„Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Kristín Ólafsdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 23. desember 2024 11:58 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. Mikil lægð gekk yfir landið í nótt og í morgun, með suðaustan stormi, slyddu og rigningu. Þrengslavegi var til að mynda lokað um tíma og vegir verða víða áfram á óvissustigi í dag. Þá féll lítið snjóflóð í Raknadalshlíð í Patreksfirði í morgun. Moka þurfti í gegnum flóðið sem náði rétt inn á Barðastrandaveg. Öllu innanlandsflugi til og frá Reykjavíkurflugvelli var jafnframt aflýst í morgun. Fyrsta flug á áætlun er til Akureyrar klukkan hálf fjögur síðdegis, samkvæmt vef Isavia. Allar ferðir eftir það eru á áætlun þegar þetta er ritað á tólfta tímanum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óveðrið í nótt og í morgun nú að mestu gengið yfir og veður verði skaplegra næstu klukkutímana. „En síðan síðdegis fer aftur að hvessa og í kvöld verða mjög hvassir vindstrengir á Norður- og Vesturlandi. Það verður líka sæmilega hvasst annars staðar,“ segir Birgir Örn. Ferðaveður verði því aftur varasamt í kvöld og Birgir er til að mynda ekki bjartsýnn á að kvöldflugi til Akureyrar verði haldið til streitu. Veður gengur svo að miklu leyti aftur niður í nótt og fyrripart dags á morgun, aðfangadag, en seinnipartinn er enn og aftur spáð sviptingum. „Þá fer að bæta í vind og annað kvöld og jóladag er útlit fyrir mjög hvassan éljagang, og ansi dimm él, á sunnan og vestanverðu landinu og þá verður aftur útlit fyrir leiðindaveður, þannig það er ýmislegt í gangi,“ segir Birgir Örn. „Norður og austurhluti landsins ætti að sleppa betur yfir jólin en þar verður hins vegar þó nokkuð hvasst í kvöld.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga þannig ekki von á góðu. „Bara skítaveður hérna á aðfangadagskvöld og jóladag,“ segir Birgir Örn. Vegagerðin upplýsir ferðalanga Nýjustu upplýsingar varðandi færð á vegum eru uppfærðar í rauntíma á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, spáir vetrarfærð á morgun. Blint verði í dimmu éljum og akstursskilyrði erfið á Suður- og Vesturlandi annað kvöld. Í kvöld verði hvöss suðvestanátt og hviður um 35 metra á sekúndu. Hvassviðrið verður helst á Ströndum, í Skagafirði og Eyjafirði. Ferðalangar eru hvattir til að skoða síðu Vegagerðarinnar gaumgæfilega áður en haldið er af stað - og á meðan ferðalagi stendur, eins og kostur er. Veður Færð á vegum Jól Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mikil lægð gekk yfir landið í nótt og í morgun, með suðaustan stormi, slyddu og rigningu. Þrengslavegi var til að mynda lokað um tíma og vegir verða víða áfram á óvissustigi í dag. Þá féll lítið snjóflóð í Raknadalshlíð í Patreksfirði í morgun. Moka þurfti í gegnum flóðið sem náði rétt inn á Barðastrandaveg. Öllu innanlandsflugi til og frá Reykjavíkurflugvelli var jafnframt aflýst í morgun. Fyrsta flug á áætlun er til Akureyrar klukkan hálf fjögur síðdegis, samkvæmt vef Isavia. Allar ferðir eftir það eru á áætlun þegar þetta er ritað á tólfta tímanum. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óveðrið í nótt og í morgun nú að mestu gengið yfir og veður verði skaplegra næstu klukkutímana. „En síðan síðdegis fer aftur að hvessa og í kvöld verða mjög hvassir vindstrengir á Norður- og Vesturlandi. Það verður líka sæmilega hvasst annars staðar,“ segir Birgir Örn. Ferðaveður verði því aftur varasamt í kvöld og Birgir er til að mynda ekki bjartsýnn á að kvöldflugi til Akureyrar verði haldið til streitu. Veður gengur svo að miklu leyti aftur niður í nótt og fyrripart dags á morgun, aðfangadag, en seinnipartinn er enn og aftur spáð sviptingum. „Þá fer að bæta í vind og annað kvöld og jóladag er útlit fyrir mjög hvassan éljagang, og ansi dimm él, á sunnan og vestanverðu landinu og þá verður aftur útlit fyrir leiðindaveður, þannig það er ýmislegt í gangi,“ segir Birgir Örn. „Norður og austurhluti landsins ætti að sleppa betur yfir jólin en þar verður hins vegar þó nokkuð hvasst í kvöld.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga þannig ekki von á góðu. „Bara skítaveður hérna á aðfangadagskvöld og jóladag,“ segir Birgir Örn. Vegagerðin upplýsir ferðalanga Nýjustu upplýsingar varðandi færð á vegum eru uppfærðar í rauntíma á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is. Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, spáir vetrarfærð á morgun. Blint verði í dimmu éljum og akstursskilyrði erfið á Suður- og Vesturlandi annað kvöld. Í kvöld verði hvöss suðvestanátt og hviður um 35 metra á sekúndu. Hvassviðrið verður helst á Ströndum, í Skagafirði og Eyjafirði. Ferðalangar eru hvattir til að skoða síðu Vegagerðarinnar gaumgæfilega áður en haldið er af stað - og á meðan ferðalagi stendur, eins og kostur er.
Veður Færð á vegum Jól Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira