Ákvörðun um áfrýjun „auðvitað ekki léttvæg“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. mars 2021 10:46 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir það ekki hafa verið léttvæga ákvörðun að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Hún hafi leitað til sérfræðinga við ákvörðunina og farið vel yfir málið. Lilja hafði hingað til ekki tjáð sig um dóm héraðsdóms við fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná af henni tali. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að Lilja hefði brotið jafnréttislög með skipan flokksbróður síns Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra. Dómurinn tók undir það mat kærunefndar jafnréttismála að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi, sem einnig sótti um starfið. Lilja sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún hefði leitað til tveggja sérfræðinga áður en hún tók ákvörðun um að áfrýja dómnum. Í álitum þeirra hefði komið fram að ekki hefði verið rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig Hafdísi hefði verið mismunað á grundvelli kynferðis við ráðninguna. „Þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ sagði Lilja. Lilja ákvað sama dag og dómur héraðsdóms féll að áfrýja honum til Landsréttar. Því hefur verið velt upp að ákvörðunin hafi verið tekin heldur fljótt. Lilja var innt eftir viðbrögðum við þessu í morgun. Hún sagði að málið hefði verið skoðað mjög vel og hún hefði verið búin að funda með settum ríkislögmanni. „En þetta er auðvitað ekki léttvæg ákvörðun,“ tók Lilja sérstaklega fram. Fréttin hefur verið uppfærð. Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Sjá meira
Lilja hafði hingað til ekki tjáð sig um dóm héraðsdóms við fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná af henni tali. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að Lilja hefði brotið jafnréttislög með skipan flokksbróður síns Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra. Dómurinn tók undir það mat kærunefndar jafnréttismála að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi, sem einnig sótti um starfið. Lilja sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún hefði leitað til tveggja sérfræðinga áður en hún tók ákvörðun um að áfrýja dómnum. Í álitum þeirra hefði komið fram að ekki hefði verið rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig Hafdísi hefði verið mismunað á grundvelli kynferðis við ráðninguna. „Þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ sagði Lilja. Lilja ákvað sama dag og dómur héraðsdóms féll að áfrýja honum til Landsréttar. Því hefur verið velt upp að ákvörðunin hafi verið tekin heldur fljótt. Lilja var innt eftir viðbrögðum við þessu í morgun. Hún sagði að málið hefði verið skoðað mjög vel og hún hefði verið búin að funda með settum ríkislögmanni. „En þetta er auðvitað ekki léttvæg ákvörðun,“ tók Lilja sérstaklega fram. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Sjá meira