Brjálað að gera í kjölfar Covid og ný störf að verða til Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 10:01 Fv.: Katrín S. Óladóttir Hagvangi, Thelma Kristín Kvaran Intellecta, Jensína K. Böðvarsdóttir Vinnvinn. Vísir/Vilhelm Það er erfiðara að komast í atvinnuviðtal í dag því margir eru um hituna fyrir hvert auglýst starf. En ekki eru öll störf auglýst og svo virðist sem mikið sé að gera hjá ráðningaþjónustum þótt atvinnuleysi sé mikið. Viðmælendur segja störf í ólíkum geirum líkleg til að verða í boði í vetur, s.s. í upplýsingatækni, viðburðarstjórnun, hjá nýsköpunarfyrirtækjum, við fjárhagsendurskipulagningu og fleira. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið á Vísi um atvinnuleysi og ráðningar í kjölfar kórónufaraldurs. Í þessari annarri grein af þremur var leitað til þriggja ráðningaþjónustufyrirtækja og spurt um stöðuna nú og horfurnar framundan. Spurt var: „Er staða í ráðningum núna svipuð, betri eða verri en þú bjóst við í kjölfar Covid og getur þú nefnt tvær til þrjár tegundir starfa sem þú telur að eftirspurn verði eftir fólki í vetur?“ Margt breyst og ný störf að verða til Jensína K. Böðvarsdóttir, Vinnvinn.Vísir/Vilhelm Jensína K. Böðvarsdóttir hjá Vinnvinn: Heilt yfir hafa atvinnugeirar eins og ferðaþjónusta, hótel og veitingastaðir, og önnur starfsemi tengd ferðaiðnaði sem hafa orðið hvað verst úti í kjölfar Covid, ekki mikið leitað til fyrirtækja eins og okkar hjá Vinnvinn og þess vegna hefur hrun í þeim geira ekki heldur komið niður á okkar starfsemi. Það er þó gaman að segja frá því að við erum búin að ráða í eina framkvæmdastjórastöðu í ferðaiðnaðinu eftir að við fórum í loftið. Það eru margir að leita sér að starfi og klárlega sjáum við mikið af umsóknum frá frambærilegu fólki úr ferðageiranum og almennt fólki með farsæla starfsreynslu að baki. Hluti af þeim störfum sem við veitum fyrirtækjum ráðgjöf við að manna eru ekki auglýst og þar af leiðandi ekki sjáanleg en engu að síður atvinnutækifæri og þess vegna er mikilvægt að einstaklingar í atvinnuleit skrái sig í gegnum heimasíðuna okkar. Þá vinnum við töluvert mikið með fyrirtækjum sem auglýsa í eigin nafni og leita til okkar sem ráðgjafa til að halda utan um ráðningarferlið og hafa umsjón með því. Hvernig fólk vinnur hefur breyst mikið á tímum Covid og þannig eru störfin líka að breytast og ný störf að verða til. Ég vona að við eigum eftir að sjá sveigjanleika hjá fyrirtækjum þegar við komumst út úr Covid, að ábyrgð starfsmanna hvernig og hvar hann vinni verkefnin sé meiri en var fyrir Covid. Það að geta unnið einhverja daga heima getur verið mikill tímasparnaður og aukið afköst. Það er erfitt að spá í framtíðina og hvaða störf verði vinsæl í vetur en við hjá Vinnvinn spáum eftirspurn eftir sérfræðingum með fjölbreyttan bakgrunn til dæmis í greiningarvinnu ýmiskonar, störf tengd nýsköpun og þróun, þjónustustjórnun og þar sem reynir á stafræna hæfni og upplýsingatækni,“ segir Jensína. Jafn margar ráðningar og í fyrra Katrín S. Óladóttir, Hagvangi.Vísir/Vilhelm Katrín S. Óladóttir hjá Hagvangi: „Ef við berum saman fjölda ráðninga miðað við sama tíma í fyrra erum við nokkuð á pari. Fyrir marga kann það að koma á óvart ef við hugsum til aðstæðna í kjölfar Covid sem lagðist þungt á atvinnulífið frá miðjum mars síðastliðnum. Þá vissum við ekkert hvað væri í vændum í okkar rekstri og hver sviðsmyndin yrði þegar horft yrði yfir árið. En fljótlega upp úr maí mánuði fóru hlutirnir aftur í gang. Þetta sýnir okkur styrk fjölmargra fyrirtækja sem ótrauð héldu áfram með sín áform, hagræðingar, endurskipulagningu og nýráðningar sem fylgdu í kjölfarið. Breytt umhverfi kallaði á ný vinnubrögð og tækni og við brugðumst hratt við því. Við getum því verið ánægð hvernig til hefur tekist þrátt fyrir mjög erfitt ár á margan hátt. Það er fyrirséð að talsverð eftirspurn verði eftir starfsfólki í ferða- og veitingageiranum ef spár ganga eftir varðandi komu bóluefnis sem rætt er um að komi fyrr en seinna. Án efa mun það hafa mikil áhrif á fjölda þeirra sem eru án atvinnu í dag og komu úr þessum geira. En einnig er líka gleðilegt að sprota- og nýsköpunarfyrirtæki telja sig þurfa á auknum mannskap að halda. Þá má einnig benda á að fyrirtæki þurfa í auknum mæli á að halda reynslu og þekkingu af fjárhagslegri endurskipulagningu í kjölfar Covid og mögulega verður einnig aukin eftirspurn í reynslu og þekkingu á sviði viðburðastjórnunar og stafrænnar umbreytingar. Svo við erum bjartsýn á komandi ár,“ segir Katrín. Brjálað að gera Thelma Kristín Kvaran, Intellecta.Vísir/Vilhelm Thelma Kristín Kvaran hjá Intellecta: „Rétt í upphafi fyrstu bylgju Covid dró aðeins úr eftirspurn eftir starfsfólki, enda var mikil óvissa framundan. Það gekk þó hratt yfir og höfum við sjaldan haft eins mikið að gera eins og nú, en það má segja að það hafi komið okkur mest á óvart. Þess má geta að það hafa bæst til liðs við okkur tveir nýir ráðgjafar í ráðningum á árinu og fjórir til viðbótar í önnur störf hjá fyrirtækinu. Staðan í dag er þannig að margir frambærilegir aðilar eru í atvinnuleit. Við höfum því verið að fá töluvert fleiri umsóknir um flest störf. Það er til dæmis gott framboð af hæfu fólki með fjármála-, verk- og tæknifræði bakgrunn, þar sem fjármálastofnanir og verkfræðistofur hafa fækkað fólki undanfarin misseri. Eftirspurn eftir fólki með verk- og tæknifræði bakgrunn hefur þó líka verið töluverð. Líkurnar fyrir umsækjandann að vera boðaður í viðtal eru því miður verri almennt séð vegna þess fjölda sem sækir um hverja stöðu. Það eru því fleiri sem sitja eftir með sárt enni en áður. Það hefur verið mikið að gerast innan upplýsingatækni- og hugbúnaðargeirans og því meiri líkur að fá starf við hæfi á því sviði. Mikið af þeim breytingum sem unnið er að innan fyrirtækja og stofnana snýr að hagræðingu sem meðal annars verður til vegna nýrra hugbúnaðarlausna – og það er á þeim vettvangi sem öflugt hugbúnaðarfólk kemur inn í myndina. Við spáum því að mikil fjölgun verði á framboði um þess konar störf á næstu misserum. Einnig hafa fyrirtæki og stofnanir hagrætt undanfarið vegna faraldursins, skipuritum breytt og stjórnendum fækkað. Það er því okkar mat að mikil eftirspurn verði eftir öflugum stjórnendum þegar ástandið batnar,“ segir Thelma. Vinnumarkaður Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Tengdar fréttir „Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“ Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi. 25. nóvember 2020 07:01 „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Með menntun og dýrmæta reynslu í starfslokaráðgjöf og atvinnuleit Starfslokaráðgjöf fyrir fólk sem misst hefur starfið í uppsögn gengur út á það að aðstoða fólk við að móta nýjan starfsferil. 17. ágúst 2020 09:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Það er erfiðara að komast í atvinnuviðtal í dag því margir eru um hituna fyrir hvert auglýst starf. En ekki eru öll störf auglýst og svo virðist sem mikið sé að gera hjá ráðningaþjónustum þótt atvinnuleysi sé mikið. Viðmælendur segja störf í ólíkum geirum líkleg til að verða í boði í vetur, s.s. í upplýsingatækni, viðburðarstjórnun, hjá nýsköpunarfyrirtækjum, við fjárhagsendurskipulagningu og fleira. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið á Vísi um atvinnuleysi og ráðningar í kjölfar kórónufaraldurs. Í þessari annarri grein af þremur var leitað til þriggja ráðningaþjónustufyrirtækja og spurt um stöðuna nú og horfurnar framundan. Spurt var: „Er staða í ráðningum núna svipuð, betri eða verri en þú bjóst við í kjölfar Covid og getur þú nefnt tvær til þrjár tegundir starfa sem þú telur að eftirspurn verði eftir fólki í vetur?“ Margt breyst og ný störf að verða til Jensína K. Böðvarsdóttir, Vinnvinn.Vísir/Vilhelm Jensína K. Böðvarsdóttir hjá Vinnvinn: Heilt yfir hafa atvinnugeirar eins og ferðaþjónusta, hótel og veitingastaðir, og önnur starfsemi tengd ferðaiðnaði sem hafa orðið hvað verst úti í kjölfar Covid, ekki mikið leitað til fyrirtækja eins og okkar hjá Vinnvinn og þess vegna hefur hrun í þeim geira ekki heldur komið niður á okkar starfsemi. Það er þó gaman að segja frá því að við erum búin að ráða í eina framkvæmdastjórastöðu í ferðaiðnaðinu eftir að við fórum í loftið. Það eru margir að leita sér að starfi og klárlega sjáum við mikið af umsóknum frá frambærilegu fólki úr ferðageiranum og almennt fólki með farsæla starfsreynslu að baki. Hluti af þeim störfum sem við veitum fyrirtækjum ráðgjöf við að manna eru ekki auglýst og þar af leiðandi ekki sjáanleg en engu að síður atvinnutækifæri og þess vegna er mikilvægt að einstaklingar í atvinnuleit skrái sig í gegnum heimasíðuna okkar. Þá vinnum við töluvert mikið með fyrirtækjum sem auglýsa í eigin nafni og leita til okkar sem ráðgjafa til að halda utan um ráðningarferlið og hafa umsjón með því. Hvernig fólk vinnur hefur breyst mikið á tímum Covid og þannig eru störfin líka að breytast og ný störf að verða til. Ég vona að við eigum eftir að sjá sveigjanleika hjá fyrirtækjum þegar við komumst út úr Covid, að ábyrgð starfsmanna hvernig og hvar hann vinni verkefnin sé meiri en var fyrir Covid. Það að geta unnið einhverja daga heima getur verið mikill tímasparnaður og aukið afköst. Það er erfitt að spá í framtíðina og hvaða störf verði vinsæl í vetur en við hjá Vinnvinn spáum eftirspurn eftir sérfræðingum með fjölbreyttan bakgrunn til dæmis í greiningarvinnu ýmiskonar, störf tengd nýsköpun og þróun, þjónustustjórnun og þar sem reynir á stafræna hæfni og upplýsingatækni,“ segir Jensína. Jafn margar ráðningar og í fyrra Katrín S. Óladóttir, Hagvangi.Vísir/Vilhelm Katrín S. Óladóttir hjá Hagvangi: „Ef við berum saman fjölda ráðninga miðað við sama tíma í fyrra erum við nokkuð á pari. Fyrir marga kann það að koma á óvart ef við hugsum til aðstæðna í kjölfar Covid sem lagðist þungt á atvinnulífið frá miðjum mars síðastliðnum. Þá vissum við ekkert hvað væri í vændum í okkar rekstri og hver sviðsmyndin yrði þegar horft yrði yfir árið. En fljótlega upp úr maí mánuði fóru hlutirnir aftur í gang. Þetta sýnir okkur styrk fjölmargra fyrirtækja sem ótrauð héldu áfram með sín áform, hagræðingar, endurskipulagningu og nýráðningar sem fylgdu í kjölfarið. Breytt umhverfi kallaði á ný vinnubrögð og tækni og við brugðumst hratt við því. Við getum því verið ánægð hvernig til hefur tekist þrátt fyrir mjög erfitt ár á margan hátt. Það er fyrirséð að talsverð eftirspurn verði eftir starfsfólki í ferða- og veitingageiranum ef spár ganga eftir varðandi komu bóluefnis sem rætt er um að komi fyrr en seinna. Án efa mun það hafa mikil áhrif á fjölda þeirra sem eru án atvinnu í dag og komu úr þessum geira. En einnig er líka gleðilegt að sprota- og nýsköpunarfyrirtæki telja sig þurfa á auknum mannskap að halda. Þá má einnig benda á að fyrirtæki þurfa í auknum mæli á að halda reynslu og þekkingu af fjárhagslegri endurskipulagningu í kjölfar Covid og mögulega verður einnig aukin eftirspurn í reynslu og þekkingu á sviði viðburðastjórnunar og stafrænnar umbreytingar. Svo við erum bjartsýn á komandi ár,“ segir Katrín. Brjálað að gera Thelma Kristín Kvaran, Intellecta.Vísir/Vilhelm Thelma Kristín Kvaran hjá Intellecta: „Rétt í upphafi fyrstu bylgju Covid dró aðeins úr eftirspurn eftir starfsfólki, enda var mikil óvissa framundan. Það gekk þó hratt yfir og höfum við sjaldan haft eins mikið að gera eins og nú, en það má segja að það hafi komið okkur mest á óvart. Þess má geta að það hafa bæst til liðs við okkur tveir nýir ráðgjafar í ráðningum á árinu og fjórir til viðbótar í önnur störf hjá fyrirtækinu. Staðan í dag er þannig að margir frambærilegir aðilar eru í atvinnuleit. Við höfum því verið að fá töluvert fleiri umsóknir um flest störf. Það er til dæmis gott framboð af hæfu fólki með fjármála-, verk- og tæknifræði bakgrunn, þar sem fjármálastofnanir og verkfræðistofur hafa fækkað fólki undanfarin misseri. Eftirspurn eftir fólki með verk- og tæknifræði bakgrunn hefur þó líka verið töluverð. Líkurnar fyrir umsækjandann að vera boðaður í viðtal eru því miður verri almennt séð vegna þess fjölda sem sækir um hverja stöðu. Það eru því fleiri sem sitja eftir með sárt enni en áður. Það hefur verið mikið að gerast innan upplýsingatækni- og hugbúnaðargeirans og því meiri líkur að fá starf við hæfi á því sviði. Mikið af þeim breytingum sem unnið er að innan fyrirtækja og stofnana snýr að hagræðingu sem meðal annars verður til vegna nýrra hugbúnaðarlausna – og það er á þeim vettvangi sem öflugt hugbúnaðarfólk kemur inn í myndina. Við spáum því að mikil fjölgun verði á framboði um þess konar störf á næstu misserum. Einnig hafa fyrirtæki og stofnanir hagrætt undanfarið vegna faraldursins, skipuritum breytt og stjórnendum fækkað. Það er því okkar mat að mikil eftirspurn verði eftir öflugum stjórnendum þegar ástandið batnar,“ segir Thelma.
Vinnumarkaður Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Tengdar fréttir „Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“ Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi. 25. nóvember 2020 07:01 „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Með menntun og dýrmæta reynslu í starfslokaráðgjöf og atvinnuleit Starfslokaráðgjöf fyrir fólk sem misst hefur starfið í uppsögn gengur út á það að aðstoða fólk við að móta nýjan starfsferil. 17. ágúst 2020 09:00 Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
„Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“ Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi. 25. nóvember 2020 07:01
„Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00
Með menntun og dýrmæta reynslu í starfslokaráðgjöf og atvinnuleit Starfslokaráðgjöf fyrir fólk sem misst hefur starfið í uppsögn gengur út á það að aðstoða fólk við að móta nýjan starfsferil. 17. ágúst 2020 09:00
Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Sumir halda ró sinni, sumir brotna saman, aðrir frjósa segir Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi og einn eigandi Attentus meðal annars í umfjöllun um uppsagnir starfsmanna. 18. mars 2020 12:00
Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00