Dætur tveggja forseta Bandaríkjanna fjárfesta í sama kvennafótboltaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2021 10:01 Chelsea Clinton og Jenna Bush Hager hafa báðar sett pening í kvennafótboltann í Bandaríkjunum. Samsett/Getty Bandaríska kvennaknattspyrnan hefur fengið góðan meðbyr að undanförnu og það er að færast í aukana að fræga og ríka fólkið fjárfesti í kvennafótboltaliðum í Bandaríkjunum. Nýjasta dæmið um það er í nýjum eigandahópi NWSL liðsins Washington Spirit en NWSL deildin en efsta deild kvenna í Bandaríkjunum. Forráðamenn Washington Spirit tilkynntu í gær um nýjan hóp fjárfesta í félaginu. Meðal þeirra eru dætur tveggja forseta Bandaríkjanna eða þær Chelsea Clinton og Jenna Bush Hager. More women investing in women s sports. https://t.co/SEPJslSU88— Billie Jean King (@BillieJeanKing) February 17, 2021 Chelsea er auðvitað dóttir Bill og Hillary Clinton en Jenna er dóttir George W. Bush. Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna frá 1992 til 2000 en George W. Bush tók við af honum og var forseti til 2008. Forsetadæturnar eru í hópi þrjátíu fjárfesta í þessum hópi og þar er fólk að koma úr mörgum áttum. Meðal þeirra eru Ólympíugullverðlaunahafinn Dominique Dawes og aðstoðarþjálfarinn Briana Scurry. Dawes vann gull í fimleikum á ÓL í Atlanta 1996 en Scurry hjálpaði bandaríska landsliðinu að vinna tvenn Ólympíugullverðlaun og einn heimsmeistaratitil. Scurry er núna aðstoðarþjálfari Washington Spirit. A place for us all to come together for the sport we love Thank you for the star-studded welcome to our new home! pic.twitter.com/LDcgSuScw9— Angel City FC (@weareangelcity) November 19, 2020 Meðal annarra sem hafa fjárfest í liðum í bandarísku kvennadeildinni að undanförnu er tenniskonan Naomi Osaka sem varð á dögunum eignandi North Carolina Courage, meistaranna frá 2018 og 2019. NWSL deildin tilkynnti það líka síðasta sumar að Los Angeles fengi nýtt kvennalið en meðal eiganda þess liðs eru tennisgoðsögnin Serena Williams og Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman. Liðið hefur verið kallað "Angel City" og er ellefta félagið í deildinni. Gamla tennisstjarnan Billie Jean King og Ólympíumeistarinn Lindsey Vonn eru líka í hóp fjárfestanna á bak við liðið. The NWSL's Washington Spirit has added some big name investors to the team.The group includes Chelsea Clinton and Jenna Bush Hager, in addition to former Olympic gymnast Dominique Dawes and U.S. World Cup goalkeeper Briana Scurry, per @washingtonpost. pic.twitter.com/1v2iVcuXRW— Front Office Sports (@FOS) February 17, 2021 Fótbolti Bill Clinton George W. Bush Bandaríkin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira
Nýjasta dæmið um það er í nýjum eigandahópi NWSL liðsins Washington Spirit en NWSL deildin en efsta deild kvenna í Bandaríkjunum. Forráðamenn Washington Spirit tilkynntu í gær um nýjan hóp fjárfesta í félaginu. Meðal þeirra eru dætur tveggja forseta Bandaríkjanna eða þær Chelsea Clinton og Jenna Bush Hager. More women investing in women s sports. https://t.co/SEPJslSU88— Billie Jean King (@BillieJeanKing) February 17, 2021 Chelsea er auðvitað dóttir Bill og Hillary Clinton en Jenna er dóttir George W. Bush. Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna frá 1992 til 2000 en George W. Bush tók við af honum og var forseti til 2008. Forsetadæturnar eru í hópi þrjátíu fjárfesta í þessum hópi og þar er fólk að koma úr mörgum áttum. Meðal þeirra eru Ólympíugullverðlaunahafinn Dominique Dawes og aðstoðarþjálfarinn Briana Scurry. Dawes vann gull í fimleikum á ÓL í Atlanta 1996 en Scurry hjálpaði bandaríska landsliðinu að vinna tvenn Ólympíugullverðlaun og einn heimsmeistaratitil. Scurry er núna aðstoðarþjálfari Washington Spirit. A place for us all to come together for the sport we love Thank you for the star-studded welcome to our new home! pic.twitter.com/LDcgSuScw9— Angel City FC (@weareangelcity) November 19, 2020 Meðal annarra sem hafa fjárfest í liðum í bandarísku kvennadeildinni að undanförnu er tenniskonan Naomi Osaka sem varð á dögunum eignandi North Carolina Courage, meistaranna frá 2018 og 2019. NWSL deildin tilkynnti það líka síðasta sumar að Los Angeles fengi nýtt kvennalið en meðal eiganda þess liðs eru tennisgoðsögnin Serena Williams og Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman. Liðið hefur verið kallað "Angel City" og er ellefta félagið í deildinni. Gamla tennisstjarnan Billie Jean King og Ólympíumeistarinn Lindsey Vonn eru líka í hóp fjárfestanna á bak við liðið. The NWSL's Washington Spirit has added some big name investors to the team.The group includes Chelsea Clinton and Jenna Bush Hager, in addition to former Olympic gymnast Dominique Dawes and U.S. World Cup goalkeeper Briana Scurry, per @washingtonpost. pic.twitter.com/1v2iVcuXRW— Front Office Sports (@FOS) February 17, 2021
Fótbolti Bill Clinton George W. Bush Bandaríkin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira