Gylfi Þór valinn knattspyrnumaður ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 15:01 Hér má sjá tvo af bestu landsliðsmönnum Íslands árið 2020. Þá Gylfa Þór Sigurðsson og Guðlaug Victor Pálsson. Vísir/Vilhelm KSÍ tilkynnti í gær að Gylfi Þór Sigurðsson væri knattspyrnumaður ársins 2020. Þar á eftir komu þeir Guðlaugur Victor Pálsson og hinn ungi Ísak Bergmann Jóhannesson. Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Er þetta í níunda skipti sem Gylfi Þór er valinn knattspyrnumaður ársins. Hefur hann hlotið nafnbótina frá 2012. Hann leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa einnig leikið með Tottenham Hotspur og Swansea City í efstu deild Englands. Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2020. https://t.co/8F5b4J67wt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 11, 2020 Á árinu spilaði Gylfi Þór fjóra landsleiki og skoraði þrjú mörk, öll þeirra komu í umspili Íslands um sæti á EM 2020. Skoraði hann til að mynda tvö stórglæsileg mörk er Ísland lagði Rúmeníu 2-1 á Laugardalsvelli. Gylfi hefur skorað 25 mörk í treyju íslenska landsliðsins og þarf aðeins tvö mörk til viðbótar til að bæta markamet íslenska liðsins. „Að vera kosinn knattspyrnumaður ársins er eitthvað sem ég hef alltaf verið stoltur af, þetta er mikill heiður og ég er þakklátur fyrir kjörið. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að missa af EM-sætinu, en við horfum fram á veginn. Það er ný undankeppni að byrja í mars, spennandi riðill, og við ætlum okkur að komast upp úr honum,“ sagði Gylfi Þór við KSÍ. Guðlaugur Victor Pálsson var frábær með íslenska landsliðinu á árinu.Vísir/Vilhelm 2. sæti – Guðlaugur Victor Pálsson Í öðru sæti er Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt í Þýskalandi. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska liðinu undanfarið, annað hvort sem hægri bakvörður eða miðjumaður. Hefur hann leyst bæði hlutverkin vel af hendi og segir KSÍ hann hafa verið einn besta leikmann Íslands á árinu. Alls byrjaði Guðlaugur Victor sjö af átta landsleikjum Íslands á árinu. 3. sæti – Ísak Bergmann Jóhannesson Í þriðja sæti er Ísak Bergmann, leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak Bergmann verið lykilmaður í liði Norrköping og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í ár. Alls lék hann 28 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur tíu. Ísak Bergmann var lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt á EM sumarið 2021. Þá kom hann inn af varamannabekk Íslands gegn Englandi í Þjóðadeildinni en það var hans fyrsti landsleikur fyrir A-landslið Íslands. Ísak Bergmann átti frábær ár og er efni í framtíðarmann íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Er þetta í níunda skipti sem Gylfi Þór er valinn knattspyrnumaður ársins. Hefur hann hlotið nafnbótina frá 2012. Hann leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa einnig leikið með Tottenham Hotspur og Swansea City í efstu deild Englands. Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2020. https://t.co/8F5b4J67wt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 11, 2020 Á árinu spilaði Gylfi Þór fjóra landsleiki og skoraði þrjú mörk, öll þeirra komu í umspili Íslands um sæti á EM 2020. Skoraði hann til að mynda tvö stórglæsileg mörk er Ísland lagði Rúmeníu 2-1 á Laugardalsvelli. Gylfi hefur skorað 25 mörk í treyju íslenska landsliðsins og þarf aðeins tvö mörk til viðbótar til að bæta markamet íslenska liðsins. „Að vera kosinn knattspyrnumaður ársins er eitthvað sem ég hef alltaf verið stoltur af, þetta er mikill heiður og ég er þakklátur fyrir kjörið. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að missa af EM-sætinu, en við horfum fram á veginn. Það er ný undankeppni að byrja í mars, spennandi riðill, og við ætlum okkur að komast upp úr honum,“ sagði Gylfi Þór við KSÍ. Guðlaugur Victor Pálsson var frábær með íslenska landsliðinu á árinu.Vísir/Vilhelm 2. sæti – Guðlaugur Victor Pálsson Í öðru sæti er Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt í Þýskalandi. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska liðinu undanfarið, annað hvort sem hægri bakvörður eða miðjumaður. Hefur hann leyst bæði hlutverkin vel af hendi og segir KSÍ hann hafa verið einn besta leikmann Íslands á árinu. Alls byrjaði Guðlaugur Victor sjö af átta landsleikjum Íslands á árinu. 3. sæti – Ísak Bergmann Jóhannesson Í þriðja sæti er Ísak Bergmann, leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak Bergmann verið lykilmaður í liði Norrköping og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í ár. Alls lék hann 28 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur tíu. Ísak Bergmann var lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt á EM sumarið 2021. Þá kom hann inn af varamannabekk Íslands gegn Englandi í Þjóðadeildinni en það var hans fyrsti landsleikur fyrir A-landslið Íslands. Ísak Bergmann átti frábær ár og er efni í framtíðarmann íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm
Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira