spilar með ákveðið frjálsræði í leik sínum. Frábær sending frá Bruno Fernandes líka, það er hún sem býr til markið. Amad er góður. Gott mark en hann á enn fullt eftir að læra og hann mun standa sig í framtíðinni.“ Um síðari leik liðanna „Við fáum menn til baka og þeir fá einnig menn til baka svo þetta verður góður leikur næsta fimmtudag. Vonandi verður Marcus Rashford tilbúinn. Er ekki viss hvort hann verði tilbúinn um helgina. Cavani verður mögulega líka fyrir Mílanó úti. Verðum með sterkara lið á pappír allavega þegar við mætum til Mílanó,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
„Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark með nánast síðustu spyrnu leiksins. Það gerir þetta erfiðara fyrir okkur. Þetta var alltaf að fara erfitt að fara til Mílanó í seinni leikinn,“ sagði Solskjær í viðtali við BT Sport að leik loknum. Um jöfnunarmark AC Milan „Þetta er fastur skalli af stuttu færi. [Dean] Henderson getur varið svona skota, eða skalla, ég hef séð hann verja svona bolta. Við hefðum átt að gera betur, hefðum átt að gera árás á boltann með þeim mönnunum sem við höfðum í teignum.“ „Þetta var langt frá því að vera jafn góð frammistaða og gegn Manchester City um helgina. Við vorum of hægir þegar við vorum með boltann. Það er stundum erfitt að spila eftir leik eins og við spiluðum um helgina. Þurfum að standa okkur leik eftir leik þar sem við erum að mæta hörkuliðum.“ Um ótrúlegt klúður Harry Maguire „Svona gerist. Færið hjá Daniel James í síðari hálfleik líka, það kemur fyrir að maður hittir boltann ekki jafn vel og maður vill. Við hefðum getað skorað eitt eða tvö til viðbótar en þeir fengu líka fín færi svo jafntefli er eflaust sanngjörn niðurstaða.“ Um innkomu Diallo Amad Diallo kom inn af varamannabekk Manchester United í hálfleik í stað Anthony Martial sem fór meiddur af velli. Ole Gunnar Solskjær reiknar með að Martial verði ekki klár um helgina. OGS on Martial: "Whack on hip. Another scan we need to look at. Don t think he will be ready for Sunday. Edinson not for Sunday."— Simon Stone (@sistoney67) March 11, 2021 „Amad spilar með ákveðið frjálsræði í leik sínum. Frábær sending frá Bruno Fernandes líka, það er hún sem býr til markið. Amad er góður. Gott mark en hann á enn fullt eftir að læra og hann mun standa sig í framtíðinni.“ Um síðari leik liðanna „Við fáum menn til baka og þeir fá einnig menn til baka svo þetta verður góður leikur næsta fimmtudag. Vonandi verður Marcus Rashford tilbúinn. Er ekki viss hvort hann verði tilbúinn um helgina. Cavani verður mögulega líka fyrir Mílanó úti. Verðum með sterkara lið á pappír allavega þegar við mætum til Mílanó,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira