Ákvörðun um áfrýjun „auðvitað ekki léttvæg“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. mars 2021 10:46 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir það ekki hafa verið léttvæga ákvörðun að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Hún hafi leitað til sérfræðinga við ákvörðunina og farið vel yfir málið. Lilja hafði hingað til ekki tjáð sig um dóm héraðsdóms við fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná af henni tali. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að Lilja hefði brotið jafnréttislög með skipan flokksbróður síns Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra. Dómurinn tók undir það mat kærunefndar jafnréttismála að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi, sem einnig sótti um starfið. Lilja sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún hefði leitað til tveggja sérfræðinga áður en hún tók ákvörðun um að áfrýja dómnum. Í álitum þeirra hefði komið fram að ekki hefði verið rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig Hafdísi hefði verið mismunað á grundvelli kynferðis við ráðninguna. „Þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ sagði Lilja. Lilja ákvað sama dag og dómur héraðsdóms féll að áfrýja honum til Landsréttar. Því hefur verið velt upp að ákvörðunin hafi verið tekin heldur fljótt. Lilja var innt eftir viðbrögðum við þessu í morgun. Hún sagði að málið hefði verið skoðað mjög vel og hún hefði verið búin að funda með settum ríkislögmanni. „En þetta er auðvitað ekki léttvæg ákvörðun,“ tók Lilja sérstaklega fram. Fréttin hefur verið uppfærð. Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lilja hafði hingað til ekki tjáð sig um dóm héraðsdóms við fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná af henni tali. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að Lilja hefði brotið jafnréttislög með skipan flokksbróður síns Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra. Dómurinn tók undir það mat kærunefndar jafnréttismála að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi, sem einnig sótti um starfið. Lilja sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún hefði leitað til tveggja sérfræðinga áður en hún tók ákvörðun um að áfrýja dómnum. Í álitum þeirra hefði komið fram að ekki hefði verið rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig Hafdísi hefði verið mismunað á grundvelli kynferðis við ráðninguna. „Þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ sagði Lilja. Lilja ákvað sama dag og dómur héraðsdóms féll að áfrýja honum til Landsréttar. Því hefur verið velt upp að ákvörðunin hafi verið tekin heldur fljótt. Lilja var innt eftir viðbrögðum við þessu í morgun. Hún sagði að málið hefði verið skoðað mjög vel og hún hefði verið búin að funda með settum ríkislögmanni. „En þetta er auðvitað ekki léttvæg ákvörðun,“ tók Lilja sérstaklega fram. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira