Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Eiður Þór Árnason skrifar 26. mars 2020 10:00 Fjölskyldan þakkar fyrir það á tímum sem þessum að vera samrýmd og vön því að eiga tíma saman. Aðsend Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. Ekkert þeirra hefur veikst alvarlega og hafa sumir jafnvel verið nær einkennalausir. Guðrún Bergmann Franzdóttir segir mikilvægt að þeir sem greinist passi hausinn og forðist að áfellast sjálfan sig eða aðra. Allir þurfi að átta sig á því að veiran sé bráðsmitandi og úti um allt í samfélaginu. „Við erum bara þakklát fyrir að vera ekki veikari og þar sem við erum með fólk í áhættuhóp og ungbarn og kasólétta konu þá erum við þakklát fyrir að vera nokkuð brött,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Óheillasagan hófst þegar Guðrún byrjaði að finna fyrir hálsbólgu og ákvað að halda sig heima fyrir. Fljótlega fór að bera á frekari veikindum innan fjölskyldunnar. Guðrún var farin að missa bragð- og lyktarskyn ásamt þungaðri dóttur sinni Söru Karen Jóhannesdóttur sem var þá komin með kvef. Einnig fékk systir hennar Guðrún Kristín Jóhannesdóttir þyngsli fyrir brjóstið. Guðrún Bergmann Franzdóttir ásamt dótturdóttur sinni Maríu Rós Styrmisdóttur.Aðsend Veiran greinilega bráðsmitandi Guðrúnu var svo hætt að litast á blikuna þegar hún frétti að fólk sem þau hittu nýlega hafi greinst með kórónuveiruna. „Þá fór ég að hugsa hvort ég væri hugsanlega með þetta, þó að samkvæmt öllu væri ég ekki beint með einkennin.“ Hún hringdi þá á heilsugæslu og var mæðgunum strax gert að fara í sóttkví ásamt öðru heimilisfólki. Eftir sýnatöku kom í ljós að þær voru allar þrjár með kórónuveiruna og það sama átti við um alla hina á sex manna heimilinu. Til að taka þetta saman þá hafði veirunni tekist að læsa klónum í hjónin Guðrúnu og Jóhannes Geir Rúnarsson, dæturnar þrjár: hina brottfluttu Söru Karen, Anney Birtu sem er hjartveik og Guðrúnu Kristínu, unnusta þeirrar síðastnefndu Styrmi Magnússon sem er með astma og níu mánaða gamla dóttur þeirra Maríu Rós. Rúnar Þór Sigurðarson, unnusti Söru Karenar, greindist ekki með veiruna en grunar jafnvel að hann hafi áður verið sýktur í ljósi nýliðinna veikinda. „Þetta er greinilega bráðsmitandi þannig að maður þarf að fara varlega. Maður þarf að passa sig alls staðar. Það getur ekki annað verið en að það sé smitað fólk sem sé ekki með nein einkenni því helmingurinn af okkur er ekki með einkenni,“ segir Guðrún Bergmann. Fann fyrir smitskömm Guðrún viðurkennir að fljótlega hafi hún farið að áfellast sjálfa sig. „Það fyrsta sem ég hugsaði og við hugsuðum það eiginlega allar við mæðgurnar var „kom ég með þetta inn á heimilið?“ og maður fer svona ósjálfrátt að hugsa hvort þetta sé mér að kenna.“ Mæðgurnar ákváðu í kjölfarið að ræða saman og fullvissa hvor aðra um að þetta væri svo sannarlega engum þeirra að kenna. Guðrún ásamt dætrunum þremur.Aðsend „Við ætluðum okkur ekkert að ná í þessa veiru inn á heimilið. Maður verður líka að passa hvernig maður hugsar en þetta fer strax í hausinn á manni: „gerði ég þetta?“ „er ég búin að smita fleiri?“ Svo þarf yfirleitt eitthvað fólk sem maður umgengst að fara í sóttkví og þá er það náttúrulega þér að kenna, finnst manni.“ Að sögn Guðrúnar þurftu nokkrir vinir og ættingjar að fara í sóttkví eftir að fjölskyldan greindist. „Þau voru fljót að hafa samband við mig og láta mig vita að þetta væri alls ekki eitthvað sem ég þyrfti að taka til mín, þetta er ekki eitthvað sem maður ætlar sér, þetta er bara hlutur sem skeður. Maður þarf svolítið að passa hausinn á sér.“ Gott að finna fyrir náungakærleik Nú eru sex dagar liðnir frá því að fjölskyldan hóf einangrun og fyrir það voru þau búin að vera nokkra daga í sóttkví. „Sem betur fer erum við samrýmd fjölskylda og við erum vön að vera mikið saman. Það er kannski ástæðan fyrir því að við erum smituð öll sömun. Þannig að við ættum nú að fara létt með þessa sambúð.“ Greinilegt er að þessar óvenjulegu aðstæður hafa aðeins flækt fjölskyldulífið og hefur heimilisfólk þurft að venjast því að geta ekki farið út til að kaupa matvörur og aðrar nauðsynjar. „Maður hefur aldrei notað netið eins mikið. Núna getur maður náttúrulega pantað sér mat á netinu og svo þarf að aðlagast því að þegar maður er byrjaður að elda og það vantar einn hlut þá getur enginn af öllum þessum fjölskyldumeðlimum hoppað út í búð eftir mjólk eða einhverju sem hefur gleymst að kaupa. Svo maður þarf að passa sig vel þegar maður er að panta inn,“ segir Guðrún létt í bragði. Hún bætir við að á tímum sem þessum sé gott að eiga góða að og þar á meðal nágranna sem séu til í að veita hjálparhönd ef á þarf að halda. Öll fjölskyldan samankomin á góðri stund. Einungis tveir á þessari mynd hafa sloppið frá veirunni en á hana vantar Maríu Rós sem var enn ófædd.Aðsend „Við búum á þriðju hæð þannig að við viljum ekkert vera að labba í gegnum ganginn og við erum með frábæra nágranna sem hafa hlaupið upp með pokana til okkar fyrir utan hurð, dinglað svo og farið í burtu.“ Auk þess hafa aðrir boðist til þess að skjótast eftir hinum ýmsu hlutum fyrir fjölskylduna. Guðrún segir það góða tilfinningu að finna fyrir náungakærleik hvert sem litið er á tímum sem þessum. Hrósar heilbrigðiskerfinu og listamönnum „Mig langar bara að hrósa heilbrigðiskerfinu hjá okkur. Það er rosalega flott teymi í kringum COVID-19, það er alltaf verið að hringja reglulega í okkur, fylgjast með og spyrjast fyrir og það er bæði smitteymi, rakningateymi og læknateymi sem hefur samband við okkur. Og það er ekki bara hringt í einn það er hringt í alla þó að við séum á sama heimili.“ Þar að auki fylgist teymi á Barnaspítalanum vel með meðgöngu Söru Karenar sem er nú að verða komin 41 viku á leið. Guðrún er þakklát fyrir tæknina á tímum sem þessum og segir púsl, spil og Netflix njóta vinsælda hjá fjölskyldunni á þessum síðustu og verstu. „Maður er líka duglegur að Skype-a, þannig að maður reynir að hitta einhverja aðra en fjölskyldumeðlimina hérna á netinu,“ segir hún kímin. Hún hrósar einnig góðu framtaki tónlistarmanna sem hafa margir lagt sig fram við að senda út tónleika sína á netinu. Hún segir fjölskylduna ætla að reyna að gera það besta úr þessu. „Við erum þekkt fyrir að halda í þetta góða, þannig að við erum dugleg að bulla í hvort öðru og halda í skemmtilegu hlutina. Þó að sjokkið hafi komið mest fyrst þá verður maður bara að rífa síg upp úr því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. Ekkert þeirra hefur veikst alvarlega og hafa sumir jafnvel verið nær einkennalausir. Guðrún Bergmann Franzdóttir segir mikilvægt að þeir sem greinist passi hausinn og forðist að áfellast sjálfan sig eða aðra. Allir þurfi að átta sig á því að veiran sé bráðsmitandi og úti um allt í samfélaginu. „Við erum bara þakklát fyrir að vera ekki veikari og þar sem við erum með fólk í áhættuhóp og ungbarn og kasólétta konu þá erum við þakklát fyrir að vera nokkuð brött,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Óheillasagan hófst þegar Guðrún byrjaði að finna fyrir hálsbólgu og ákvað að halda sig heima fyrir. Fljótlega fór að bera á frekari veikindum innan fjölskyldunnar. Guðrún var farin að missa bragð- og lyktarskyn ásamt þungaðri dóttur sinni Söru Karen Jóhannesdóttur sem var þá komin með kvef. Einnig fékk systir hennar Guðrún Kristín Jóhannesdóttir þyngsli fyrir brjóstið. Guðrún Bergmann Franzdóttir ásamt dótturdóttur sinni Maríu Rós Styrmisdóttur.Aðsend Veiran greinilega bráðsmitandi Guðrúnu var svo hætt að litast á blikuna þegar hún frétti að fólk sem þau hittu nýlega hafi greinst með kórónuveiruna. „Þá fór ég að hugsa hvort ég væri hugsanlega með þetta, þó að samkvæmt öllu væri ég ekki beint með einkennin.“ Hún hringdi þá á heilsugæslu og var mæðgunum strax gert að fara í sóttkví ásamt öðru heimilisfólki. Eftir sýnatöku kom í ljós að þær voru allar þrjár með kórónuveiruna og það sama átti við um alla hina á sex manna heimilinu. Til að taka þetta saman þá hafði veirunni tekist að læsa klónum í hjónin Guðrúnu og Jóhannes Geir Rúnarsson, dæturnar þrjár: hina brottfluttu Söru Karen, Anney Birtu sem er hjartveik og Guðrúnu Kristínu, unnusta þeirrar síðastnefndu Styrmi Magnússon sem er með astma og níu mánaða gamla dóttur þeirra Maríu Rós. Rúnar Þór Sigurðarson, unnusti Söru Karenar, greindist ekki með veiruna en grunar jafnvel að hann hafi áður verið sýktur í ljósi nýliðinna veikinda. „Þetta er greinilega bráðsmitandi þannig að maður þarf að fara varlega. Maður þarf að passa sig alls staðar. Það getur ekki annað verið en að það sé smitað fólk sem sé ekki með nein einkenni því helmingurinn af okkur er ekki með einkenni,“ segir Guðrún Bergmann. Fann fyrir smitskömm Guðrún viðurkennir að fljótlega hafi hún farið að áfellast sjálfa sig. „Það fyrsta sem ég hugsaði og við hugsuðum það eiginlega allar við mæðgurnar var „kom ég með þetta inn á heimilið?“ og maður fer svona ósjálfrátt að hugsa hvort þetta sé mér að kenna.“ Mæðgurnar ákváðu í kjölfarið að ræða saman og fullvissa hvor aðra um að þetta væri svo sannarlega engum þeirra að kenna. Guðrún ásamt dætrunum þremur.Aðsend „Við ætluðum okkur ekkert að ná í þessa veiru inn á heimilið. Maður verður líka að passa hvernig maður hugsar en þetta fer strax í hausinn á manni: „gerði ég þetta?“ „er ég búin að smita fleiri?“ Svo þarf yfirleitt eitthvað fólk sem maður umgengst að fara í sóttkví og þá er það náttúrulega þér að kenna, finnst manni.“ Að sögn Guðrúnar þurftu nokkrir vinir og ættingjar að fara í sóttkví eftir að fjölskyldan greindist. „Þau voru fljót að hafa samband við mig og láta mig vita að þetta væri alls ekki eitthvað sem ég þyrfti að taka til mín, þetta er ekki eitthvað sem maður ætlar sér, þetta er bara hlutur sem skeður. Maður þarf svolítið að passa hausinn á sér.“ Gott að finna fyrir náungakærleik Nú eru sex dagar liðnir frá því að fjölskyldan hóf einangrun og fyrir það voru þau búin að vera nokkra daga í sóttkví. „Sem betur fer erum við samrýmd fjölskylda og við erum vön að vera mikið saman. Það er kannski ástæðan fyrir því að við erum smituð öll sömun. Þannig að við ættum nú að fara létt með þessa sambúð.“ Greinilegt er að þessar óvenjulegu aðstæður hafa aðeins flækt fjölskyldulífið og hefur heimilisfólk þurft að venjast því að geta ekki farið út til að kaupa matvörur og aðrar nauðsynjar. „Maður hefur aldrei notað netið eins mikið. Núna getur maður náttúrulega pantað sér mat á netinu og svo þarf að aðlagast því að þegar maður er byrjaður að elda og það vantar einn hlut þá getur enginn af öllum þessum fjölskyldumeðlimum hoppað út í búð eftir mjólk eða einhverju sem hefur gleymst að kaupa. Svo maður þarf að passa sig vel þegar maður er að panta inn,“ segir Guðrún létt í bragði. Hún bætir við að á tímum sem þessum sé gott að eiga góða að og þar á meðal nágranna sem séu til í að veita hjálparhönd ef á þarf að halda. Öll fjölskyldan samankomin á góðri stund. Einungis tveir á þessari mynd hafa sloppið frá veirunni en á hana vantar Maríu Rós sem var enn ófædd.Aðsend „Við búum á þriðju hæð þannig að við viljum ekkert vera að labba í gegnum ganginn og við erum með frábæra nágranna sem hafa hlaupið upp með pokana til okkar fyrir utan hurð, dinglað svo og farið í burtu.“ Auk þess hafa aðrir boðist til þess að skjótast eftir hinum ýmsu hlutum fyrir fjölskylduna. Guðrún segir það góða tilfinningu að finna fyrir náungakærleik hvert sem litið er á tímum sem þessum. Hrósar heilbrigðiskerfinu og listamönnum „Mig langar bara að hrósa heilbrigðiskerfinu hjá okkur. Það er rosalega flott teymi í kringum COVID-19, það er alltaf verið að hringja reglulega í okkur, fylgjast með og spyrjast fyrir og það er bæði smitteymi, rakningateymi og læknateymi sem hefur samband við okkur. Og það er ekki bara hringt í einn það er hringt í alla þó að við séum á sama heimili.“ Þar að auki fylgist teymi á Barnaspítalanum vel með meðgöngu Söru Karenar sem er nú að verða komin 41 viku á leið. Guðrún er þakklát fyrir tæknina á tímum sem þessum og segir púsl, spil og Netflix njóta vinsælda hjá fjölskyldunni á þessum síðustu og verstu. „Maður er líka duglegur að Skype-a, þannig að maður reynir að hitta einhverja aðra en fjölskyldumeðlimina hérna á netinu,“ segir hún kímin. Hún hrósar einnig góðu framtaki tónlistarmanna sem hafa margir lagt sig fram við að senda út tónleika sína á netinu. Hún segir fjölskylduna ætla að reyna að gera það besta úr þessu. „Við erum þekkt fyrir að halda í þetta góða, þannig að við erum dugleg að bulla í hvort öðru og halda í skemmtilegu hlutina. Þó að sjokkið hafi komið mest fyrst þá verður maður bara að rífa síg upp úr því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira