Gylfi Þór valinn knattspyrnumaður ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 15:01 Hér má sjá tvo af bestu landsliðsmönnum Íslands árið 2020. Þá Gylfa Þór Sigurðsson og Guðlaug Victor Pálsson. Vísir/Vilhelm KSÍ tilkynnti í gær að Gylfi Þór Sigurðsson væri knattspyrnumaður ársins 2020. Þar á eftir komu þeir Guðlaugur Victor Pálsson og hinn ungi Ísak Bergmann Jóhannesson. Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Er þetta í níunda skipti sem Gylfi Þór er valinn knattspyrnumaður ársins. Hefur hann hlotið nafnbótina frá 2012. Hann leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa einnig leikið með Tottenham Hotspur og Swansea City í efstu deild Englands. Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2020. https://t.co/8F5b4J67wt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 11, 2020 Á árinu spilaði Gylfi Þór fjóra landsleiki og skoraði þrjú mörk, öll þeirra komu í umspili Íslands um sæti á EM 2020. Skoraði hann til að mynda tvö stórglæsileg mörk er Ísland lagði Rúmeníu 2-1 á Laugardalsvelli. Gylfi hefur skorað 25 mörk í treyju íslenska landsliðsins og þarf aðeins tvö mörk til viðbótar til að bæta markamet íslenska liðsins. „Að vera kosinn knattspyrnumaður ársins er eitthvað sem ég hef alltaf verið stoltur af, þetta er mikill heiður og ég er þakklátur fyrir kjörið. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að missa af EM-sætinu, en við horfum fram á veginn. Það er ný undankeppni að byrja í mars, spennandi riðill, og við ætlum okkur að komast upp úr honum,“ sagði Gylfi Þór við KSÍ. Guðlaugur Victor Pálsson var frábær með íslenska landsliðinu á árinu.Vísir/Vilhelm 2. sæti – Guðlaugur Victor Pálsson Í öðru sæti er Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt í Þýskalandi. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska liðinu undanfarið, annað hvort sem hægri bakvörður eða miðjumaður. Hefur hann leyst bæði hlutverkin vel af hendi og segir KSÍ hann hafa verið einn besta leikmann Íslands á árinu. Alls byrjaði Guðlaugur Victor sjö af átta landsleikjum Íslands á árinu. 3. sæti – Ísak Bergmann Jóhannesson Í þriðja sæti er Ísak Bergmann, leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak Bergmann verið lykilmaður í liði Norrköping og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í ár. Alls lék hann 28 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur tíu. Ísak Bergmann var lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt á EM sumarið 2021. Þá kom hann inn af varamannabekk Íslands gegn Englandi í Þjóðadeildinni en það var hans fyrsti landsleikur fyrir A-landslið Íslands. Ísak Bergmann átti frábær ár og er efni í framtíðarmann íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Er þetta í níunda skipti sem Gylfi Þór er valinn knattspyrnumaður ársins. Hefur hann hlotið nafnbótina frá 2012. Hann leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa einnig leikið með Tottenham Hotspur og Swansea City í efstu deild Englands. Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2020. https://t.co/8F5b4J67wt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 11, 2020 Á árinu spilaði Gylfi Þór fjóra landsleiki og skoraði þrjú mörk, öll þeirra komu í umspili Íslands um sæti á EM 2020. Skoraði hann til að mynda tvö stórglæsileg mörk er Ísland lagði Rúmeníu 2-1 á Laugardalsvelli. Gylfi hefur skorað 25 mörk í treyju íslenska landsliðsins og þarf aðeins tvö mörk til viðbótar til að bæta markamet íslenska liðsins. „Að vera kosinn knattspyrnumaður ársins er eitthvað sem ég hef alltaf verið stoltur af, þetta er mikill heiður og ég er þakklátur fyrir kjörið. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að missa af EM-sætinu, en við horfum fram á veginn. Það er ný undankeppni að byrja í mars, spennandi riðill, og við ætlum okkur að komast upp úr honum,“ sagði Gylfi Þór við KSÍ. Guðlaugur Victor Pálsson var frábær með íslenska landsliðinu á árinu.Vísir/Vilhelm 2. sæti – Guðlaugur Victor Pálsson Í öðru sæti er Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt í Þýskalandi. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska liðinu undanfarið, annað hvort sem hægri bakvörður eða miðjumaður. Hefur hann leyst bæði hlutverkin vel af hendi og segir KSÍ hann hafa verið einn besta leikmann Íslands á árinu. Alls byrjaði Guðlaugur Victor sjö af átta landsleikjum Íslands á árinu. 3. sæti – Ísak Bergmann Jóhannesson Í þriðja sæti er Ísak Bergmann, leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak Bergmann verið lykilmaður í liði Norrköping og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í ár. Alls lék hann 28 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur tíu. Ísak Bergmann var lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt á EM sumarið 2021. Þá kom hann inn af varamannabekk Íslands gegn Englandi í Þjóðadeildinni en það var hans fyrsti landsleikur fyrir A-landslið Íslands. Ísak Bergmann átti frábær ár og er efni í framtíðarmann íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm
Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira