Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2024 14:39 Eyjólfur Ármannsson, nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur áður talað um að bókun 35 stangaðist á við stjórnarskrá landsins. Vísir/Rúnar Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. Þetta sagði Eyjólfur í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, en samkomulag ermilli ríkisstjórnarflokkanna um samþykkt slíks frumvarps. Eyjólfur hefur áður sagt að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá og að breytingar á henni væru nauðsynlegar ef hún yrði samþykkt. Lengi hefur verið deilt um frumvarp um bókun 35 sem gengur út á að ef lagasetning sem byggir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og önnur lög stangast á þá gildi þau fyrri, nema þá ef Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Andstæðingar bókunar hafa í þessu samhengi talað um fullveldisafsal á meðan stuðningsmenn telja frumvarpið tryggja samræmi í lögum og að almenningur njóti þá þess réttar sem kveðið er á um í EES-samningnum. Utanríkisráðherra hefur áður lagt fram lagafrumvarp um bókun 35 sem hafi þó ekki náð fram að ganga. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ríkisstjórnin ætli að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 þar sem ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina. Hún sagði að þessu myndi eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Virðir það samkomulag Aðspurður um hvernig það snerti sig – stjórnarfrumvarp um samþykkt bókunar 35 – segist Eyjólfur vísa í það sem hann hafi áður sagt í þinginu um það mál. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögledd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessa lögleiðingar í þrjátíu ár. Ég hef nálgast þetta frá sögulegu forsendum og líka lagalegum forsendum. Ég bara vísa til þess sem ég segi. Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag. Að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi þá munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Við íslenska þjóðin getum vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga inn í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. En svo er á dagskránni að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að taka viðræðurnar upp að nýju. Þú hlýtur þá að samþykkja það líka? „Ég mun samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu, að sjálfsögðu. Þjóðin ræður. Það er atkvæðagreiðsla sem verður þar. Það er ekki í mínum höndum þá,“ segir Eyjólfur. Jarðgangnagerð sé ekki lúxus Eyjólfur var einnig spurður um samgöngur og jarðgangnagerð, en í stjórnarsáttmála segir að til standi að ráðast í átak í jarðgangagerð. Hvernig sérðu forgangsröðun í þeim efnum og sérðu það fyrir að það sé hægt að bora á fleiri en einum stað í einu? „Ég hef ekki myndað mér skoðun varðandi forgangsröðun. Ég get vel séð fyrir mér að það verði borað á tveimur stöðum í einu. Ég hef talað fyrir því í kosningabaráttunni víða, en ríkisstjórnarsáttmálinn talar um það að við verðum að bora ein jarðgöng í einu. Við verðum líka að athuga að jarðgangnagerð í samgöngum á Íslandi á ekki að vera lúxus.“ Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Bókun 35 EES-samningurinn Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Þetta sagði Eyjólfur í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, en samkomulag ermilli ríkisstjórnarflokkanna um samþykkt slíks frumvarps. Eyjólfur hefur áður sagt að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá og að breytingar á henni væru nauðsynlegar ef hún yrði samþykkt. Lengi hefur verið deilt um frumvarp um bókun 35 sem gengur út á að ef lagasetning sem byggir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og önnur lög stangast á þá gildi þau fyrri, nema þá ef Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Andstæðingar bókunar hafa í þessu samhengi talað um fullveldisafsal á meðan stuðningsmenn telja frumvarpið tryggja samræmi í lögum og að almenningur njóti þá þess réttar sem kveðið er á um í EES-samningnum. Utanríkisráðherra hefur áður lagt fram lagafrumvarp um bókun 35 sem hafi þó ekki náð fram að ganga. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ríkisstjórnin ætli að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 þar sem ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina. Hún sagði að þessu myndi eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Virðir það samkomulag Aðspurður um hvernig það snerti sig – stjórnarfrumvarp um samþykkt bókunar 35 – segist Eyjólfur vísa í það sem hann hafi áður sagt í þinginu um það mál. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögledd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessa lögleiðingar í þrjátíu ár. Ég hef nálgast þetta frá sögulegu forsendum og líka lagalegum forsendum. Ég bara vísa til þess sem ég segi. Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag. Að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi þá munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Við íslenska þjóðin getum vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga inn í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. En svo er á dagskránni að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að taka viðræðurnar upp að nýju. Þú hlýtur þá að samþykkja það líka? „Ég mun samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu, að sjálfsögðu. Þjóðin ræður. Það er atkvæðagreiðsla sem verður þar. Það er ekki í mínum höndum þá,“ segir Eyjólfur. Jarðgangnagerð sé ekki lúxus Eyjólfur var einnig spurður um samgöngur og jarðgangnagerð, en í stjórnarsáttmála segir að til standi að ráðast í átak í jarðgangagerð. Hvernig sérðu forgangsröðun í þeim efnum og sérðu það fyrir að það sé hægt að bora á fleiri en einum stað í einu? „Ég hef ekki myndað mér skoðun varðandi forgangsröðun. Ég get vel séð fyrir mér að það verði borað á tveimur stöðum í einu. Ég hef talað fyrir því í kosningabaráttunni víða, en ríkisstjórnarsáttmálinn talar um það að við verðum að bora ein jarðgöng í einu. Við verðum líka að athuga að jarðgangnagerð í samgöngum á Íslandi á ekki að vera lúxus.“
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Bókun 35 EES-samningurinn Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11