Fótbolti

Anna Björk í viðræðum við KR: „Rómantík að fara í uppeldisfélagið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anna Björk í viðtalinu í dag. Hún á að baki rúmlega 140 leiki í efstu deild hér á landi sem og nokkra bikara.
Anna Björk í viðtalinu í dag. Hún á að baki rúmlega 140 leiki í efstu deild hér á landi sem og nokkra bikara. vísir/s2s

Anna Björk Kristjánsdóttir, sem lék í vetur með PSV í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun að öllum líkindum leika í Pepsi Max-deild kvenna í sumar en þetta staðfesti hún í Sportinu í dag.

Anna Björk er þrítug en hún á að baki 43 landsleiki. Hún lék síðast hér á landi með Stjörnuna árið 2016, þar sem hún hafði leikið frá árinu 2009, en hún er þó uppalin í Vesturbænum.

„Hugur minn leitar heim. Ég er mjög spenntur fyrir því og ætla að sjá hvernig það þróast,“ sagði Anna Björk í samtali við Kjartan Atla í dag. Umboðsmaðurinn skildi ekkert þegar Anna sagði við hana að hún vildi gjarnan spila fótbolta í sumar.

„Þegar ég talaði við umboðsmanninn minn að það væri fínt að spila í sumar þá hló hún að mér og sagði að ég þyrfti að fara á aðra plánetu. Svo sagði ég henni að Ísland væri að stefna á að spila í sumar og þá talaði hún að senda alla leikmennina sem hún hefði til Íslands. Það eru forréttindi og það horfa margir til Íslands held ég.“

Anna Björk sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að hún væri í viðræðum við nokkur félög hér heima og eitt þeirra ku vera KR. Hún segir að það sé ákveðinn rómantík í því að fara heim.

„Ég er að skoða mín mál og hvað hentar best fyrir mig á þessum tímapunkti. Maður á rætur að rekja til KR og það er rómantík að fara í uppeldisfélagið. Þetta er eitt af því sem ég er að skoða og ætla ekki að drífa mig of mikið þó ég vilji komast að niðurstöðu. Éger að skoða ýmsar hliðar og sjá hvað er best fyrir mig,“

Klippa: Sportið í dag - Anna Björk um KR

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×