Innlent

Sótt­varnar­brot á veitinga­stað þar sem voru hátt í fimm­tíu gestir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það var í nógu snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt.
Það var í nógu snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Laust eftir klukkan sex í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á veitingastað út af sóttvarnarbroti. Í dagbók lögreglu segir að veitingastaðurinn sé í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem er þá annað hvort í Kópavogi eða Breiðholti, en ekki er nánar tilgreint hvar staðurinn er.

Í dagbók lögreglu segir að á fimmta tug gesta hafi verið á veitingastaðnum að horfa á íþróttaleik í sjónvarpinu.

Lögreglumenn hafi sett út á fjarlægðarmörk milli borða, óskýr mörk milli hólfa á staðnum, skort á sprittbrúsum og grímuleysi gesta. Lögregla mun skrifa skýrslu um málið.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi rétt eftir klukkan hálfsex í gærkvöldi. Lögregla fór á vettvang og ræddi við málsaðila að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Um klukkan hálftólf voru lögregla og slökkvilið send að íbúðarhúsi í Vogahverfi út af eldi í þvottahúsi. Eldur reyndist vera í þvottavél.

Auk þessa bárust lögreglu tilkynningar um tvö innbrot og eina tilraun til innbrots og þá voru þrír ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×