Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2020 16:46 Alexei Navalní birti í dag myndband þar sem hann ræðir við mann sem tilheyrir teymi útsendara FSB sem sagðir eru hafa reynt að eitra fyrir honum. AP/Pavel Golovkin Einn útsendara rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sem er sagður hafa komið að eitrun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, mun hafa viðurkennt að reynt var að eitra fyrir honum í samtali við Navalní sjálfan. Útsendarinn vissi ekki við hvern hann var að tala við og sagði að tilræðið hefði tekist ef Navalní hefði ekki komist svo fljótt undir læknishendur. Navalní hringdi í tvo menn sem sagðir eru hafa komið að árásinni. Annar þeirra þekkti rödd hans strax og skellti á. Hinn mun hafa staðið í þeirri trú að hann væri að tala við aðstoðarmann háttsetts herforingja hjá FSB. Meðal annars sagði hann að eitri hefði verið komið fyrir í nærbuxum Navalní á meðan hann var í borginni Tomsk. Hann sagði að annað teymi hefði verið þar áður og slökkt á öryggismyndavélum. Samtökin Bellingcat og rússneski fjölmiðillinn The Insider opinberuðu í síðustu viku niðurstöður rannsóknar sem unnin var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Þar kom fram að sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní og að útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní birti myndband á Youtube í dag þar sem hann þóttist heita Maxim Ustinov og hringdi í útsendarana tvo. Þóttist hann vera að gera skýrslu fyrir yfirmann sinn. Myndbandið var tekið upp áður en niðurstöður rannsóknarinnar voru opinberaðar í síðustu viku. Sá fyrri sem hann hringdi í sagði: „Ég veit nákvæmlega hver þú ert“ og skellti á. Það var svo Konstantín Kudrjavtsev sem trúði Navalní og ræddi við hann í tæpar 50 mínútur um tilræðið. Auk þess að segja honum hvernig eitrað var fyrir honum og af hverju hann lifði af, sagði Kudrjavtsev að hann hefði sjálfur farið til borgarinnar Omsk, þar sem Navalní var á sjúkrahúsi, og gengið úr skugga um að ummerki eitursins myndu ekki finnast á fötum hans. Navalní var fluttur til Þýskalands eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Omsk í nokkra daga. Hann segist, samkvæmt frétt Guardian, hafa verið nakinn og hefur krafist þess að fá föt sín send til Þýskalands. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að útsendarar FSB hafi elt Navalní og segir það nauðsynlegt vegna þess að hann vinni fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna. Því hefur Navalní hafnað. Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði Pútín að ef hann vildi Navalní dauðan, væri hann dauður. Án þess að nefna Navalní nokkurn tímann á nafn gaf Pútín einnig til kynna að Navalní væri ekki nægilega merkilegur til að ráða af dögum og sagði alla umræðuna um eitrun hans vera til þess ætlaða að valda honum skaða. Tilræðið er ekki til rannsóknar hjá lögreglu eða nokkru öðru embætti í Rússlandi, svo vitað sé. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. 12. nóvember 2020 14:10 ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. 14. október 2020 10:49 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Navalní hringdi í tvo menn sem sagðir eru hafa komið að árásinni. Annar þeirra þekkti rödd hans strax og skellti á. Hinn mun hafa staðið í þeirri trú að hann væri að tala við aðstoðarmann háttsetts herforingja hjá FSB. Meðal annars sagði hann að eitri hefði verið komið fyrir í nærbuxum Navalní á meðan hann var í borginni Tomsk. Hann sagði að annað teymi hefði verið þar áður og slökkt á öryggismyndavélum. Samtökin Bellingcat og rússneski fjölmiðillinn The Insider opinberuðu í síðustu viku niðurstöður rannsóknar sem unnin var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Þar kom fram að sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní og að útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní birti myndband á Youtube í dag þar sem hann þóttist heita Maxim Ustinov og hringdi í útsendarana tvo. Þóttist hann vera að gera skýrslu fyrir yfirmann sinn. Myndbandið var tekið upp áður en niðurstöður rannsóknarinnar voru opinberaðar í síðustu viku. Sá fyrri sem hann hringdi í sagði: „Ég veit nákvæmlega hver þú ert“ og skellti á. Það var svo Konstantín Kudrjavtsev sem trúði Navalní og ræddi við hann í tæpar 50 mínútur um tilræðið. Auk þess að segja honum hvernig eitrað var fyrir honum og af hverju hann lifði af, sagði Kudrjavtsev að hann hefði sjálfur farið til borgarinnar Omsk, þar sem Navalní var á sjúkrahúsi, og gengið úr skugga um að ummerki eitursins myndu ekki finnast á fötum hans. Navalní var fluttur til Þýskalands eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Omsk í nokkra daga. Hann segist, samkvæmt frétt Guardian, hafa verið nakinn og hefur krafist þess að fá föt sín send til Þýskalands. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að útsendarar FSB hafi elt Navalní og segir það nauðsynlegt vegna þess að hann vinni fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna. Því hefur Navalní hafnað. Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði Pútín að ef hann vildi Navalní dauðan, væri hann dauður. Án þess að nefna Navalní nokkurn tímann á nafn gaf Pútín einnig til kynna að Navalní væri ekki nægilega merkilegur til að ráða af dögum og sagði alla umræðuna um eitrun hans vera til þess ætlaða að valda honum skaða. Tilræðið er ekki til rannsóknar hjá lögreglu eða nokkru öðru embætti í Rússlandi, svo vitað sé.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. 12. nóvember 2020 14:10 ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. 14. október 2020 10:49 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. 12. nóvember 2020 14:10
ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28
Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. 14. október 2020 10:49
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent