Ég held að ég hafi ekki það mikil völd Atli Arason skrifar 15. janúar 2021 22:46 Hörður Axel telur sig ekki hafa haft áhrif á því að æfinga- og keppnisbanni hafi verið aflétt. Hann er þó einkar þakklátur því að vera kominn út á völl aftur. Vísir/Daniel Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var yfir sig ánægður að vera loksins kominn út á völlinn aftur. Þá var hann eðlilega mjög ánægður með stórsigur sinna manna í kvöld en Keflavík vann Þór Þorláksöfn með 28 stiga mun, 115-87. „Ég er glaður, mjög glaður að fá að keppa og fá að spila körfubolta það er svona það helsta sem maður tekur út úr þessum leik. Auðvitað er maður ánægður að vinna en fyrst og fremst bara að fá að spila og gera það sem maður hefur lifað fyrir alla sína tíð í rauninni,” sagði Hörður í viðtali eftir leik. Hörður var búinn að tjá sig um það á samskiptamiðlum hvað æfingar- og keppnisbannið hafi haft slæm áhrif á hann og mögulega alla framtíðar afreksíþróttamenn. Aðspurður telur hann sig ekki hafa haft einhver áhrif í því að keppnisbanninu var loksins aflétt. „Nei ég held ég hafi nú ekki það mikil völd að ég hafi eitthvað um það að segja,” segir Hörður og hlær áður en hann bætir við: „En á sama tíma þá var þetta eitthvað sem lá mér á hjarta og eitthvað sem mér fannst ég þurfa að koma frá mér.” Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess....Posted by Hörður Axel Vilhjálmsson on Tuesday, December 1, 2020 Keflavík vann eins og áður sagði öruggan 28 stiga sigur á Þór á heimavelli í kvöld en þeir voru þó lengi að hrista gestina af sér. „Við hertum varnarleikinn mikið í seinni hálfleik og lokuðum á þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá. Sóknarlega vorum við að dreifa boltanum vel. Við vorum að finna glufur betur í seinni hálfleik þar sem við vorum kannski aðeins þolinmóðari í staðinn fyrir að reyna að negla boltanum beint inn á Dom og bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Við vorum að hreyfa boltann og þannig fengu allir bita af kökunni,“ svaraði Hörður aðspurður hvers vegna Keflavík sigraði í kvöld. Hörður vil fyrst og fremst fá að spila tímabilið áður en hann gefur eitthvað út um markmið Keflavíkur fyrir árið. „Markmiðið er bara að klára tímabilið. Ég held það sé markmið allra liða, að fá að spila bara. Það er langt í að fara að spá í einhverjum langtímamarkmiðum núna. Það er bara einn leikur búinn. Við erum ánægðir með þar sem við erum í dag en við fengum að mæla okkur aðeins við annað lið sem er eitthvað sem við höfum ekki fengið að gera í marga mánuði. Eftir þetta er ég nokkuð sáttur en ég vil samt fá að byggja meira ofan á þetta,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 115-87 | Stórsigur hjá heimamönnum Keflavík vann stórsigur á Þór Þorlákshöfn er Dominos-deild karla í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Lokatölur í Keflavík 115-87 heimamönnum í vil. 15. janúar 2021 22:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
„Ég er glaður, mjög glaður að fá að keppa og fá að spila körfubolta það er svona það helsta sem maður tekur út úr þessum leik. Auðvitað er maður ánægður að vinna en fyrst og fremst bara að fá að spila og gera það sem maður hefur lifað fyrir alla sína tíð í rauninni,” sagði Hörður í viðtali eftir leik. Hörður var búinn að tjá sig um það á samskiptamiðlum hvað æfingar- og keppnisbannið hafi haft slæm áhrif á hann og mögulega alla framtíðar afreksíþróttamenn. Aðspurður telur hann sig ekki hafa haft einhver áhrif í því að keppnisbanninu var loksins aflétt. „Nei ég held ég hafi nú ekki það mikil völd að ég hafi eitthvað um það að segja,” segir Hörður og hlær áður en hann bætir við: „En á sama tíma þá var þetta eitthvað sem lá mér á hjarta og eitthvað sem mér fannst ég þurfa að koma frá mér.” Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess....Posted by Hörður Axel Vilhjálmsson on Tuesday, December 1, 2020 Keflavík vann eins og áður sagði öruggan 28 stiga sigur á Þór á heimavelli í kvöld en þeir voru þó lengi að hrista gestina af sér. „Við hertum varnarleikinn mikið í seinni hálfleik og lokuðum á þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá. Sóknarlega vorum við að dreifa boltanum vel. Við vorum að finna glufur betur í seinni hálfleik þar sem við vorum kannski aðeins þolinmóðari í staðinn fyrir að reyna að negla boltanum beint inn á Dom og bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Við vorum að hreyfa boltann og þannig fengu allir bita af kökunni,“ svaraði Hörður aðspurður hvers vegna Keflavík sigraði í kvöld. Hörður vil fyrst og fremst fá að spila tímabilið áður en hann gefur eitthvað út um markmið Keflavíkur fyrir árið. „Markmiðið er bara að klára tímabilið. Ég held það sé markmið allra liða, að fá að spila bara. Það er langt í að fara að spá í einhverjum langtímamarkmiðum núna. Það er bara einn leikur búinn. Við erum ánægðir með þar sem við erum í dag en við fengum að mæla okkur aðeins við annað lið sem er eitthvað sem við höfum ekki fengið að gera í marga mánuði. Eftir þetta er ég nokkuð sáttur en ég vil samt fá að byggja meira ofan á þetta,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 115-87 | Stórsigur hjá heimamönnum Keflavík vann stórsigur á Þór Þorlákshöfn er Dominos-deild karla í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Lokatölur í Keflavík 115-87 heimamönnum í vil. 15. janúar 2021 22:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 115-87 | Stórsigur hjá heimamönnum Keflavík vann stórsigur á Þór Þorlákshöfn er Dominos-deild karla í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Lokatölur í Keflavík 115-87 heimamönnum í vil. 15. janúar 2021 22:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum