Tevez heiðraði Maradona með því að fagna alveg eins og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 14:31 Carlos Tevez fagnar markinu sínu í gömlu Boca Juniors treyjunni hans Diego Maradona. Getty/Silvio Avila Carlos Tevez fór sömu leið og Lionel Messi þegar hann fagnaði marki í fyrsta leik sínum eftir fráfall landa þeirra Diego Armando Maradona. Lionel Messi og Carlos Tevez þekktu báðir Maradona vel og spiluðu undir stjórn hans hjá argentínska landsliðinu. Þeir voru líka báðir að spila fyrir félag sem Maradona spilaði með á sínum tíma. Það vakti athygli þegar Lionel Messi fagnaði marki sínu í 4-0 sigri á Osasuna í spænsku deildinni að hann fór úr treyjunni og í ljós kom gömul treyja Maradona sem hann klæddist í leik með Newell's Old Boys. Carlos Tevez gerði svipaða hluti þegar hann skoraði fyrir Boca Juniors á móti Internacional í Copa Libertadores. Tevez skoraði eina mark leiksisn á 64. mínútu. Hann fagnaði með því að fara úr treyjunni eins og Messi og í ljós kom gömul Boca Juniors treyja sem Diego Armando Maradona hafði spilað í á sínum tíma. Maradona spilaði í þessari treyju árið 1981 eða áður hann fór í víking í fyrsta sinn og spilaði með Barcelona á Spáni. Carlos Tevez celebrated a goal for Boca Juniors by revealing a 1981 Boca shirt as worn by Maradona. I m very happy to have given him that happiness that surely he ll have seen from above. pic.twitter.com/9MuUZI3xcY— B/R Football (@brfootball) December 3, 2020 Tevez sagðist eftir leik hafa verið mjög ánægður með að geta glatt Maradona með þessu marki því hann væri viss um að hann væri að fylgjast með að ofan. Diego Armando Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt. Maradona stýrði argentínska landsliðinu á árinum 2008 til 2010 og þar á meðal á HM í Suður-Afríku sumarið 2010 þar sem bæði Lionel Messi (þá 22 ára) og Carlos Tevez (þá 26 ára) voru í hópnum. Maradona lék með Boca Juniors í tvígang, fyrst 1981-82 og svo aftur 1995 til 1997 sem voru síðustu árin á ferli hans. Hann lék með Newell's Old Boys eða tímabilið sem hann snéri aftur heim til Argentínu frá Evrópu. Fótbolti Argentína Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina. 30. nóvember 2020 21:01 Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20 Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. 30. nóvember 2020 09:32 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Lionel Messi og Carlos Tevez þekktu báðir Maradona vel og spiluðu undir stjórn hans hjá argentínska landsliðinu. Þeir voru líka báðir að spila fyrir félag sem Maradona spilaði með á sínum tíma. Það vakti athygli þegar Lionel Messi fagnaði marki sínu í 4-0 sigri á Osasuna í spænsku deildinni að hann fór úr treyjunni og í ljós kom gömul treyja Maradona sem hann klæddist í leik með Newell's Old Boys. Carlos Tevez gerði svipaða hluti þegar hann skoraði fyrir Boca Juniors á móti Internacional í Copa Libertadores. Tevez skoraði eina mark leiksisn á 64. mínútu. Hann fagnaði með því að fara úr treyjunni eins og Messi og í ljós kom gömul Boca Juniors treyja sem Diego Armando Maradona hafði spilað í á sínum tíma. Maradona spilaði í þessari treyju árið 1981 eða áður hann fór í víking í fyrsta sinn og spilaði með Barcelona á Spáni. Carlos Tevez celebrated a goal for Boca Juniors by revealing a 1981 Boca shirt as worn by Maradona. I m very happy to have given him that happiness that surely he ll have seen from above. pic.twitter.com/9MuUZI3xcY— B/R Football (@brfootball) December 3, 2020 Tevez sagðist eftir leik hafa verið mjög ánægður með að geta glatt Maradona með þessu marki því hann væri viss um að hann væri að fylgjast með að ofan. Diego Armando Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt. Maradona stýrði argentínska landsliðinu á árinum 2008 til 2010 og þar á meðal á HM í Suður-Afríku sumarið 2010 þar sem bæði Lionel Messi (þá 22 ára) og Carlos Tevez (þá 26 ára) voru í hópnum. Maradona lék með Boca Juniors í tvígang, fyrst 1981-82 og svo aftur 1995 til 1997 sem voru síðustu árin á ferli hans. Hann lék með Newell's Old Boys eða tímabilið sem hann snéri aftur heim til Argentínu frá Evrópu.
Fótbolti Argentína Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina. 30. nóvember 2020 21:01 Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20 Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. 30. nóvember 2020 09:32 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina. 30. nóvember 2020 21:01
Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20
Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. 30. nóvember 2020 09:32