Munu Barcelona og Juventus skiptast á leikmönnum? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 17:45 Verða þessir tveir liðsfélagar á næstu leiktíð? EPA-EFE/ALBERTO ESTEVEZ Talið er að kórónufaraldurinn muni hafa mikil áhrif á kaup og sölur leikmanna í knattspyrnuheiminum í sumar. Svo virðist sem stórliðin Barcelona og Juventus hafi fundið farsæla lausn á hvernig má tækla það vandamál að hafa minna fé á milli handanna, þau ætla einfaldlega að skiptast á leikmönnum. Allavega ef eitthvað er að marka frétt vefmiðilsins Goal. This summer's blockbuster transfer? — Goal News (@GoalNews) May 3, 2020 Samkvæmt frétt þeirra hefur Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, staðfest að félagið eigi í viðræðum við Börsunga um leikmannaskipti. Juventus myndi senda Bosníumanninn Miralem Pjanić til Katalóníu á meðan ítalska félagið fengi í staðinn hinn brasilíska Arthur. „Við erum í viðræðum við Börsunga sem og önnur stórlið. Þetta verður áhugavert sumar þar sem við munum þurfa nýjar hugmyndir,“ sagði Paratici í viðtali við Sky Sports á Ítalíu. Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, ku vera mikill aðdáandi brasilíska miðjumannsins sem vill þó helst vera um kyrrt í Barcelona. Talið er að spænska félagið sé opið fyrir tilboðum í nær alla leikmenn sína fyrir utan lykilmenn á borð við Lionel Messi. Vill félagið safna fjármunum til að geta fjárfest í Lautaro Martinez, framherja Inter, og stórstjörnunni Neymar sem lék með Börsungum við góðan orðstír áður en hann hélt til Paris Saint-Germain. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Talið er að kórónufaraldurinn muni hafa mikil áhrif á kaup og sölur leikmanna í knattspyrnuheiminum í sumar. Svo virðist sem stórliðin Barcelona og Juventus hafi fundið farsæla lausn á hvernig má tækla það vandamál að hafa minna fé á milli handanna, þau ætla einfaldlega að skiptast á leikmönnum. Allavega ef eitthvað er að marka frétt vefmiðilsins Goal. This summer's blockbuster transfer? — Goal News (@GoalNews) May 3, 2020 Samkvæmt frétt þeirra hefur Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, staðfest að félagið eigi í viðræðum við Börsunga um leikmannaskipti. Juventus myndi senda Bosníumanninn Miralem Pjanić til Katalóníu á meðan ítalska félagið fengi í staðinn hinn brasilíska Arthur. „Við erum í viðræðum við Börsunga sem og önnur stórlið. Þetta verður áhugavert sumar þar sem við munum þurfa nýjar hugmyndir,“ sagði Paratici í viðtali við Sky Sports á Ítalíu. Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, ku vera mikill aðdáandi brasilíska miðjumannsins sem vill þó helst vera um kyrrt í Barcelona. Talið er að spænska félagið sé opið fyrir tilboðum í nær alla leikmenn sína fyrir utan lykilmenn á borð við Lionel Messi. Vill félagið safna fjármunum til að geta fjárfest í Lautaro Martinez, framherja Inter, og stórstjörnunni Neymar sem lék með Börsungum við góðan orðstír áður en hann hélt til Paris Saint-Germain.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira