Trump gæti fengið Facebook-aðganginn aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 20:47 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Eftirlitsnefnd um stjórnarhætti samfélagsmiðlarisans Facebook mun nú taka fyrir ákvörðun fyrirtækisins um að úthýsa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, af miðlinum. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið. Donald Trump var úthýst af helstu samfélagsmiðlum heims í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Töldu forsvarsmenn miðlana að hann hefði nýtt sér þá til að hvetja fylgjendur sína til að beita ofbeldi. Nefndin sem mun nú taka fyrir ákvörðun Facebook um að banna Trump á miðlum sínum, Facebook og Instagram, var stofnuð á síðasta ári og er ætlað að taka fyrir umdeildar ákvarðanir fyrirtækisins er lúta að ritstjórn og miðlun efnis. Facebook segir nefndina vera sjálfstæða og óháða. Bannaður ótímabundið Í kjölfar árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna var Trump bannaður ótímabundið á Facebook og Instagram, en einnig á Twitter, þeim samfélagsmiðli hvar forsetinn hefur látið mest til sín taka. Síðastnefndi miðillinn virðist ekki vera á þeim buxunum að aflétta banninu, en hugsanlegt er að forsetinn fyrrverandi endurheimti aðgang sinn að Facebook. „Ákvörðun eftirlitsnefndarinnar verður bindandi fyrir Facebook og mun ráða því hvort ótímabundnu banni herra Trumps frá Facebook og Instagram verður aflétt,“ segir í tilkynningu frá Facebook. Trump verður gefinn kostur á að leggja fram yfirlýsingu til nefndarinnar þar sem hann getur fært rök fyrir því að bannið skuli fellt úr gildi. Fimm manns sitja í nefndinni. Þeirra á meðal eru Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Alan Rusbridger, fyrrverandi ritstjóri Guardian. Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið. Donald Trump var úthýst af helstu samfélagsmiðlum heims í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Töldu forsvarsmenn miðlana að hann hefði nýtt sér þá til að hvetja fylgjendur sína til að beita ofbeldi. Nefndin sem mun nú taka fyrir ákvörðun Facebook um að banna Trump á miðlum sínum, Facebook og Instagram, var stofnuð á síðasta ári og er ætlað að taka fyrir umdeildar ákvarðanir fyrirtækisins er lúta að ritstjórn og miðlun efnis. Facebook segir nefndina vera sjálfstæða og óháða. Bannaður ótímabundið Í kjölfar árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna var Trump bannaður ótímabundið á Facebook og Instagram, en einnig á Twitter, þeim samfélagsmiðli hvar forsetinn hefur látið mest til sín taka. Síðastnefndi miðillinn virðist ekki vera á þeim buxunum að aflétta banninu, en hugsanlegt er að forsetinn fyrrverandi endurheimti aðgang sinn að Facebook. „Ákvörðun eftirlitsnefndarinnar verður bindandi fyrir Facebook og mun ráða því hvort ótímabundnu banni herra Trumps frá Facebook og Instagram verður aflétt,“ segir í tilkynningu frá Facebook. Trump verður gefinn kostur á að leggja fram yfirlýsingu til nefndarinnar þar sem hann getur fært rök fyrir því að bannið skuli fellt úr gildi. Fimm manns sitja í nefndinni. Þeirra á meðal eru Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Alan Rusbridger, fyrrverandi ritstjóri Guardian.
Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira