Segir nikótínfíkn meðal unglinga áhyggjuefni og kallar eftir lagasetningu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2020 12:11 Notkun nikótínpúða hefur færst í aukana meðal ungmenna Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. Rannsóknir- og greining leggja árlega könnun fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Nú í september og október var könnun lögð fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í áttatíu og einum skóla víðs vegar á landinu. Notkun svokallaðra nikótínpúða var í fyrsta sinn könnuð hjá hópnum og í ljós kom að næstum einn af hverjum tíu nemendum í 10. bekk falla undir flokk daglegra notenda. Þá höfðu fimmtán prósent tíundubekkinga notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlækni, hefur áhyggjur af þróuninni. „Við sjáum að krakkar eru að nota þessa púða og nikótínnotkun er mjög ávanabindandi og það er bara mjög slæmt að unglingar séu að nota þessa púða og verða háðir nikótíni,“ segir Hafsteinn Viðar. Koma þessar tölur á óvart? „Ég get ekki sagt það því við sjáum að það hefur dregið töluvert úr rafrettunotkun og við sjáum líka að sala á íslenska neftóbakinu hefur dregist saman um helmning þannig við áttum von á því að sjá töluverða notkun í þessum aldurshópi,“ segir Hafsteinn Viðar. Embætti landlæknis gerði könnun á notkun fullorðinna á nikótínpúðum í sumar en þar kom fram að tæplega tuttugu prósent karlamanna á aldrinum 18 til 34 ára nota nikótínpúða. Hafsteinn Viðar segir lagaumgjörð skorta utan um þessa vöru. „Við þurfum að fá skýran lagaramma utan um nikótínpúða þar sem er tekið á aldurstakmarki, innihaldslýsingum og umgjörð um innflutning og sölu á svipaðan hátt og er gert með rafrettur,“ segir Hafsteinn. Frumvarp um nikótínpúða sé nú í vinnslu í heilbrigðisráðuneytinu. „En sem stendur gilda engin lög um þetta,“ segir Hafsteinn sem telur brýnt að brugðist verði fljótt við þróuninni. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Börn og uppeldi Nikótínpúðar Tengdar fréttir Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00 Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. Rannsóknir- og greining leggja árlega könnun fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Nú í september og október var könnun lögð fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í áttatíu og einum skóla víðs vegar á landinu. Notkun svokallaðra nikótínpúða var í fyrsta sinn könnuð hjá hópnum og í ljós kom að næstum einn af hverjum tíu nemendum í 10. bekk falla undir flokk daglegra notenda. Þá höfðu fimmtán prósent tíundubekkinga notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlækni, hefur áhyggjur af þróuninni. „Við sjáum að krakkar eru að nota þessa púða og nikótínnotkun er mjög ávanabindandi og það er bara mjög slæmt að unglingar séu að nota þessa púða og verða háðir nikótíni,“ segir Hafsteinn Viðar. Koma þessar tölur á óvart? „Ég get ekki sagt það því við sjáum að það hefur dregið töluvert úr rafrettunotkun og við sjáum líka að sala á íslenska neftóbakinu hefur dregist saman um helmning þannig við áttum von á því að sjá töluverða notkun í þessum aldurshópi,“ segir Hafsteinn Viðar. Embætti landlæknis gerði könnun á notkun fullorðinna á nikótínpúðum í sumar en þar kom fram að tæplega tuttugu prósent karlamanna á aldrinum 18 til 34 ára nota nikótínpúða. Hafsteinn Viðar segir lagaumgjörð skorta utan um þessa vöru. „Við þurfum að fá skýran lagaramma utan um nikótínpúða þar sem er tekið á aldurstakmarki, innihaldslýsingum og umgjörð um innflutning og sölu á svipaðan hátt og er gert með rafrettur,“ segir Hafsteinn. Frumvarp um nikótínpúða sé nú í vinnslu í heilbrigðisráðuneytinu. „En sem stendur gilda engin lög um þetta,“ segir Hafsteinn sem telur brýnt að brugðist verði fljótt við þróuninni.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Börn og uppeldi Nikótínpúðar Tengdar fréttir Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00 Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00
Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9. nóvember 2020 19:01