„Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2021 11:59 Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi. Vísir/vilhelm Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að brotalamir væru á brunavörnum á Eiðistorgi sem meðal annars mætti rekja til þaks, sem er í eigu bæjarins. Bærinn hefði ekkert aðhafst þrátt fyrir athugasemdir slökkviliðs. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Einar Már Steingrímsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að eldvarnarhurðir á Eiðistorgi séu í pöntun og reyklosunarbúnaður í skoðun. Verið sé að leita útfærslu og tilboða. Hluti þaksins hafi verið lagfærður fyrir fimm árum. Þá sé öll brunahönnun á Eiðistorgi í ferli. Ekki sé hægt að neita því að brunamál á Eiðistorgi hafi verið mjög lengi í vinnslu hjá bænum. „Ólíðandi“ að eignir bæjarins skemmi eignir bæjarbúa Karl Pétur Jónsson er bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi. Hann hafði ekki heyrt af málinu fyrr en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir það ekki hafa komið inn á vettvang bæjarstjórnar. „Það er náttúrulega algjörlega ólíðandi að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa, fyrir utan það að bærinn hefur lögbundna skyldu til að bregðast við athugasemdum slökkviliðsins og það er stórundarlegt að það hafi ekki verið gert á einu og hálfu ári,“ segir Karl Pétur. Telurðu tilefni til að bregðast tafarlaust við þessu? „Það er náttúrulega bara skylda þess sem fer með framkvæmdavaldið í bænum að bregðast við þessu og það er bæjarstjórinn og hennar undirmenn sem eru sviðsstjórar á viðeigandi sviðum. Ég veit það er flókið og gæti verið kostnaðarsamt en skylda bæjarins er að bregðast við,“ segir Karl Pétur. Seltjarnarnes Skipulag Slökkvilið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að brotalamir væru á brunavörnum á Eiðistorgi sem meðal annars mætti rekja til þaks, sem er í eigu bæjarins. Bærinn hefði ekkert aðhafst þrátt fyrir athugasemdir slökkviliðs. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Einar Már Steingrímsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að eldvarnarhurðir á Eiðistorgi séu í pöntun og reyklosunarbúnaður í skoðun. Verið sé að leita útfærslu og tilboða. Hluti þaksins hafi verið lagfærður fyrir fimm árum. Þá sé öll brunahönnun á Eiðistorgi í ferli. Ekki sé hægt að neita því að brunamál á Eiðistorgi hafi verið mjög lengi í vinnslu hjá bænum. „Ólíðandi“ að eignir bæjarins skemmi eignir bæjarbúa Karl Pétur Jónsson er bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi. Hann hafði ekki heyrt af málinu fyrr en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir það ekki hafa komið inn á vettvang bæjarstjórnar. „Það er náttúrulega algjörlega ólíðandi að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa, fyrir utan það að bærinn hefur lögbundna skyldu til að bregðast við athugasemdum slökkviliðsins og það er stórundarlegt að það hafi ekki verið gert á einu og hálfu ári,“ segir Karl Pétur. Telurðu tilefni til að bregðast tafarlaust við þessu? „Það er náttúrulega bara skylda þess sem fer með framkvæmdavaldið í bænum að bregðast við þessu og það er bæjarstjórinn og hennar undirmenn sem eru sviðsstjórar á viðeigandi sviðum. Ég veit það er flókið og gæti verið kostnaðarsamt en skylda bæjarins er að bregðast við,“ segir Karl Pétur.
Seltjarnarnes Skipulag Slökkvilið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira