Tevez heiðraði Maradona með því að fagna alveg eins og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 14:31 Carlos Tevez fagnar markinu sínu í gömlu Boca Juniors treyjunni hans Diego Maradona. Getty/Silvio Avila Carlos Tevez fór sömu leið og Lionel Messi þegar hann fagnaði marki í fyrsta leik sínum eftir fráfall landa þeirra Diego Armando Maradona. Lionel Messi og Carlos Tevez þekktu báðir Maradona vel og spiluðu undir stjórn hans hjá argentínska landsliðinu. Þeir voru líka báðir að spila fyrir félag sem Maradona spilaði með á sínum tíma. Það vakti athygli þegar Lionel Messi fagnaði marki sínu í 4-0 sigri á Osasuna í spænsku deildinni að hann fór úr treyjunni og í ljós kom gömul treyja Maradona sem hann klæddist í leik með Newell's Old Boys. Carlos Tevez gerði svipaða hluti þegar hann skoraði fyrir Boca Juniors á móti Internacional í Copa Libertadores. Tevez skoraði eina mark leiksisn á 64. mínútu. Hann fagnaði með því að fara úr treyjunni eins og Messi og í ljós kom gömul Boca Juniors treyja sem Diego Armando Maradona hafði spilað í á sínum tíma. Maradona spilaði í þessari treyju árið 1981 eða áður hann fór í víking í fyrsta sinn og spilaði með Barcelona á Spáni. Carlos Tevez celebrated a goal for Boca Juniors by revealing a 1981 Boca shirt as worn by Maradona. I m very happy to have given him that happiness that surely he ll have seen from above. pic.twitter.com/9MuUZI3xcY— B/R Football (@brfootball) December 3, 2020 Tevez sagðist eftir leik hafa verið mjög ánægður með að geta glatt Maradona með þessu marki því hann væri viss um að hann væri að fylgjast með að ofan. Diego Armando Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt. Maradona stýrði argentínska landsliðinu á árinum 2008 til 2010 og þar á meðal á HM í Suður-Afríku sumarið 2010 þar sem bæði Lionel Messi (þá 22 ára) og Carlos Tevez (þá 26 ára) voru í hópnum. Maradona lék með Boca Juniors í tvígang, fyrst 1981-82 og svo aftur 1995 til 1997 sem voru síðustu árin á ferli hans. Hann lék með Newell's Old Boys eða tímabilið sem hann snéri aftur heim til Argentínu frá Evrópu. Fótbolti Argentína Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina. 30. nóvember 2020 21:01 Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20 Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. 30. nóvember 2020 09:32 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Lionel Messi og Carlos Tevez þekktu báðir Maradona vel og spiluðu undir stjórn hans hjá argentínska landsliðinu. Þeir voru líka báðir að spila fyrir félag sem Maradona spilaði með á sínum tíma. Það vakti athygli þegar Lionel Messi fagnaði marki sínu í 4-0 sigri á Osasuna í spænsku deildinni að hann fór úr treyjunni og í ljós kom gömul treyja Maradona sem hann klæddist í leik með Newell's Old Boys. Carlos Tevez gerði svipaða hluti þegar hann skoraði fyrir Boca Juniors á móti Internacional í Copa Libertadores. Tevez skoraði eina mark leiksisn á 64. mínútu. Hann fagnaði með því að fara úr treyjunni eins og Messi og í ljós kom gömul Boca Juniors treyja sem Diego Armando Maradona hafði spilað í á sínum tíma. Maradona spilaði í þessari treyju árið 1981 eða áður hann fór í víking í fyrsta sinn og spilaði með Barcelona á Spáni. Carlos Tevez celebrated a goal for Boca Juniors by revealing a 1981 Boca shirt as worn by Maradona. I m very happy to have given him that happiness that surely he ll have seen from above. pic.twitter.com/9MuUZI3xcY— B/R Football (@brfootball) December 3, 2020 Tevez sagðist eftir leik hafa verið mjög ánægður með að geta glatt Maradona með þessu marki því hann væri viss um að hann væri að fylgjast með að ofan. Diego Armando Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt. Maradona stýrði argentínska landsliðinu á árinum 2008 til 2010 og þar á meðal á HM í Suður-Afríku sumarið 2010 þar sem bæði Lionel Messi (þá 22 ára) og Carlos Tevez (þá 26 ára) voru í hópnum. Maradona lék með Boca Juniors í tvígang, fyrst 1981-82 og svo aftur 1995 til 1997 sem voru síðustu árin á ferli hans. Hann lék með Newell's Old Boys eða tímabilið sem hann snéri aftur heim til Argentínu frá Evrópu.
Fótbolti Argentína Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina. 30. nóvember 2020 21:01 Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20 Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. 30. nóvember 2020 09:32 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina. 30. nóvember 2020 21:01
Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20
Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. 30. nóvember 2020 09:32