„Úti á bílastæði hitti hann Elvis Presley, Ronald Reagan og fleiri“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. janúar 2021 08:01 Eigendur Réttingaþjónustunnar ehf., fv.: Eiríkur Eyfjörð Benediktsson, Ágúst Andri Eiríksson og Árni Jóhann Elfar. Vísir/Vilhelm „Jú þetta hefur mikið breyst,“ segja félagarnir Ágúst Andri Eiríksson, Eiríkur Eyfjörð Benediktsson og Árni Jóhann Elfar um breytingar sem hafa orðið á bílaverkstæðum síðustu áratugina. Félagarnir þrír eiga og reka Réttingaþjónustuna. „Menn voru grímulausir að vinna með alls kyns eiturefni, mála og sprauta,“ segir Árni um aðbúnaðinn eins og hann eitt sinn var. „Og enginn með hanska eða neitt, það þótti bara aumingjaskapur,“ segir Eiríkur. Það er til dæmis til saga af gömlum bílamálara. Tímunum saman andaði hann að sér alls kyns eiturefni, auðvitað grímulaus við vinnu. Eftir marga tíma fór hann kannski út og á bílastæðinu hitti hann Elvis Presley, Ronald Reagan og fleiri sem hann sagðist hafa spjallað við,“ segir Ágúst Andri og félagarnir skella allir uppúr. Söguna segja þeir lýsandi fyrir ástandið sem gat orðið á mönnum þegar starfsmenn bílaverkstæða unnu við allt aðrar aðstæður en nú tíðkast. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Réttingaverkstæðið á Smiðjuvegi í Kópavogi, en það var stofnað árið 1975. Lungnavesen og gamlar sleggjur Stofnendur Réttingaþjónustunnar voru Ari Ólafsson og Fritz Bjarnason. Þeir voru æskufélagar frá Skagaströnd. „Á þessum tíma notuðu menn bara logsuðutæki, hamra og gamlar sleggjur,“ segir Ágúst Andri, sem alltaf er kallaður Andri. Réttingaþjónustuna ráku Ari og Fritz frá 1975 til 2017. „Þeir voru rómaðir fyrir vönduð vinnubrögð og vandvirkni,“ segir Árni. Að sögn félaganna fór fagið mikið að breytast til batnaðar uppúr 1985-1990. „Þá fer að koma klefahlífðarbúnaður, reglur og staðlar sem við vinnum eftir,“ segir Árni og Andri bætir við: „Menn eru með heyrnatól og hnépúða og fleira sem ekki var til áður.“ „Öll áhöld eru líka orðin miklu betri,“ segir Árni og útskýrir hvernig lakk er fljótara að þorna, efnin skilvirkari, lampar til staðar og fleira. Þá hafi rafmagns og loftverkfærin breytt miklu. Hávaðinn er miklu minni og loftræstikerfin voru mikil bylting. En á þessum tíma voru menn óvarnir fyrir öllu og kannski með. sígarettuna í kjaftinum líka. Enduðu með lungnavesen og taugakippi þegar þeir voru orðnir gamlir því miðtaugakerfið varð bara ónýtt,“ segir Eiríkur. Gömul mynd frá Réttingaþjónustunni á Smiðjuvegi í Kópavogi sem stofnuð var árið 1975. Allur aðbúnaður hefur breyst síðan þá og ekki síst var loftræstikerfið bylting. Bíladellukarlar af guðs náð Andri, Eiríkur og Árni viðurkenna að þeir séu allir miklir bíladellukarlar. Andri er úr Landeyjum. Hann fór í Iðnskólann um 1990 þar sem hann lærði bílasmíði og vinnu við réttingar rútubygginga og plastviðgerðir. Andri starfaði síðan sjálfstætt við plastviðgerðir í 14 ár. Eiríkur er bíladellukarl úr Garðabænum. Á sínum tíma þekkti hann aðeins til þeirra sem ráku réttingaverkstæðið sem hann byrjaði á en í faginu hefur hann starfað í 30 ár. Árni er úr Vogunum og byrjaði fyrst í múrverki með pabba sínum. En var bíladellukarl að upplagi. .„Einn daginn labbaði ég bara inn á sprautuverkstæði og sótti um vinnu,“ segir Árni um fyrsta starfið en þar var hann í 11 ár. Um tíma hætti hann í faginu og vann við pípulagnir. Á seinni árum fór Árni í gegnum raunfærnimat hjá Iðunni og síðan í Meistaraskólann og er því með meistararéttindi í bæði bifreiðasmíði og bílamálun. „Við fréttum af því að Ari og Fritz vildu hætta því þeir voru að komast á aldur. Þá fórum við að tala saman og enduðum með að kaupa saman þrír árið 2017,“ segir Árni. Allir þekktu þeir þegar Ara og Fritz. Andri hafði lengi séð um að plasta fyrir þá. Þá störfuðu Árni og saman um langt skeið á málningarverkstæðinu sem þjónustaði Réttingaþjónustuna Við litum á þetta sem tækifæri. Erum sprautari, réttari og plastari og vissum að saman gætum við hætt að útvista verkefnum og bjóða þess í stað upp á alla þjónustu á einum stað," segir Andri. Andri segist frekar trúa því að endurvinnsla muni aukast mikið frekar en að plast fari úr bílum. Öll áhöld, verkfæri, hljóðmengun, loftræsting og fleira hefur mikið breyst síðustu áratugina.Vísir/Vilhelm Berbrjósta konur Talið berst að ásýnd og ímynd verkstæða og verkstæðiskarla. Sem margir sjá fyrir sér að séu svartir upp fyrir haus af olíu og skít, með berbrjósta konur á dagatölum upp um alla veggi. En það voru ekki við sem vorum að kaupa þessi dagatöl. Þetta voru framleiðendur og söluaðilar sem dreifðu þessum plakötum á verkstæðin og síðan voru það bara verkstæðiskarlarnir sem hengdu þau upp,“ segir Eiríkur. „Já en síðan voru karlarnir sjálfir ekkert að horfa á þessar myndir. Þeir fóru bara inn á kaffistofu og töluðu um bíla,“ segir Árni og hlær. „Við tókum þetta strax niður, tíðarandinn er allt annar í dag og þetta á bara ekki við“ segir Andri. Í bíómyndum og sjónvarpi má sjá að ímyndin um berbrjósta konur á dagatölum er viðloðandi eins og einhvers konar alþjóðleg vinnustaðamenning. „Þetta er nú bara rannsóknarefni fyrir mannfræðinga að stúdera,“ segir Andri. Já þetta er allt saman farið í dag. Nema kannski hjá slökkviliðinu, þar er verið að mynda karlana bera að ofan á svona dagatöl,“ segir Árni. Þannig að kannski hefur tíðarandinn breyst þannig að berbrjósta konur eru horfnar af dagatölum en hálfnaktir karlmenn hafa tekið við? „Já ætli það ekki,“ svarar Andri en bætir við: „En það verður seint hægt að sjá það á þessu verkstæði að við verðum með bera karla á dagatölum upp á vegg.“ „Nei uss og svei,“ segja Árni og Eiríkur og ættu nú ekki annað eftir. Bílarnir hafa breyst mikið frá því Réttingaþjónustan var stofnuð árið 1975. Öryggi er mun meir, plastið í þeim mun meir og mikill búnaður er tölvuvæddur. „Hvíta gullið“ og túristar Covid hefur haft samdráttaráhrif á verkstæðisgeirann. Færri eru á ferðinni sem aftur þýðir færri tjón. Eins hefur veðrið verið gott. „Snjókoma er í okkar bransa kölluð hvíta gullið. Því við viljum bara snjó og hálku,“ segir Árni og segir nánast mega segja að verkstæði eins og þeirra „lifi á óförum annarra.“ Það er þó ekki illa meint. „Bankahrunið kom hins vegar ekkert illa við verkstæðin,“ segir Andri. „Menn voru þá að nota gömlu bílana lengur og láta gera við. Enda hækkuðu nýju bílarnir svo mikið í verði.“ Mikill missir var hins vegar af túristunum. Með þeim voru tjónin margfalt fleiri. „Þeir kunna auðvitað ekkert á aðstæður. Hvorki malarvegi né hálku,“ segir Árni og bætir því við að oft sé sérstaklega talað um Asíubúa í þessum efnum. Mörg túristatjónin eru líka nokkuð skrautleg. Frægust eru tjónin eftir Norðurljósin. Þá stoppa menn til að skoða Norðurljósin og fara hreinlega upp á þak á bílunum og standa þar. Sem þýðir auðvitað að þeir skilja eftir dæld á þakinu!“ segja félagarnir og hrista hausinn yfir vitleysunni. Eiríkur er bíladellukarl sem hefur starfað í faginu í 30 ár. Að hafa mikinn áhuga á bílum er einkenni margra sem starfa í faginu.Vísir/Vilhelm Bílarnir breyta faginu Þá segja félagarnir margt hafa breyst í gegnum tíðina því bílar hafa breyst svo mikið. Nú þurfi mikið að tölvulesa og mun meira plast og ál er notað í dag í staðinn fyrir stál áður. En er plastið ekki á útleið af umhverfissjónarmiðum? „Það er kannski frekar að maður sjái fyrir sér meiri endurnýtingu á plasti,“ segir Andri en allir segjast þeir ekki sjá fyrir sér að minna verði notað af plasti í náinni framtíð. Að farga minna er hins vegar góð þróun. Einn stuðari er á við þúsund Bónuspoka,“ segir Árni. Aðspurðir um það hvort tölvuvæðing bílanna hafi mikið breytt störfunum þeirra, segja þeir það kannski frekar eiga við á verkstæðum þar sem meira þarf að gera við rafmagn. „En vissulega þarf oft að tölvulesa því það er svo mikill búnaður tölvuvæddur í dag. Skynjara, ljós, myndavélar, akreinavarar og svo framvegis,“ segir Andri. „Þróunin gengur öll út á aukið öryggi og þess vegna hafa stórir framleiðendur eins og Volvo tilkynnt að eftir einhver ár eða áratugi ætli þeir hreinlega að ábyrgjast að enginn deyi í bíl frá þeim,“ segir Árni. Árni segir öll efni hafa breyst mikið síðustu áratugi og því ekki lengur eins og var að menn yrðu hálf lyfjaðir af því að vinna með eiturefni í óloftræstum rýmum eins og lengi var.Vísir/Vilhelm „Konan bakkaði á“ En hvað með konur og bíla. Er það mýta að konur kunni ekkert á bíla? „Já,“ svara félagarnir samróma og segja hið rétta vera að margar konur viti heilmargt um bíla. Stundum koma karlarnir hingað og segja að konan hafi bakkað á. Þá spyrjum við bara „Ertu viss?“ Því auðvitað föttum við oft að það voru bara þeir sjálfir sem bökkuðu á“ segir Árni og félagarnir hlæja. Þá segja þeir konur oft vera erfiðustu viðskiptavinina. Það sé þó sagt konum til hróss. „Því þær vita upp á hár hvað þær vilja og eru nákvæmar,“ svarar Árni. Andri sér um daglegan rekstur Réttingaþjónustunnar en eignarhlutur hans, Árna og Eiríks er jafn. Ef tveir eru sammála en einn ekki, er það meirihlutinn sem ræður.Vísir/Vilhelm Skrautleg verkefni Oft dúkka upp skrautleg verkefni. „Við sprautuðum til dæmis líkkistu bleika fyrir stuttu. Það var hinsta ósk hinnar látnu og aðstandendur vildu verða við því,“ segir Árni og bætir líka við: „Síðan var nokkuð um það eftir bankahrun að menn fóru á verkstæðin og báðu þau um að mála og sprauta peningaskápa.“ Þeir segja það að fara í rekstur feli í sér mikinn og góðan lærdóm. Auðvitað hafi því fylgt smá stress þegar ákvörðunin var tekin en þeir sjái ekki eftir því í dag. Þá hafi það líka skipt miklu að þeir þekktu til stofnenda og vissu að orðspor verkstæðisins var mjög gott. Í dag er unnið frá klukkan 8-17 og vinnutíminn mun fjölskylduvænni en áður var. „Þá var unnið kvöld og helgar. Annað var undantekning,“ segir Eiríkur. Þá segja þeir samstarfið sem eigendur og vinnufélagar ganga vel. „Við látum það ganga og ræðum málin ef eitthvað er,“ segir Árni og Eiríkur bætir við: „Og ef tveir eru sammála en sá þriðji ekki, ræður meirihlutinn.“ En munið þið eftir einhverjum fleiri skemmtilegum sögum af verkefnum hjá ykkur? Já ég man til dæmis eftir bónda að austan sem hafði samband og vildi að við myndum mála hrútinn hans í fánalitunum. Eflaust hefur hann horft of mikið á Dalalíf en við alla vega réðumst bara í þetta og það skemmtilega var að um vorið kom allt tví- og þrílembt undan hrútnum!“ segir Andri. Félagarnir skella upp úr við upprifjunina en segja við blaðamann að ekkert verði upp um það gefið í viðtalinu, hvernig þeir fóru að því að mála lifandi hrútinn. Gamla myndin Stofnendur Réttingaþjónustunnar árið 1975 voru Ari Ólafsson og Fritz Bjarnason. Frá því þá, hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bílarnir hafa breyst og er öryggið þeirra mun meira nú en áður. Þeir ryðga líka síður. Þá hefur öll aðstaða, áhöld og tæki breyst hjá starfsfólki verkstæða. Ekki síst má líkja loftræstikerfinu sem mikla og góða byltingu. Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00 „Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10. janúar 2021 08:00 „Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. 20. desember 2020 07:01 „Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. 13. desember 2020 08:01 „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Það er til dæmis til saga af gömlum bílamálara. Tímunum saman andaði hann að sér alls kyns eiturefni, auðvitað grímulaus við vinnu. Eftir marga tíma fór hann kannski út og á bílastæðinu hitti hann Elvis Presley, Ronald Reagan og fleiri sem hann sagðist hafa spjallað við,“ segir Ágúst Andri og félagarnir skella allir uppúr. Söguna segja þeir lýsandi fyrir ástandið sem gat orðið á mönnum þegar starfsmenn bílaverkstæða unnu við allt aðrar aðstæður en nú tíðkast. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Réttingaverkstæðið á Smiðjuvegi í Kópavogi, en það var stofnað árið 1975. Lungnavesen og gamlar sleggjur Stofnendur Réttingaþjónustunnar voru Ari Ólafsson og Fritz Bjarnason. Þeir voru æskufélagar frá Skagaströnd. „Á þessum tíma notuðu menn bara logsuðutæki, hamra og gamlar sleggjur,“ segir Ágúst Andri, sem alltaf er kallaður Andri. Réttingaþjónustuna ráku Ari og Fritz frá 1975 til 2017. „Þeir voru rómaðir fyrir vönduð vinnubrögð og vandvirkni,“ segir Árni. Að sögn félaganna fór fagið mikið að breytast til batnaðar uppúr 1985-1990. „Þá fer að koma klefahlífðarbúnaður, reglur og staðlar sem við vinnum eftir,“ segir Árni og Andri bætir við: „Menn eru með heyrnatól og hnépúða og fleira sem ekki var til áður.“ „Öll áhöld eru líka orðin miklu betri,“ segir Árni og útskýrir hvernig lakk er fljótara að þorna, efnin skilvirkari, lampar til staðar og fleira. Þá hafi rafmagns og loftverkfærin breytt miklu. Hávaðinn er miklu minni og loftræstikerfin voru mikil bylting. En á þessum tíma voru menn óvarnir fyrir öllu og kannski með. sígarettuna í kjaftinum líka. Enduðu með lungnavesen og taugakippi þegar þeir voru orðnir gamlir því miðtaugakerfið varð bara ónýtt,“ segir Eiríkur. Gömul mynd frá Réttingaþjónustunni á Smiðjuvegi í Kópavogi sem stofnuð var árið 1975. Allur aðbúnaður hefur breyst síðan þá og ekki síst var loftræstikerfið bylting. Bíladellukarlar af guðs náð Andri, Eiríkur og Árni viðurkenna að þeir séu allir miklir bíladellukarlar. Andri er úr Landeyjum. Hann fór í Iðnskólann um 1990 þar sem hann lærði bílasmíði og vinnu við réttingar rútubygginga og plastviðgerðir. Andri starfaði síðan sjálfstætt við plastviðgerðir í 14 ár. Eiríkur er bíladellukarl úr Garðabænum. Á sínum tíma þekkti hann aðeins til þeirra sem ráku réttingaverkstæðið sem hann byrjaði á en í faginu hefur hann starfað í 30 ár. Árni er úr Vogunum og byrjaði fyrst í múrverki með pabba sínum. En var bíladellukarl að upplagi. .„Einn daginn labbaði ég bara inn á sprautuverkstæði og sótti um vinnu,“ segir Árni um fyrsta starfið en þar var hann í 11 ár. Um tíma hætti hann í faginu og vann við pípulagnir. Á seinni árum fór Árni í gegnum raunfærnimat hjá Iðunni og síðan í Meistaraskólann og er því með meistararéttindi í bæði bifreiðasmíði og bílamálun. „Við fréttum af því að Ari og Fritz vildu hætta því þeir voru að komast á aldur. Þá fórum við að tala saman og enduðum með að kaupa saman þrír árið 2017,“ segir Árni. Allir þekktu þeir þegar Ara og Fritz. Andri hafði lengi séð um að plasta fyrir þá. Þá störfuðu Árni og saman um langt skeið á málningarverkstæðinu sem þjónustaði Réttingaþjónustuna Við litum á þetta sem tækifæri. Erum sprautari, réttari og plastari og vissum að saman gætum við hætt að útvista verkefnum og bjóða þess í stað upp á alla þjónustu á einum stað," segir Andri. Andri segist frekar trúa því að endurvinnsla muni aukast mikið frekar en að plast fari úr bílum. Öll áhöld, verkfæri, hljóðmengun, loftræsting og fleira hefur mikið breyst síðustu áratugina.Vísir/Vilhelm Berbrjósta konur Talið berst að ásýnd og ímynd verkstæða og verkstæðiskarla. Sem margir sjá fyrir sér að séu svartir upp fyrir haus af olíu og skít, með berbrjósta konur á dagatölum upp um alla veggi. En það voru ekki við sem vorum að kaupa þessi dagatöl. Þetta voru framleiðendur og söluaðilar sem dreifðu þessum plakötum á verkstæðin og síðan voru það bara verkstæðiskarlarnir sem hengdu þau upp,“ segir Eiríkur. „Já en síðan voru karlarnir sjálfir ekkert að horfa á þessar myndir. Þeir fóru bara inn á kaffistofu og töluðu um bíla,“ segir Árni og hlær. „Við tókum þetta strax niður, tíðarandinn er allt annar í dag og þetta á bara ekki við“ segir Andri. Í bíómyndum og sjónvarpi má sjá að ímyndin um berbrjósta konur á dagatölum er viðloðandi eins og einhvers konar alþjóðleg vinnustaðamenning. „Þetta er nú bara rannsóknarefni fyrir mannfræðinga að stúdera,“ segir Andri. Já þetta er allt saman farið í dag. Nema kannski hjá slökkviliðinu, þar er verið að mynda karlana bera að ofan á svona dagatöl,“ segir Árni. Þannig að kannski hefur tíðarandinn breyst þannig að berbrjósta konur eru horfnar af dagatölum en hálfnaktir karlmenn hafa tekið við? „Já ætli það ekki,“ svarar Andri en bætir við: „En það verður seint hægt að sjá það á þessu verkstæði að við verðum með bera karla á dagatölum upp á vegg.“ „Nei uss og svei,“ segja Árni og Eiríkur og ættu nú ekki annað eftir. Bílarnir hafa breyst mikið frá því Réttingaþjónustan var stofnuð árið 1975. Öryggi er mun meir, plastið í þeim mun meir og mikill búnaður er tölvuvæddur. „Hvíta gullið“ og túristar Covid hefur haft samdráttaráhrif á verkstæðisgeirann. Færri eru á ferðinni sem aftur þýðir færri tjón. Eins hefur veðrið verið gott. „Snjókoma er í okkar bransa kölluð hvíta gullið. Því við viljum bara snjó og hálku,“ segir Árni og segir nánast mega segja að verkstæði eins og þeirra „lifi á óförum annarra.“ Það er þó ekki illa meint. „Bankahrunið kom hins vegar ekkert illa við verkstæðin,“ segir Andri. „Menn voru þá að nota gömlu bílana lengur og láta gera við. Enda hækkuðu nýju bílarnir svo mikið í verði.“ Mikill missir var hins vegar af túristunum. Með þeim voru tjónin margfalt fleiri. „Þeir kunna auðvitað ekkert á aðstæður. Hvorki malarvegi né hálku,“ segir Árni og bætir því við að oft sé sérstaklega talað um Asíubúa í þessum efnum. Mörg túristatjónin eru líka nokkuð skrautleg. Frægust eru tjónin eftir Norðurljósin. Þá stoppa menn til að skoða Norðurljósin og fara hreinlega upp á þak á bílunum og standa þar. Sem þýðir auðvitað að þeir skilja eftir dæld á þakinu!“ segja félagarnir og hrista hausinn yfir vitleysunni. Eiríkur er bíladellukarl sem hefur starfað í faginu í 30 ár. Að hafa mikinn áhuga á bílum er einkenni margra sem starfa í faginu.Vísir/Vilhelm Bílarnir breyta faginu Þá segja félagarnir margt hafa breyst í gegnum tíðina því bílar hafa breyst svo mikið. Nú þurfi mikið að tölvulesa og mun meira plast og ál er notað í dag í staðinn fyrir stál áður. En er plastið ekki á útleið af umhverfissjónarmiðum? „Það er kannski frekar að maður sjái fyrir sér meiri endurnýtingu á plasti,“ segir Andri en allir segjast þeir ekki sjá fyrir sér að minna verði notað af plasti í náinni framtíð. Að farga minna er hins vegar góð þróun. Einn stuðari er á við þúsund Bónuspoka,“ segir Árni. Aðspurðir um það hvort tölvuvæðing bílanna hafi mikið breytt störfunum þeirra, segja þeir það kannski frekar eiga við á verkstæðum þar sem meira þarf að gera við rafmagn. „En vissulega þarf oft að tölvulesa því það er svo mikill búnaður tölvuvæddur í dag. Skynjara, ljós, myndavélar, akreinavarar og svo framvegis,“ segir Andri. „Þróunin gengur öll út á aukið öryggi og þess vegna hafa stórir framleiðendur eins og Volvo tilkynnt að eftir einhver ár eða áratugi ætli þeir hreinlega að ábyrgjast að enginn deyi í bíl frá þeim,“ segir Árni. Árni segir öll efni hafa breyst mikið síðustu áratugi og því ekki lengur eins og var að menn yrðu hálf lyfjaðir af því að vinna með eiturefni í óloftræstum rýmum eins og lengi var.Vísir/Vilhelm „Konan bakkaði á“ En hvað með konur og bíla. Er það mýta að konur kunni ekkert á bíla? „Já,“ svara félagarnir samróma og segja hið rétta vera að margar konur viti heilmargt um bíla. Stundum koma karlarnir hingað og segja að konan hafi bakkað á. Þá spyrjum við bara „Ertu viss?“ Því auðvitað föttum við oft að það voru bara þeir sjálfir sem bökkuðu á“ segir Árni og félagarnir hlæja. Þá segja þeir konur oft vera erfiðustu viðskiptavinina. Það sé þó sagt konum til hróss. „Því þær vita upp á hár hvað þær vilja og eru nákvæmar,“ svarar Árni. Andri sér um daglegan rekstur Réttingaþjónustunnar en eignarhlutur hans, Árna og Eiríks er jafn. Ef tveir eru sammála en einn ekki, er það meirihlutinn sem ræður.Vísir/Vilhelm Skrautleg verkefni Oft dúkka upp skrautleg verkefni. „Við sprautuðum til dæmis líkkistu bleika fyrir stuttu. Það var hinsta ósk hinnar látnu og aðstandendur vildu verða við því,“ segir Árni og bætir líka við: „Síðan var nokkuð um það eftir bankahrun að menn fóru á verkstæðin og báðu þau um að mála og sprauta peningaskápa.“ Þeir segja það að fara í rekstur feli í sér mikinn og góðan lærdóm. Auðvitað hafi því fylgt smá stress þegar ákvörðunin var tekin en þeir sjái ekki eftir því í dag. Þá hafi það líka skipt miklu að þeir þekktu til stofnenda og vissu að orðspor verkstæðisins var mjög gott. Í dag er unnið frá klukkan 8-17 og vinnutíminn mun fjölskylduvænni en áður var. „Þá var unnið kvöld og helgar. Annað var undantekning,“ segir Eiríkur. Þá segja þeir samstarfið sem eigendur og vinnufélagar ganga vel. „Við látum það ganga og ræðum málin ef eitthvað er,“ segir Árni og Eiríkur bætir við: „Og ef tveir eru sammála en sá þriðji ekki, ræður meirihlutinn.“ En munið þið eftir einhverjum fleiri skemmtilegum sögum af verkefnum hjá ykkur? Já ég man til dæmis eftir bónda að austan sem hafði samband og vildi að við myndum mála hrútinn hans í fánalitunum. Eflaust hefur hann horft of mikið á Dalalíf en við alla vega réðumst bara í þetta og það skemmtilega var að um vorið kom allt tví- og þrílembt undan hrútnum!“ segir Andri. Félagarnir skella upp úr við upprifjunina en segja við blaðamann að ekkert verði upp um það gefið í viðtalinu, hvernig þeir fóru að því að mála lifandi hrútinn. Gamla myndin Stofnendur Réttingaþjónustunnar árið 1975 voru Ari Ólafsson og Fritz Bjarnason. Frá því þá, hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bílarnir hafa breyst og er öryggið þeirra mun meira nú en áður. Þeir ryðga líka síður. Þá hefur öll aðstaða, áhöld og tæki breyst hjá starfsfólki verkstæða. Ekki síst má líkja loftræstikerfinu sem mikla og góða byltingu.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00 „Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10. janúar 2021 08:00 „Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. 20. desember 2020 07:01 „Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. 13. desember 2020 08:01 „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00
„Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10. janúar 2021 08:00
„Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. 20. desember 2020 07:01
„Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. 13. desember 2020 08:01
„Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00