Lögregluaðgerð við MH vegna sprengjuhótunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 08:31 Heimildir fréttastofu herma að skólanum hafi borist sprengjuhótun. Vísir/Vilhelm Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt. Skólahald fellur því niður framan af degi. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem barst fjölmiðlum klukkan 08:52 í morgun. Í tilkynningunni segir að um leið og lögreglu var tilkynnt um málið hafi verið brugðist við og gripið til viðeigandi ráðstafana sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum er nú lokið á vettvangi. Skólastjórnendur hafa verið upplýstir um það og taka ákvörðun um skólahald í dag að sögn lögreglu. Ekkert verður kennt í MH fyrir hádegi í dag. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar meðal annars kölluð út. Í tölvupósti sem Steinn Jóhannsson rektor MH sendi nemendum og forráðamönnum í morgun sagði að kennsla myndi falla niður fram að hádegi í dag af óviðráðanlegum orsökum. Fjöldi lögreglubíla var við skólann í morgun og meinuðu lögreglumenn öllum aðgang að öllum aðkeyrslum að skólalóðinni. Þegar ljósmyndari Vísi kom á vettvang upp úr klukkan hálfníu voru allir lögreglubílar á bak og burt sem og sprengjuleitarbíll Gæslunnar. Aðgerðum var því þá að mestu leyti lokið á vettvangi. Tilkynning lögreglu: Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt og því fellur skólahald þar niður framan af degi. Um leið og lögreglu var tilkynnt um málið brást hún þegar við og gripið var til viðeigandi ráðstafana, sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum á vettvangi er lokið og hafa skólastjórnendur verið upplýstir um það, en þeir taka ákvörðun um skólahald í dag. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni, en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fréttin var uppfærð kl. 09:02. Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem barst fjölmiðlum klukkan 08:52 í morgun. Í tilkynningunni segir að um leið og lögreglu var tilkynnt um málið hafi verið brugðist við og gripið til viðeigandi ráðstafana sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum er nú lokið á vettvangi. Skólastjórnendur hafa verið upplýstir um það og taka ákvörðun um skólahald í dag að sögn lögreglu. Ekkert verður kennt í MH fyrir hádegi í dag. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar meðal annars kölluð út. Í tölvupósti sem Steinn Jóhannsson rektor MH sendi nemendum og forráðamönnum í morgun sagði að kennsla myndi falla niður fram að hádegi í dag af óviðráðanlegum orsökum. Fjöldi lögreglubíla var við skólann í morgun og meinuðu lögreglumenn öllum aðgang að öllum aðkeyrslum að skólalóðinni. Þegar ljósmyndari Vísi kom á vettvang upp úr klukkan hálfníu voru allir lögreglubílar á bak og burt sem og sprengjuleitarbíll Gæslunnar. Aðgerðum var því þá að mestu leyti lokið á vettvangi. Tilkynning lögreglu: Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt og því fellur skólahald þar niður framan af degi. Um leið og lögreglu var tilkynnt um málið brást hún þegar við og gripið var til viðeigandi ráðstafana, sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum á vettvangi er lokið og hafa skólastjórnendur verið upplýstir um það, en þeir taka ákvörðun um skólahald í dag. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni, en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fréttin var uppfærð kl. 09:02.
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira