Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um lokunarstyrk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2021 20:44 Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hefur þurft að loka starfsemi sinni í um 16 vikur frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Aðsend/Rán Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um það hvort hún ætti rétt á lokunarstyrk. Yfirskattanefnd úrskurðaði að hún ætti rétt á styrknum þar sem hún sérhæfir sig í myndatökum af nýburum. Taldi nefndin að starfsemin teldist til þeirra sem fela í sér sérstaka smithættu. RÚV greinir frá þessu. Lokunarstyrkir hafa verið veittir frá því í vor, þegar fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins reið hér yfir. Styrkina geta þeir sem hafa þurft að loka eða hætta starfsemi vegna faraldursins hlotið.Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra Rán segir í samtali við fréttastofu að málinu sé þó enn ekki lokið. Málinu verði nú vísað aftur til ríkisskattstjóra til afgreiðslu og sé það alfarið í höndum hans hver niðurstaðan verði, þó að yfirskattanefnd samþykki rök Ránar. Hún segir þó að ákveði ríkisskattstjóri aftur að synja umsókn hennar muni hún kæra málið til yfirskattanefndar aftur. Rán sótti fyrst um styrk í ágúst og hafnaði ríkisskattstjóri umsókninni í kjölfarið. Rökin voru þau að hún gæti haldið starfi sínu áfram í einhverri mynd og aðlagað sig að hertum sóttvörnum. Rán hefur tvisvar lokað starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Rán sagði í Bítinu á Bylgjunni í desember að faraldurinn hafi kollvarpað rekstrinum. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Það var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán Mikla nálægð og snertingu þarf í starfi Ránar.Aðsend/Rán Þar sem hún sérhæfi sig í nýburaljósmyndun geti hún ekki farið eftir sóttvarnareglum. Hún þurfi að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Í kjölfar þess að ríkisskattstjóri synjaði umsókn hennar um lokunarstyrk kærði hún það til yfirskattanefndar. Í kæru sinni sagði hún að hún hafi sótt um 800 þúsund krónur í styrk. Yfirskattanefnd leitaðist til heilbrigðisráðuneytisins eftir umsögn, sem sagði að þrátt fyrir sérhæfingu Ránar hlyti hún að geta aðlagað sig að sóttvarnareglum. Í svari Ránar við umsögninni sagði hún ljóst að afstaða ríkisskattstjóra og heilbrigðisráðuneytisins lýsti vanþekkingu á störfum við sérhæfða ljósmyndun. Yfirskattanefnd tók undir þessi rök og taldi víst að hún gæti ekki aðlagað sig að sóttvarnareglum og haldið starfsemi sinni áfram. Hún ætti því rétt á lokunarstyrk. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skattar og tollar Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
RÚV greinir frá þessu. Lokunarstyrkir hafa verið veittir frá því í vor, þegar fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins reið hér yfir. Styrkina geta þeir sem hafa þurft að loka eða hætta starfsemi vegna faraldursins hlotið.Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra Rán segir í samtali við fréttastofu að málinu sé þó enn ekki lokið. Málinu verði nú vísað aftur til ríkisskattstjóra til afgreiðslu og sé það alfarið í höndum hans hver niðurstaðan verði, þó að yfirskattanefnd samþykki rök Ránar. Hún segir þó að ákveði ríkisskattstjóri aftur að synja umsókn hennar muni hún kæra málið til yfirskattanefndar aftur. Rán sótti fyrst um styrk í ágúst og hafnaði ríkisskattstjóri umsókninni í kjölfarið. Rökin voru þau að hún gæti haldið starfi sínu áfram í einhverri mynd og aðlagað sig að hertum sóttvörnum. Rán hefur tvisvar lokað starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Rán sagði í Bítinu á Bylgjunni í desember að faraldurinn hafi kollvarpað rekstrinum. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Það var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán Mikla nálægð og snertingu þarf í starfi Ránar.Aðsend/Rán Þar sem hún sérhæfi sig í nýburaljósmyndun geti hún ekki farið eftir sóttvarnareglum. Hún þurfi að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Í kjölfar þess að ríkisskattstjóri synjaði umsókn hennar um lokunarstyrk kærði hún það til yfirskattanefndar. Í kæru sinni sagði hún að hún hafi sótt um 800 þúsund krónur í styrk. Yfirskattanefnd leitaðist til heilbrigðisráðuneytisins eftir umsögn, sem sagði að þrátt fyrir sérhæfingu Ránar hlyti hún að geta aðlagað sig að sóttvarnareglum. Í svari Ránar við umsögninni sagði hún ljóst að afstaða ríkisskattstjóra og heilbrigðisráðuneytisins lýsti vanþekkingu á störfum við sérhæfða ljósmyndun. Yfirskattanefnd tók undir þessi rök og taldi víst að hún gæti ekki aðlagað sig að sóttvarnareglum og haldið starfsemi sinni áfram. Hún ætti því rétt á lokunarstyrk.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skattar og tollar Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira