Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 18:21 Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands fyrir stuttu. Twitter Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. pic.twitter.com/q3mq4VZgBG— (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Navalní sneri aftur í dag frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því eitrað var fyrir honum. Yfirvöld segja að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands. Navalní var fluttur til Þýskalands í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunarinnar í ágúst síðastliðnum. Talsmaður Navalnís segir að lögmaður hans, sem flaug með honum til Rússlands frá Þýskalandi, hafi ekki fengið að fara með honum. Engar útskýringar hvers vegna hann fékk það ekki hafa verið gefnar af lögreglunni. Hann verður í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum í tengslum við ásakanir um fjársvik. , . , . , , , . — (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Flugvélin átti að lenda í Moskvu í dag en hætti við og lenti á flugvellinum í Sheremetyevo. Navalní hafði hvatt stuðningsmenn sína til þess að taka á móti sér á flugvellinum í Moskvu, sem hundruð gerðu. Margir stuðningsmenn hans á flugvellinum voru handteknir. Margir þeirra höfðu margir kyrjað „Rússland mun verða frjálst!“ og „Navalní! Navalní!“. Fréttastofa Sky greinir frá þessu. Stuðningsmenn Navalnís voru handteknir á flugvellinum í Moskvu þar sem þeir biðu hans.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lengi verið helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútíns Navalní hefur lengi verið einn helsti stjórnarandstæðingur Vladimírs Pútíns og hafa stjórnvöld ítrekað beitt sér fyrir því að hann geti ekki boðið sig fram til opinberra embætta. Árið 2014 var hann sakfelldur fyrir þjófnað en hann segist saklaus af þeim ásökunum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Rússnesk yfirvöld hafa þegar hafið nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní en hann er sakaður um að hafa nýtt fé, sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
pic.twitter.com/q3mq4VZgBG— (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Navalní sneri aftur í dag frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því eitrað var fyrir honum. Yfirvöld segja að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands. Navalní var fluttur til Þýskalands í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunarinnar í ágúst síðastliðnum. Talsmaður Navalnís segir að lögmaður hans, sem flaug með honum til Rússlands frá Þýskalandi, hafi ekki fengið að fara með honum. Engar útskýringar hvers vegna hann fékk það ekki hafa verið gefnar af lögreglunni. Hann verður í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum í tengslum við ásakanir um fjársvik. , . , . , , , . — (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Flugvélin átti að lenda í Moskvu í dag en hætti við og lenti á flugvellinum í Sheremetyevo. Navalní hafði hvatt stuðningsmenn sína til þess að taka á móti sér á flugvellinum í Moskvu, sem hundruð gerðu. Margir stuðningsmenn hans á flugvellinum voru handteknir. Margir þeirra höfðu margir kyrjað „Rússland mun verða frjálst!“ og „Navalní! Navalní!“. Fréttastofa Sky greinir frá þessu. Stuðningsmenn Navalnís voru handteknir á flugvellinum í Moskvu þar sem þeir biðu hans.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lengi verið helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútíns Navalní hefur lengi verið einn helsti stjórnarandstæðingur Vladimírs Pútíns og hafa stjórnvöld ítrekað beitt sér fyrir því að hann geti ekki boðið sig fram til opinberra embætta. Árið 2014 var hann sakfelldur fyrir þjófnað en hann segist saklaus af þeim ásökunum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Rússnesk yfirvöld hafa þegar hafið nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní en hann er sakaður um að hafa nýtt fé, sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08