Marshall-áætlun FIFA í bígerð Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 19:30 FIFA ætlar að bregðast við vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirunnar. VÍSIR/GETTY FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úr gríðarháum fjárhæðum að moða til að hlaupa undir bagga með knattspyrnufélögum og deildum sem um allan heim finna fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt frétt Reuters er FIFA nú komið vel á veg með að útbúa „Fótbolta Marshall-áætlun“ í anda aðstoðarinnar sem Bandaríkin ákváðu að veita löndum í Vestur- og Suður-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. FIFA býr yfir digrum sjóðum sem metnir eru á 2,7 milljarða Bandaríkjadala eða hátt í 400 milljarða króna, en óvíst er hve djúpt í þá sjóði sambandið er tilbúið að fara. Starfshópur á vegum FIFA hefur undanfarið kannað þau efnahagslegu áhrif sem kórónuveiran hefur í för með sér fyrir fótboltaheiminn og talsmaður FIFA sagði við Reuters að sambandið gerði sér vel grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingarnar væru. Margir munu standa eftir afar illa staddir „Þetta getur valdið truflunum og hamlað getu aðildarsambanda FIFA og annarra aðila eins og deilda og knattspyrnufélaga til að þróa, fjármagna og halda áfram fótboltastarfi á öllum stigum leiksins, hvort sem er á atvinnumannastigi eða ekki, eða í yngri flokkum og grasrótarstarfi,“ sagði talsmaður FIFA og bætti við: „Það er fyrirséð að í mörgum hlutum heimsins munu stóri hópar fólks sem tengjast fótbolta, leikmenn úr röðum karla og kvenna, standa eftir í gríðarlega erfiðum fjárhagsaðstæðum.“ Segir talsmaður FIFA það skyldu sambandsins að koma til hjálpar. Hins vegar er óljóst með hvaða hætti það verður útfært en FIFA mun ráðfæra sig í þessari viku við aðildarsambönd sín. Nær öllum fótboltakeppnum heimsins hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins og keppnir á borð við EM karla og Copa America, sem fara áttu fram í sumar, færðar til ársins 2021. FIFA Fótbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úr gríðarháum fjárhæðum að moða til að hlaupa undir bagga með knattspyrnufélögum og deildum sem um allan heim finna fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt frétt Reuters er FIFA nú komið vel á veg með að útbúa „Fótbolta Marshall-áætlun“ í anda aðstoðarinnar sem Bandaríkin ákváðu að veita löndum í Vestur- og Suður-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. FIFA býr yfir digrum sjóðum sem metnir eru á 2,7 milljarða Bandaríkjadala eða hátt í 400 milljarða króna, en óvíst er hve djúpt í þá sjóði sambandið er tilbúið að fara. Starfshópur á vegum FIFA hefur undanfarið kannað þau efnahagslegu áhrif sem kórónuveiran hefur í för með sér fyrir fótboltaheiminn og talsmaður FIFA sagði við Reuters að sambandið gerði sér vel grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingarnar væru. Margir munu standa eftir afar illa staddir „Þetta getur valdið truflunum og hamlað getu aðildarsambanda FIFA og annarra aðila eins og deilda og knattspyrnufélaga til að þróa, fjármagna og halda áfram fótboltastarfi á öllum stigum leiksins, hvort sem er á atvinnumannastigi eða ekki, eða í yngri flokkum og grasrótarstarfi,“ sagði talsmaður FIFA og bætti við: „Það er fyrirséð að í mörgum hlutum heimsins munu stóri hópar fólks sem tengjast fótbolta, leikmenn úr röðum karla og kvenna, standa eftir í gríðarlega erfiðum fjárhagsaðstæðum.“ Segir talsmaður FIFA það skyldu sambandsins að koma til hjálpar. Hins vegar er óljóst með hvaða hætti það verður útfært en FIFA mun ráðfæra sig í þessari viku við aðildarsambönd sín. Nær öllum fótboltakeppnum heimsins hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins og keppnir á borð við EM karla og Copa America, sem fara áttu fram í sumar, færðar til ársins 2021.
FIFA Fótbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira