Fótbolti

Stærstu fótboltadeildir Evrópu gætu tapað meira en 600 milljörðum á COVID-19

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane fagnar marki með Liverpool en peningapressan eykur líkurnar á því að Liverpool geti klárað tímabilið og tryggt sér enska titilinn í fyrsta sinn í 30 ár.
Sadio Mane fagnar marki með Liverpool en peningapressan eykur líkurnar á því að Liverpool geti klárað tímabilið og tryggt sér enska titilinn í fyrsta sinn í 30 ár. Getty/Andrew Powell/

Fimm stærstu fótboltadeildir Evrópu tapa gríðarlegum fjárhæðum á því að ekkert sé spilað vegna kórónuveirunnar.

KPMG hefur nú tekið það saman að þessar stærstu fótboltadeildir Evrópu gætu tapað meira en 600 milljörðum á COVID-19 verði umferðirnar sem eftir eru ekki kláraðar.

Samkvæmt útreikningum KPMG þá tapa deildirnar í Englandi, á Spáni, í Þýskalandi, á Ítalíu og í Frakklandi samtals á bilinu 3,45 til 4 milljörðum evra verði ekki spilað meira á tímabilinu. Það er á bilinu 526 til 609 milljarðar íslenskra króna.

Mest verður tapið hjá ensku úrvalsdeildinni og gefur ákveðna sýn á mikilvægi þess að klára tímabilið á Englandi.

Enska úrvalsdeildinni myndi missa af á bilinu 1,15 til 1,25 milljörðum evra á því að klára ekki síðustu níu umferðirnar en það er á bilinu 175 til 190 milljarðar íslenskra króna.

Stærsti hlutinn hjá tekjumissi ensku úrvalsdeildarinnar væri tap vegna sjónvarpstekna sem væru 106 til 122 milljarðar íslenskra króna. Hér fyrir ofan má skiptingu tekjutapsins í milljónum evra.

Næstmesta tjónið yrði hjá spænsku deildinni eða á bilinu 122 til 144 milljarðar íslenskra króna.

Þýska deildin myndi missa af 99 til 114 milljörðum, ítalska deildin myndi missa af 84 til 99 milljörðum en franska deildin rekur lestina með tjón upp á 45 til 60 milljarða í íslenskum krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×