Bjarni um nýja starfið: Verður aðalliðinu innan handar og lokar ekki á endurkomu til KR í framtíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2021 18:16 Bjarni Guðjónsson er nýr þjálfari U19 ára liðs Norrköping. Vísir/Sigurjón Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að grípa tækifærið og taka við U19 ára liði Norrköping í Svíþjóð en Bjarni hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR. Varð KR Íslandsmeistari sumarið 2019 undir þeirra stjórn. Nú þarf Rúnar að fá annan mann með sér til að stýra skútunni þar sem Bjarni ákvað að fara í víking til Svíþjóðar. Eitthvað sem hann hefur stefnt að síðan hann færði sig út í þjálfun. „Síðan maður fór að þjálfa hefur maður gert sér vonir um það að maður fengi tækifæri til að fara aftur út og þetta í alvörunni eins og maður segir. Þó það sé töluvert mikil alvara yfir þessu heima er umhverfið allt öðruvísi og faglegra úti, svo já þetta hefur aðeins blundað í mér,“ sagði Bjarni í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Um nýja vinnuveitandann „Þeir hafa gert þetta mjög vel, góð tenging við Ísland og Akranes alveg sérstaklega,“ sagði Bjarni um Norrköping en Bjarni á ættir að rekja þangað. Bróðir hans, Jóhannes Karl Guðjónsson, er þjálfari ÍA í Pepsi Max deild karla og bróðursonur hans, Ísak Bergmann Jóhannesson, leikur með aðalliði sænska félagsins. „Það er aðeins öðruvísi, þar eru þeir að einbeita sér að þeim leikmönnum sem þeir hafa náð í og sett þá beint í aðalliðið. Þeir strákar sem hafa farið ofan af Akranesi, Arnór [Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu í dag], Ísak og Oliver [Stefánsson] hafa farið beint inn í aðalliðið, æft með aðalliðinu og spilað með U19 ára liðinu þangað til þeir eru klárir að spila fyrir aðalliðið. Þannig að þjálfunin hjá þeim hefur ekki verið í U19 ára liðinu,“ sagði Bjarni en hann mun taka við þjálfun þess aldurshóps hjá félaginu eins og áður segir. Atvinnumannaumhverfi hjá félaginu „Umhverfið sem ég er að fara inn í er svoleiðis. Það eru morgunæfingar og seinni parts æfingar, þar á milli er aðalliðið að æfa og ég á að taka einhvern þátt í því líka. Ég verð þessum yngri strákum innan handar og leiðbeina þeim í gegnum fyrstu skrefin sem atvinnumenn.“ „Þessi leið, að fá að fara út á þessum aldri og æfa með aðalliði er ekki eitthvað sem mörg lið bjóða upp á. Það sem er gaman við þetta er að þarna eru fáir og vel valdir leikmenn – Stefán Þórðarson hefur tekið mikinn þátt í því og á eflaust eftir að gera áfram – svo fara hagsmunir þessa örfáu leikmanna sem fá þetta tækifæri og félagsins sterkt saman. Þetta hefur heppnast vel hjá þeim hingað til.“ Bjarni mun þjálfa son sinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, sonur Bjarna, er einnig á leið til sænska félagsins. „Þetta er djúpt í okkar fjölskyldu, þetta er ofboðslega gaman. Ef Jói fer þarna út er stefnan á að hann fari í aðalliðið og æfi með þeim en fyrst um sinn þá myndi hann spila fyrir mig í U19 ára liðinu,“ sagði Bjarni og glotti við tönn. Bjarni og Jóhannes Kristinn eru ekki einu KR-ingarnir sem verða í herbúðum Norrköping en varnarmaðurinn Finnur Tómas Pálmason gekk í raðir sænska félagsins í janúar. Erfitt að yfirgefa KR „Þetta var alls ekki létt ákvörðun. Okkur líður rosalega vel hérna heima, það er frábært að vinna í KR, ofboðslega skemmtileg og góð reynsla. Eftir að hafa unnið með Rúnari í tæp fjögur ár er ég orðinn mikið betri þjálfari áður en ég fór að vinna með honum. Ég er ofboðslega þakklátur fyrir það sem KR hefur gefið mér og það sem hefur gerst þar. Ég er nú bara rétt að byrja í þessari þjálfun þannig að, maður veit ekki hvort nema maður komi kannski aftur.“ „KR-ingar vilja alltaf fara og keppa um stóra titilinn. Er ekki í nokkrum vafa um það að það verði eitthvað öðruvísi í ár en að þeir keppi um stóru bikarana,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari U19 liðs Norrköping, að lokum. Klippa: Bjarni Guðjóns um nýja starfið í Svíþjóð Fótbolti Sænski boltinn Íslenski boltinn KR Sportpakkinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Varð KR Íslandsmeistari sumarið 2019 undir þeirra stjórn. Nú þarf Rúnar að fá annan mann með sér til að stýra skútunni þar sem Bjarni ákvað að fara í víking til Svíþjóðar. Eitthvað sem hann hefur stefnt að síðan hann færði sig út í þjálfun. „Síðan maður fór að þjálfa hefur maður gert sér vonir um það að maður fengi tækifæri til að fara aftur út og þetta í alvörunni eins og maður segir. Þó það sé töluvert mikil alvara yfir þessu heima er umhverfið allt öðruvísi og faglegra úti, svo já þetta hefur aðeins blundað í mér,“ sagði Bjarni í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Um nýja vinnuveitandann „Þeir hafa gert þetta mjög vel, góð tenging við Ísland og Akranes alveg sérstaklega,“ sagði Bjarni um Norrköping en Bjarni á ættir að rekja þangað. Bróðir hans, Jóhannes Karl Guðjónsson, er þjálfari ÍA í Pepsi Max deild karla og bróðursonur hans, Ísak Bergmann Jóhannesson, leikur með aðalliði sænska félagsins. „Það er aðeins öðruvísi, þar eru þeir að einbeita sér að þeim leikmönnum sem þeir hafa náð í og sett þá beint í aðalliðið. Þeir strákar sem hafa farið ofan af Akranesi, Arnór [Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu í dag], Ísak og Oliver [Stefánsson] hafa farið beint inn í aðalliðið, æft með aðalliðinu og spilað með U19 ára liðinu þangað til þeir eru klárir að spila fyrir aðalliðið. Þannig að þjálfunin hjá þeim hefur ekki verið í U19 ára liðinu,“ sagði Bjarni en hann mun taka við þjálfun þess aldurshóps hjá félaginu eins og áður segir. Atvinnumannaumhverfi hjá félaginu „Umhverfið sem ég er að fara inn í er svoleiðis. Það eru morgunæfingar og seinni parts æfingar, þar á milli er aðalliðið að æfa og ég á að taka einhvern þátt í því líka. Ég verð þessum yngri strákum innan handar og leiðbeina þeim í gegnum fyrstu skrefin sem atvinnumenn.“ „Þessi leið, að fá að fara út á þessum aldri og æfa með aðalliði er ekki eitthvað sem mörg lið bjóða upp á. Það sem er gaman við þetta er að þarna eru fáir og vel valdir leikmenn – Stefán Þórðarson hefur tekið mikinn þátt í því og á eflaust eftir að gera áfram – svo fara hagsmunir þessa örfáu leikmanna sem fá þetta tækifæri og félagsins sterkt saman. Þetta hefur heppnast vel hjá þeim hingað til.“ Bjarni mun þjálfa son sinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, sonur Bjarna, er einnig á leið til sænska félagsins. „Þetta er djúpt í okkar fjölskyldu, þetta er ofboðslega gaman. Ef Jói fer þarna út er stefnan á að hann fari í aðalliðið og æfi með þeim en fyrst um sinn þá myndi hann spila fyrir mig í U19 ára liðinu,“ sagði Bjarni og glotti við tönn. Bjarni og Jóhannes Kristinn eru ekki einu KR-ingarnir sem verða í herbúðum Norrköping en varnarmaðurinn Finnur Tómas Pálmason gekk í raðir sænska félagsins í janúar. Erfitt að yfirgefa KR „Þetta var alls ekki létt ákvörðun. Okkur líður rosalega vel hérna heima, það er frábært að vinna í KR, ofboðslega skemmtileg og góð reynsla. Eftir að hafa unnið með Rúnari í tæp fjögur ár er ég orðinn mikið betri þjálfari áður en ég fór að vinna með honum. Ég er ofboðslega þakklátur fyrir það sem KR hefur gefið mér og það sem hefur gerst þar. Ég er nú bara rétt að byrja í þessari þjálfun þannig að, maður veit ekki hvort nema maður komi kannski aftur.“ „KR-ingar vilja alltaf fara og keppa um stóra titilinn. Er ekki í nokkrum vafa um það að það verði eitthvað öðruvísi í ár en að þeir keppi um stóru bikarana,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari U19 liðs Norrköping, að lokum. Klippa: Bjarni Guðjóns um nýja starfið í Svíþjóð
Fótbolti Sænski boltinn Íslenski boltinn KR Sportpakkinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira