Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 07:00 Þóra, stofnandi Urta Islandica, ásamt eiginmanni sínum Sigurði Magnússyni og börnunum þeirra Kolbeini L. Sigurðssyni og Guðbjörgu L. Sigurðardóttur sem bæði starfa með foreldrum sínum í fyrirtækinu. Vísir/Vilhelm Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. „Eftir hrun dróst saman í verkefnum hjá mér og maðurinn minn þurfti að vinna fyrir allri framfærslu og hækkandi lánum af húsnæði. Fjölskyldubíllinn hrundi og lausafjárstaðan var ómöguleg,“ segir Þóra Þórisdóttir stofnandi Urta Islandica. Urta Islandica er í dag eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. En staðan var erfið þegar farið var af stað. „Við vorum fimm í heimili, unglingur og ungmenni um tvítugt í skóla. Það þurfti sannarlega að velta fyrir sér hverri krónu bæði heima og í fyrirtækinu sem var fjármagnað með heimilispeningum frá mér, systur minni og mömmu sem settu inn svolítið fjármagn gegn eignarhlut,“ segir Þóra. Urta Islandica er eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem stofnað var eftir bankahrun, eða árið 2010. Í kjölfar kórónufaraldurs var hliðarreksturinn Matarbúðin Nándin opnuð. Fyrirtækið hlaut nýverið Bláskelina, umhverfisverðlaun Umhverfisstofnunar fyrir framúrskarandi plastlausa lausn en rekstur Matarbúðarinnar Nándin gengur út á plastlaus matvæli. Átti allt eins von á stríði Þóra er myndlistarmaður og listakríbent í grunninn. Launuðum verkefnum fækkaði eftir bankahrun og Þóra var ekki bjartsýn. Upp úr bankahruni fór ég að hugsa um hvar við Íslendingar myndum finna aðgengileg vítamín og steinefni ef landið myndi lokast og vöruskortur yrði. Ég átti alveg eins von á að það myndi geta komið náttúruhamfarir, stríð eða annað sem myndi setja heimsbyggðina á hvolf,“ segir Þóra. Í kjölfarið fór hún að lesa sér til um og gera ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Það var þó ekki með rekstur í huga heldur var Þóra að hugsa um sína eigin heilsu. Fljótlega kviknuðu hugmyndir. „Mig langaði til að búa til matvæli, te og krydd en ekki hylki og duft. Árið 2009 fór ég að þurrka ber og mala, gera ýmsar tilraunir með margskonar jurta og berjasýróp ásamt því að gera fyrstu tilraunirnar með jurta og berja saltblöndur,“ segir Þóra. Fyrstu mánuðina var eldhúsið undirlagt undir tilraunastarfsemina. Sumarið 2010 fór Þóra með prufuvörur í Kolaportið til að kanna viðbrögð fólks. Í atvinnuleysinu eftir hrun fór Þóra að lesa sér til um og gera ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Sumarið 2010 fór hún með nokkrar prufuvörur í Kolaportið og eftir það fór boltinn að rúlla.Vísir/Vilhelm Frelsi til athafna og leyfi til mistaka Í Kolaportinu varð ljóst að áhugi kaupenda var til staðar. Þóra skráði sig á Brautargengisnámskeið til að fá innsýn í fyrirtækjarekstur. ,,Fyrstu tvö árin einkenndust af endalausri vinnu, tilraunastarfsemi, stanslausum uppfærslum á vinnuferlum en ekki síst útsjónarsemi því fjármagn var að skornum skammti. Árið 2013 er maðurinn minn Sigurður Magnússon, systir mín Hólmfríður Þórisdóttir ásamt börnum okkar farin að koma að rekstrinum sem þá var settur í einkahlutafélag í eigu fjölskyldumeðlima,“ segir Þóra og bætir við: ,,Við settum okkur það takmark að fá ekki inn utanaðkomandi fjármagn og viðhalda sköpunargleði okkar, frelsi til athafna og leyfi til mistaka.“ Og fleiri markmið voru sett: Á sama tíma settum við upp yfirgripsmikið uppskriftakerfi og upplýsingaferla ásamt því að færa allt bókhald fyrirtækisins jafnóðum til að vera alltaf með góða sýn yfir reksturinn, birgðir og viðskiptamenn frá degi til dags. Við hringdum í Creditinfo og spurðum hvað þyrfti til að komast í hóp Framúrskarandi fyrirtækja og tókum stefnuna þangað.“ Upphaflega ætluðu Þóra og Sigurður að gera upp neðstu hæðina á húsinu þeirra og leigja út fyrir verslun. En eftir bankahrun voru engir leigjendur því fæstir áttu pening. Þess vegna enduðu þau með því að nýta húsnæðið sjálf fyrir nýsköpunarfyrirtækið sitt, Urta Islandica.Vísir/Vilhelm Vöxtur og alls kyns tilraunir Með auknum ferðamannastraumi til Íslands jókst eftirspurn eftir matargjafavörum úr íslensku hráefni. Urta Islandica sérhæfði sig í þessu og fór að framleiða og pakka vörum inn á þennan markað. „Við keyptum okkur framleiðsluhús í Keflavík. Þar er hægt að taka á móti gestum og sjá inn í framleiðsluna. Við létum bora borholu efir ferskum sjó og höfum verið að gera ýmsar tilraunir með hann. Til dæmis er íslenskur sjór grunnurinn í öllum sýrópunum okkar í dag. Við höfum líka gert tilraunir með að framleiða sjósódavatn, eða sjódavatn eins og við köllum það. Það merkilega er að samsetningin á steinefnum í sjó eru eins og samsetning steinefna í blóði okkar og því tilvalið innihaldsefni í matvörur,“ segir Þóra. Vorið 2017 segir Þóra að bókhaldið hafi sýnt breytingar í vændum varðandi ferðamenn. Vöxturinn var ekki lengur viðvarandi eins og verið hafði. „Í fyrsta sinn þurftum við að huga að markaðsmálum og verja okkar hlutdeild á markaði. Samkeppnin var þá orðin mikil. Við settum mörg verkefni af stað og nýjar hugmyndir og ákváðum að vera ekki of háð ferðamönnum. Ein af þessum hugmyndum var að opna matarbúð sem myndi selja íslensk matvæli í plastlausum umbúðum. Okkur langaði að komast nær endakúnnanum með því að fara í smásölu, fá tilfinningu fyrir hvaða þörf þurfi að uppfylla og reyna að átta okkur betur á hvaða markhóp við vildum höfða til,“ segir Þóra. En síðan kom Covid Árið 2020 rann í garð og umhverfismálin voru mál málanna. „Við vorum búin að skipuleggja hugmyndafræði lítillar matvöruverslunar sem væri með allar helstu nauðsynjar á boðstólnum en pakkaði þeim einungis í margnota og jarðgeranlegar umbúðir. Við fundum aðila til að smíða fyrir okkur glerþvottavél til að búa til hringrásarkerfi glerumbúða og gerðum mikla leit að jarðgeranlegum vakúmpokum og sellófan lausnum fyrir matvæli. Við gerðum ráð fyrir að grunnreksturinn fjármagnaði þetta hliðarverkefni og það yrði góð viðbót við reksturinn þótt það væri ólíkt,“ segir Þóra. Aftur var farið með prufuvörur í Kolaportið en þar segir Þóra ákveðna hefð fyrir því að fólk versli íslenskar matvörur. Þá var jafnframt ákveðið að ef vel gengi yrði verslunarhúsnæðunum í Austurgötu og í Keflavík breytt. Covid breytti hins vegar öllu. Grunnreksturinn dróst saman um 90%. Við sögðum upp fólki, drógum saman segl, lokuðum í Kolaporti en ákváðum að einbeita okkur að plastlausu og umhverfisvænu matarbúðinni,“ segir Þóra sem viðurkennir að margt í dag minnir hana á upphafið fyrir tíu árum síðan. Nú sé verið að gera allt í fyrsta sinn fyrir Matarbúðina Nándina, búa til ferla og reikna út sjálfbærni. „Þótt dagarnir einkennist af mikilli vinnu erum við að vinna að áhugamáli sem á hjarta okkar óskipt. Fyrstu viðskiptavinirnir sem Matarbúðin Nándin þjónustar erum við sjálf. Við bjóðum upp á mjólkurvörur, brauðmeti, kjöt, fisk, ávexti, grænmeti, sælgæti, þurrvörur, tilbúna rétti og auðvitað Urta Islandica jurtavörur, krydd og te,“ segir Þóra. Þóra er bjartsýn og segir sameinað konsept Urta Islandica og Matarbúðarinnar Nándin vera þeirra viðspyrnugrunnur fyrir árið 2021.Vísir/Vilhelm Bjartsýn og gefur góð ráð Þóra hefur trú á því að eftir Covid komist umhverfismálin í forgrunn á ný. Eftirspurn muni þá aukast eftir hreinum innlendum vörum, sjálfbærum matvælum og lífrænum, næringarríkum veganvörum og plastlausum matvörum. Sameinað konsept Urta Islandica og Matarbúðarinnar Nándin sé þeirra viðspyrnugrunnur fyrir árið 2021. En hver myndir þú segja að væru helstu mistökin til að forðast í rekstri nýsköpunarfyrirtækis fyrstu árin, miðað við þína reynslu? „Kannski að vera með allt of mörg járn í eldinum og ekki hafa góðan fókus, kannski að gera allt í húsi og þurfa að læra allt sjálf en ekki að útvista, eða að vera alltaf að fara erfiðu leiðina sem oft er miklu dýrari,“ segir Þóra og bætir við: En okkur þykir vænt um mistökin því þau voru hluti af lærdómsferli fyrirtækisins og leikgleði sem leyfir að við prófum nánast hvað sem okkur dettur í hug og fellur að heildar hugmyndarfræðinni sem byggir á einkunnarorðunum Fallegt, frumlegt og faglegt.“ Nýsköpun Heilsa Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00 Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01 Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00 Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00 Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Eftir hrun dróst saman í verkefnum hjá mér og maðurinn minn þurfti að vinna fyrir allri framfærslu og hækkandi lánum af húsnæði. Fjölskyldubíllinn hrundi og lausafjárstaðan var ómöguleg,“ segir Þóra Þórisdóttir stofnandi Urta Islandica. Urta Islandica er í dag eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. En staðan var erfið þegar farið var af stað. „Við vorum fimm í heimili, unglingur og ungmenni um tvítugt í skóla. Það þurfti sannarlega að velta fyrir sér hverri krónu bæði heima og í fyrirtækinu sem var fjármagnað með heimilispeningum frá mér, systur minni og mömmu sem settu inn svolítið fjármagn gegn eignarhlut,“ segir Þóra. Urta Islandica er eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem stofnað var eftir bankahrun, eða árið 2010. Í kjölfar kórónufaraldurs var hliðarreksturinn Matarbúðin Nándin opnuð. Fyrirtækið hlaut nýverið Bláskelina, umhverfisverðlaun Umhverfisstofnunar fyrir framúrskarandi plastlausa lausn en rekstur Matarbúðarinnar Nándin gengur út á plastlaus matvæli. Átti allt eins von á stríði Þóra er myndlistarmaður og listakríbent í grunninn. Launuðum verkefnum fækkaði eftir bankahrun og Þóra var ekki bjartsýn. Upp úr bankahruni fór ég að hugsa um hvar við Íslendingar myndum finna aðgengileg vítamín og steinefni ef landið myndi lokast og vöruskortur yrði. Ég átti alveg eins von á að það myndi geta komið náttúruhamfarir, stríð eða annað sem myndi setja heimsbyggðina á hvolf,“ segir Þóra. Í kjölfarið fór hún að lesa sér til um og gera ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Það var þó ekki með rekstur í huga heldur var Þóra að hugsa um sína eigin heilsu. Fljótlega kviknuðu hugmyndir. „Mig langaði til að búa til matvæli, te og krydd en ekki hylki og duft. Árið 2009 fór ég að þurrka ber og mala, gera ýmsar tilraunir með margskonar jurta og berjasýróp ásamt því að gera fyrstu tilraunirnar með jurta og berja saltblöndur,“ segir Þóra. Fyrstu mánuðina var eldhúsið undirlagt undir tilraunastarfsemina. Sumarið 2010 fór Þóra með prufuvörur í Kolaportið til að kanna viðbrögð fólks. Í atvinnuleysinu eftir hrun fór Þóra að lesa sér til um og gera ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Sumarið 2010 fór hún með nokkrar prufuvörur í Kolaportið og eftir það fór boltinn að rúlla.Vísir/Vilhelm Frelsi til athafna og leyfi til mistaka Í Kolaportinu varð ljóst að áhugi kaupenda var til staðar. Þóra skráði sig á Brautargengisnámskeið til að fá innsýn í fyrirtækjarekstur. ,,Fyrstu tvö árin einkenndust af endalausri vinnu, tilraunastarfsemi, stanslausum uppfærslum á vinnuferlum en ekki síst útsjónarsemi því fjármagn var að skornum skammti. Árið 2013 er maðurinn minn Sigurður Magnússon, systir mín Hólmfríður Þórisdóttir ásamt börnum okkar farin að koma að rekstrinum sem þá var settur í einkahlutafélag í eigu fjölskyldumeðlima,“ segir Þóra og bætir við: ,,Við settum okkur það takmark að fá ekki inn utanaðkomandi fjármagn og viðhalda sköpunargleði okkar, frelsi til athafna og leyfi til mistaka.“ Og fleiri markmið voru sett: Á sama tíma settum við upp yfirgripsmikið uppskriftakerfi og upplýsingaferla ásamt því að færa allt bókhald fyrirtækisins jafnóðum til að vera alltaf með góða sýn yfir reksturinn, birgðir og viðskiptamenn frá degi til dags. Við hringdum í Creditinfo og spurðum hvað þyrfti til að komast í hóp Framúrskarandi fyrirtækja og tókum stefnuna þangað.“ Upphaflega ætluðu Þóra og Sigurður að gera upp neðstu hæðina á húsinu þeirra og leigja út fyrir verslun. En eftir bankahrun voru engir leigjendur því fæstir áttu pening. Þess vegna enduðu þau með því að nýta húsnæðið sjálf fyrir nýsköpunarfyrirtækið sitt, Urta Islandica.Vísir/Vilhelm Vöxtur og alls kyns tilraunir Með auknum ferðamannastraumi til Íslands jókst eftirspurn eftir matargjafavörum úr íslensku hráefni. Urta Islandica sérhæfði sig í þessu og fór að framleiða og pakka vörum inn á þennan markað. „Við keyptum okkur framleiðsluhús í Keflavík. Þar er hægt að taka á móti gestum og sjá inn í framleiðsluna. Við létum bora borholu efir ferskum sjó og höfum verið að gera ýmsar tilraunir með hann. Til dæmis er íslenskur sjór grunnurinn í öllum sýrópunum okkar í dag. Við höfum líka gert tilraunir með að framleiða sjósódavatn, eða sjódavatn eins og við köllum það. Það merkilega er að samsetningin á steinefnum í sjó eru eins og samsetning steinefna í blóði okkar og því tilvalið innihaldsefni í matvörur,“ segir Þóra. Vorið 2017 segir Þóra að bókhaldið hafi sýnt breytingar í vændum varðandi ferðamenn. Vöxturinn var ekki lengur viðvarandi eins og verið hafði. „Í fyrsta sinn þurftum við að huga að markaðsmálum og verja okkar hlutdeild á markaði. Samkeppnin var þá orðin mikil. Við settum mörg verkefni af stað og nýjar hugmyndir og ákváðum að vera ekki of háð ferðamönnum. Ein af þessum hugmyndum var að opna matarbúð sem myndi selja íslensk matvæli í plastlausum umbúðum. Okkur langaði að komast nær endakúnnanum með því að fara í smásölu, fá tilfinningu fyrir hvaða þörf þurfi að uppfylla og reyna að átta okkur betur á hvaða markhóp við vildum höfða til,“ segir Þóra. En síðan kom Covid Árið 2020 rann í garð og umhverfismálin voru mál málanna. „Við vorum búin að skipuleggja hugmyndafræði lítillar matvöruverslunar sem væri með allar helstu nauðsynjar á boðstólnum en pakkaði þeim einungis í margnota og jarðgeranlegar umbúðir. Við fundum aðila til að smíða fyrir okkur glerþvottavél til að búa til hringrásarkerfi glerumbúða og gerðum mikla leit að jarðgeranlegum vakúmpokum og sellófan lausnum fyrir matvæli. Við gerðum ráð fyrir að grunnreksturinn fjármagnaði þetta hliðarverkefni og það yrði góð viðbót við reksturinn þótt það væri ólíkt,“ segir Þóra. Aftur var farið með prufuvörur í Kolaportið en þar segir Þóra ákveðna hefð fyrir því að fólk versli íslenskar matvörur. Þá var jafnframt ákveðið að ef vel gengi yrði verslunarhúsnæðunum í Austurgötu og í Keflavík breytt. Covid breytti hins vegar öllu. Grunnreksturinn dróst saman um 90%. Við sögðum upp fólki, drógum saman segl, lokuðum í Kolaporti en ákváðum að einbeita okkur að plastlausu og umhverfisvænu matarbúðinni,“ segir Þóra sem viðurkennir að margt í dag minnir hana á upphafið fyrir tíu árum síðan. Nú sé verið að gera allt í fyrsta sinn fyrir Matarbúðina Nándina, búa til ferla og reikna út sjálfbærni. „Þótt dagarnir einkennist af mikilli vinnu erum við að vinna að áhugamáli sem á hjarta okkar óskipt. Fyrstu viðskiptavinirnir sem Matarbúðin Nándin þjónustar erum við sjálf. Við bjóðum upp á mjólkurvörur, brauðmeti, kjöt, fisk, ávexti, grænmeti, sælgæti, þurrvörur, tilbúna rétti og auðvitað Urta Islandica jurtavörur, krydd og te,“ segir Þóra. Þóra er bjartsýn og segir sameinað konsept Urta Islandica og Matarbúðarinnar Nándin vera þeirra viðspyrnugrunnur fyrir árið 2021.Vísir/Vilhelm Bjartsýn og gefur góð ráð Þóra hefur trú á því að eftir Covid komist umhverfismálin í forgrunn á ný. Eftirspurn muni þá aukast eftir hreinum innlendum vörum, sjálfbærum matvælum og lífrænum, næringarríkum veganvörum og plastlausum matvörum. Sameinað konsept Urta Islandica og Matarbúðarinnar Nándin sé þeirra viðspyrnugrunnur fyrir árið 2021. En hver myndir þú segja að væru helstu mistökin til að forðast í rekstri nýsköpunarfyrirtækis fyrstu árin, miðað við þína reynslu? „Kannski að vera með allt of mörg járn í eldinum og ekki hafa góðan fókus, kannski að gera allt í húsi og þurfa að læra allt sjálf en ekki að útvista, eða að vera alltaf að fara erfiðu leiðina sem oft er miklu dýrari,“ segir Þóra og bætir við: En okkur þykir vænt um mistökin því þau voru hluti af lærdómsferli fyrirtækisins og leikgleði sem leyfir að við prófum nánast hvað sem okkur dettur í hug og fellur að heildar hugmyndarfræðinni sem byggir á einkunnarorðunum Fallegt, frumlegt og faglegt.“
Nýsköpun Heilsa Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00 Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01 Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00 Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00 Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári. 23. nóvember 2020 07:00
Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Umfjöllun um Omnom í þætti Zac Efron síðastliðið sumar hafði mikil og jákvæð áhrif segja þeir Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson hjá Omnom sem nú vinnur að frekari útrás. 16. nóvember 2020 07:01
Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00
Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00
Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00