Íslenskur strákur valinn sem ein af vonarstjörnum CrossFit íþróttarinnar í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 08:30 Haraldur Holgersson sést hér til hægri við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar en BKG hefur undanfarin ár verið yfirburðarmaður í karlaflokki í CrossFit íþróttinni á Íslandi. Instagram/@haraldur98 Haraldur Holgersson er tilnefndur af sérfræðingi Morning Chalk Up sem einn af unga CrossFit fólki heimsins sem gæti slegið í gegn á árinu 2021. Morning Chalk Up fékk þrjá sérfræðinga til að tilnefna einn karl og eina kona sem gætu skapað sér nafn á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sérfræðingarnir eru þeir Tommy Marquez, Patrick Clark og Brian Friend. Tilnefndu þeir CrossFit fólk frá fjórum löndum og þar á meðal Íslandi. Íþróttafólkið varð að vera 23 ára eða yngri og hafa aldrei tekið þátt áður á heimsleikunum. Tommy Marquez tilnefndi Dallin Pepper, nítján ára Bandaríkjamann og hina sautján ára gömlu Anikha Greer frá Kanada. Patrick Clark tilnefndi 21 árs gamlan Bandaríkjamann að nafni Cole Greashaber og Ellie Turner sem er 23 ára og frá Ástralíu. Brian Friend horfði hins vegar norður til Íslands og tilnefndi hinn 22 ára gamla Harald Holgersson og Sydney Michalyshen sem er 21 árs gömul og frá Kanada. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) Haraldur hefur náð góðum árangri í unglingaflokki á heimsleikunum en hann endaði í áttunda sæti í flokki 16 til 17 ára stráka árið 2016. Hann náði þá fimmta besta árangrinum í heimi í The Open í sínum aldursflokki. Haraldur tók þá í liðakeppninni árið 2017 og varð þá í 28. sæti á heimsleikunum með CF XY. Haraldur hefur verið að minna á sig síðustu ár, varð meðal annars sjöundi á Strength in Depth og fimmti á CrossFit móti í Noregi. Haraldur átti fínt Open í fyrra þar sem hann endaði í 94. sæti í heiminum og varð næstefstur karla á Íslandi á eftir Björgvini Karli Guðmundssyni. „Þó að það sé ólíklegt að hann geri betur en BKG þá býst ég við því að hann standi sig enn betur á The Open í ár. Ég held að hann muni berjast um sæti í undanúrslitunum og svo sæti á heimsleikunum í framhaldinu,“ sagði Brian Friend um Harald. Það má finna meira um þetta val á væntanlegum spútnikstjörnum ársins í CrossFit íþróttinni með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira
Morning Chalk Up fékk þrjá sérfræðinga til að tilnefna einn karl og eina kona sem gætu skapað sér nafn á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sérfræðingarnir eru þeir Tommy Marquez, Patrick Clark og Brian Friend. Tilnefndu þeir CrossFit fólk frá fjórum löndum og þar á meðal Íslandi. Íþróttafólkið varð að vera 23 ára eða yngri og hafa aldrei tekið þátt áður á heimsleikunum. Tommy Marquez tilnefndi Dallin Pepper, nítján ára Bandaríkjamann og hina sautján ára gömlu Anikha Greer frá Kanada. Patrick Clark tilnefndi 21 árs gamlan Bandaríkjamann að nafni Cole Greashaber og Ellie Turner sem er 23 ára og frá Ástralíu. Brian Friend horfði hins vegar norður til Íslands og tilnefndi hinn 22 ára gamla Harald Holgersson og Sydney Michalyshen sem er 21 árs gömul og frá Kanada. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98) Haraldur hefur náð góðum árangri í unglingaflokki á heimsleikunum en hann endaði í áttunda sæti í flokki 16 til 17 ára stráka árið 2016. Hann náði þá fimmta besta árangrinum í heimi í The Open í sínum aldursflokki. Haraldur tók þá í liðakeppninni árið 2017 og varð þá í 28. sæti á heimsleikunum með CF XY. Haraldur hefur verið að minna á sig síðustu ár, varð meðal annars sjöundi á Strength in Depth og fimmti á CrossFit móti í Noregi. Haraldur átti fínt Open í fyrra þar sem hann endaði í 94. sæti í heiminum og varð næstefstur karla á Íslandi á eftir Björgvini Karli Guðmundssyni. „Þó að það sé ólíklegt að hann geri betur en BKG þá býst ég við því að hann standi sig enn betur á The Open í ár. Ég held að hann muni berjast um sæti í undanúrslitunum og svo sæti á heimsleikunum í framhaldinu,“ sagði Brian Friend um Harald. Það má finna meira um þetta val á væntanlegum spútnikstjörnum ársins í CrossFit íþróttinni með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Haraldur Holgersson (@haraldur98)
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira