Veskin hjá spænsku stórveldunum tóm | Ofurdeild Evrópu heillandi kostur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2021 07:01 Digrir sjóðir spænsku stórveldanna Real Madrid og Barcelona virðast uppurnir. Diego Souto/Getty Images Sjóðir spænsku stórveldanna Real Madrid og Barcelona eru svo gott sem tómir ef marka má frétt The Athletic. Talið er að félögin séu spennt fyrir stofnun Ofurdeildar Evrópu þar sem það myndi hjálpa fjárhag beggja félaga. Kórónufaraldurinn hefur komið illa niður á nær öllum knattspyrnuliðum Evrópu og þó víðar væri leitað. Spænsku stórveldin tvö hafa hins vegar komið einkar illa út úr faraldrinum. Raunar var fjárhagsstaða þeirra ekkert til að hrópa húrra fyrir þegar faraldurinn skall á heiminum í upphafi síðasta árs. Florentino Perez, forseti Real Madrid, virðist einkar spenntur fyrir svokallaðri Ofurdeild Evrópu og virðist sjá það sem lausn á vandræðum Real Madrid. „Fótboltinn þarf nýjar formúlur til að gera hann samkeppnishæfari, spennandi og sterkari. Real Madrid verður að vera áfram í fararbroddi - líkt og það hefur verið frá stofnun félagsins árið 1902 – þegar kemur að nýjungum ásamt því að vernda gildi og hefðir fótboltans,“ sagði Perez í ræðu sem hann hélt á AGM hótelinu í Madríd í desember á síðasta ári. Fundarhöldin voru ætluð „socios“ Real Madrid, það er þeim sem eiga í raun og veru félagið. Perez við ræðuhöld í desember á síðasta ári.EPA-EFE/ANGEL DIAZ Ræða Perez hélt áfram og hann nefndi að Real Madrid hefði verið eina knattspyrnufélagið sem var hluti af stofnun FIFA árið 1904 ásamt álfusamböndunum sjö. Þá nefndi hann að franska dagblaðið L´Equipe og Real hefðu ýtt undir stofnun Evrópubikarsins fimmtíu árum síðar. Á endanum kom hann svo að mikilvægasta punkti ræðu sinnar. „Nú þarf að uppfæra þetta módel sem við höfum unnið eftir. Fótboltinn verður að stíga inn í nútímann og Real verður að vera þar, eins og það hefur alltaf verið í gegnum söguna. Allir skilja að það þarf að breyta núverandi keppnisfyrirkomulagi eins fljótt og auðið er. Stóru félögin í Evrópu þurfa að berjast fyrir breytingum. Það er skylda okkar að aðlagast nýjum raunveruleika. Samkeppnin og gæðin í keppnum okkar verða að aukast. Það er áskorun sem við verðum að vera tilbúin að takast á við,“ sagði Perez að lokum. Hann nefndi aldrei Ofurdeild Evrópu en það er nokkuð ljóst hvað hann var að tala um. Real alltaf viljað meira Real Madrid hefur haft áhuga á Evrópukeppnum utan lögsögu knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, frá árinu 2000. Lorenzo Sanz, forveri Perez hjá Real, studdi tillögu þess efnis að ríkustu lið Evrópu myndu stofna eigin deild árið 1998. UEFA hefur breytt Meistaradeild Evrópu ítrekað til að koma til móts við stærstu félögin. Þannig hafa þau fengið stærri hluta af kökunni. Þrátt fyrir það hafa ríkustu félögin alltaf haldið í hugmyndina um Ofurdeild, sérstaklega þegar þau hafa ekki komist í Meistaradeildina eða það hefur gengið illa. „Við erum öll sammála um að Ofurdeild Evrópu myndi þýða að bestu liðin myndu alltaf spila innbyrðis, eitthvað sem gerist ekki alltaf í Meistaradeildinni,“ sagi Perez árið 2009 þegar Real datt út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fimm árið í röð. Meira að segja þegar Real fór á hina ótrúlegu sigurgöngu í Meistaradeildinni þá var hugmyndin um Ofurdeild aldrei langt frá Perez. Hann vildi meina að félagið hans – sem væri í eign stuðningsmanna þess – gæti ekki keppt við önnur lið í Evrópu sem væru með moldríka bakhjarla. Börsungar ekki jafn háværir og fjendur sínir Sandro Rosell var sá forseti Barcelona sem var hvað opnastur fyrir hugmyndinni um Ofurdeild. „Við viljum Meistaradeild Evrópu með fleiri liðum, og við viljum hafa leik Barcelona gegn Manchester United í Meistaradeildinni á laugardegi eða sunnudegi,“ sagði Rosell á sínum tíma. Manchester United og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2011.liewig christian/Getty Images Josep Maria Bartomeu, arftaki Rosell, tjáði sig lítið um Ofurdeild Evrópu. Það er þangað til skömmu áður en hann hætti sem forseti Barcelona. Þá sagði hann að stjórn Börsunga hefði samþykkt að taka þátt í Ofurdeildinni ef hún yrði sett á laggirnar. Mikið hefur verið rætt og ritað um slíka deild undanfarna daga og á endanum gáfu FIFA og álfusamböndin út bréf þar sem sagði að ef leikmenn myndu taka þátt í slíkri keppni þá myndu þeir ekki fá að keppa á mótum sem væru á vegum FIFA, UEFA eða annarra álfusambanda. Áhrif Covid-19 Segja má að Real hafi orðið illa úti vegna kórónufaraldursins. Félagið var nýbúið að hefjast hanada við breytingar á heimavelli sínum, Estadio Santiago Bernabeu, sem kosta alls 600 milljónir evra. Þá hefur liðið tapað allt að 300 milljónum evra þar sem engir áhorfendur eru leyfðir á heimaleikjum félagsins. Real hefur nú þegar tekið lán upp á 205 milljónir evra til að reyna fylla upp í götin. Ofan á það hefur liðið beðið leikmenn sína um að taka tíu prósent launalækkun ásamt því að Luka Jović og Martin Ødegaard voru sendir á láni til að minnka launakostnað liðsins. Fjárhagsvandræði Börsunga eru verri en erkifjenda sinna hjá Real. Barcelona skuldar félögum enn vegna félagaskipta, til að mynda Liverpool vegna kaupanna á Philippe Coutinho. Einnig skulda Börsungar franska félaginu Bordeaux vegna brasilíska leikmannsins Malcom, sem var seldur til Zenit St. Pétursborgar fyrir 18 mánuðum síðan. Alls skuldar félagið 1.2 milljarð evra, þar af 266 milljónir evra fyrir 30. júní næstkomandi. Möguleiki er að félagið lýsi sig gjaldþrota. Sama hvernig fer þá eiga liðin leik nú um helgina. Real Madrid fær Levante í heimsókn á laugardeginum á meðan Barcelona fær Athletic Bilbao í heimsókn á sunnudag. Báðir leikir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Kórónufaraldurinn hefur komið illa niður á nær öllum knattspyrnuliðum Evrópu og þó víðar væri leitað. Spænsku stórveldin tvö hafa hins vegar komið einkar illa út úr faraldrinum. Raunar var fjárhagsstaða þeirra ekkert til að hrópa húrra fyrir þegar faraldurinn skall á heiminum í upphafi síðasta árs. Florentino Perez, forseti Real Madrid, virðist einkar spenntur fyrir svokallaðri Ofurdeild Evrópu og virðist sjá það sem lausn á vandræðum Real Madrid. „Fótboltinn þarf nýjar formúlur til að gera hann samkeppnishæfari, spennandi og sterkari. Real Madrid verður að vera áfram í fararbroddi - líkt og það hefur verið frá stofnun félagsins árið 1902 – þegar kemur að nýjungum ásamt því að vernda gildi og hefðir fótboltans,“ sagði Perez í ræðu sem hann hélt á AGM hótelinu í Madríd í desember á síðasta ári. Fundarhöldin voru ætluð „socios“ Real Madrid, það er þeim sem eiga í raun og veru félagið. Perez við ræðuhöld í desember á síðasta ári.EPA-EFE/ANGEL DIAZ Ræða Perez hélt áfram og hann nefndi að Real Madrid hefði verið eina knattspyrnufélagið sem var hluti af stofnun FIFA árið 1904 ásamt álfusamböndunum sjö. Þá nefndi hann að franska dagblaðið L´Equipe og Real hefðu ýtt undir stofnun Evrópubikarsins fimmtíu árum síðar. Á endanum kom hann svo að mikilvægasta punkti ræðu sinnar. „Nú þarf að uppfæra þetta módel sem við höfum unnið eftir. Fótboltinn verður að stíga inn í nútímann og Real verður að vera þar, eins og það hefur alltaf verið í gegnum söguna. Allir skilja að það þarf að breyta núverandi keppnisfyrirkomulagi eins fljótt og auðið er. Stóru félögin í Evrópu þurfa að berjast fyrir breytingum. Það er skylda okkar að aðlagast nýjum raunveruleika. Samkeppnin og gæðin í keppnum okkar verða að aukast. Það er áskorun sem við verðum að vera tilbúin að takast á við,“ sagði Perez að lokum. Hann nefndi aldrei Ofurdeild Evrópu en það er nokkuð ljóst hvað hann var að tala um. Real alltaf viljað meira Real Madrid hefur haft áhuga á Evrópukeppnum utan lögsögu knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, frá árinu 2000. Lorenzo Sanz, forveri Perez hjá Real, studdi tillögu þess efnis að ríkustu lið Evrópu myndu stofna eigin deild árið 1998. UEFA hefur breytt Meistaradeild Evrópu ítrekað til að koma til móts við stærstu félögin. Þannig hafa þau fengið stærri hluta af kökunni. Þrátt fyrir það hafa ríkustu félögin alltaf haldið í hugmyndina um Ofurdeild, sérstaklega þegar þau hafa ekki komist í Meistaradeildina eða það hefur gengið illa. „Við erum öll sammála um að Ofurdeild Evrópu myndi þýða að bestu liðin myndu alltaf spila innbyrðis, eitthvað sem gerist ekki alltaf í Meistaradeildinni,“ sagi Perez árið 2009 þegar Real datt út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fimm árið í röð. Meira að segja þegar Real fór á hina ótrúlegu sigurgöngu í Meistaradeildinni þá var hugmyndin um Ofurdeild aldrei langt frá Perez. Hann vildi meina að félagið hans – sem væri í eign stuðningsmanna þess – gæti ekki keppt við önnur lið í Evrópu sem væru með moldríka bakhjarla. Börsungar ekki jafn háværir og fjendur sínir Sandro Rosell var sá forseti Barcelona sem var hvað opnastur fyrir hugmyndinni um Ofurdeild. „Við viljum Meistaradeild Evrópu með fleiri liðum, og við viljum hafa leik Barcelona gegn Manchester United í Meistaradeildinni á laugardegi eða sunnudegi,“ sagði Rosell á sínum tíma. Manchester United og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2011.liewig christian/Getty Images Josep Maria Bartomeu, arftaki Rosell, tjáði sig lítið um Ofurdeild Evrópu. Það er þangað til skömmu áður en hann hætti sem forseti Barcelona. Þá sagði hann að stjórn Börsunga hefði samþykkt að taka þátt í Ofurdeildinni ef hún yrði sett á laggirnar. Mikið hefur verið rætt og ritað um slíka deild undanfarna daga og á endanum gáfu FIFA og álfusamböndin út bréf þar sem sagði að ef leikmenn myndu taka þátt í slíkri keppni þá myndu þeir ekki fá að keppa á mótum sem væru á vegum FIFA, UEFA eða annarra álfusambanda. Áhrif Covid-19 Segja má að Real hafi orðið illa úti vegna kórónufaraldursins. Félagið var nýbúið að hefjast hanada við breytingar á heimavelli sínum, Estadio Santiago Bernabeu, sem kosta alls 600 milljónir evra. Þá hefur liðið tapað allt að 300 milljónum evra þar sem engir áhorfendur eru leyfðir á heimaleikjum félagsins. Real hefur nú þegar tekið lán upp á 205 milljónir evra til að reyna fylla upp í götin. Ofan á það hefur liðið beðið leikmenn sína um að taka tíu prósent launalækkun ásamt því að Luka Jović og Martin Ødegaard voru sendir á láni til að minnka launakostnað liðsins. Fjárhagsvandræði Börsunga eru verri en erkifjenda sinna hjá Real. Barcelona skuldar félögum enn vegna félagaskipta, til að mynda Liverpool vegna kaupanna á Philippe Coutinho. Einnig skulda Börsungar franska félaginu Bordeaux vegna brasilíska leikmannsins Malcom, sem var seldur til Zenit St. Pétursborgar fyrir 18 mánuðum síðan. Alls skuldar félagið 1.2 milljarð evra, þar af 266 milljónir evra fyrir 30. júní næstkomandi. Möguleiki er að félagið lýsi sig gjaldþrota. Sama hvernig fer þá eiga liðin leik nú um helgina. Real Madrid fær Levante í heimsókn á laugardeginum á meðan Barcelona fær Athletic Bilbao í heimsókn á sunnudag. Báðir leikir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira